Skynsemi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. október 2018 06:00 Hin raunverulegu tíðindi sem bárust úr Hæstarétti í síðustu viku, í máli íslenska ríkisins gegn Frjálsum kjötvörum, eru ekki þau að hið opinbera hafi á ný orðið uppvíst að því að brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins um bann við innflutningi á fersku kjöti frá Evrópska efnahagssvæðinu. Hin raunverulegu tíðindi eru fólgin í vilja ríkisins til að eyða tíma, orku og peningum í tapað mál. Augljóst var hver niðurstaðan yrði, sérstaklega í ljósi dóms EFTA-dómstólsins frá því í nóvember á síðasta ári þar sem bannið var sagt á skjön við samninginn. Andstæðingar innflutnings á hráu kjöti og öðrum búvörum hafa farið fram með gífuryrðum og oft misvísandi fullyrðingum um að afnám bannsins muni hafa bein og afgerandi áhrif á lýðheilsu á Íslandi. Íslensku búfjárkynin muni hverfa af sjónarsviðinu og heilsu Íslendinga muni hraka hratt með auknu flæði smitefna til landsins. Í þessari afbökuðu orðræðu er sannleikskorn að finna. Óheftur innflutningur búvöru getur haft neikvæð áhrif með tilliti til líffræðilegs fjölbreytileika og útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og matarborinna sjúkdóma. Fjórar vel unnar skýrslur, gerðar að beiðni yfirvalda, undirstrika þessa áhættu. Óheftur innflutningur er hins vegar ekki það sem er til umræðu, að minnsta kosti ekki í því samhengi sem andstæðingar innflutnings hafa kosið að heyja baráttu sína. Í skýrslum ríkisins er eftirlits-, tilkynningar- og vöktunarkerfi ESB gefinn lítill gaumur. Vörurnar sem um ræðir lúta sama eftirliti og allar íslenskar búvörur. Sé innflutningurinn í samræmi við reglur eftirlitskerfisins er hægt að lágmarka hættu á útbreiðslu smitefna og þannig gera neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra óveruleg. Frjálst flæði búvara til og frá Noregi hefur gengið vel, og lítið hefur borið á áföllum í norskri lýðheilsu eða dýraheilbrigði. Einnig ber að hafa í huga að kjöt hefur verið flutt til landsins í stórum stíl undanfarin ár, um leið og skortur er á vísindalegum gögnum um kosti 30 daga frystiskyldu. Vísbendingar eru um að sá tími dugi ekki til að koma í veg fyrir að sýktar vörur rati á markað. Enn fremur hafa rannsóknir sýnt fram á að frysting matvæla er heldur gagnslaus aðferð, þó svo að frysting dragi sannarlega úr fjölda kamfýlóbaktera í matvælunum. Áhyggjur af áhrifum innflutnings á matvælum eru eðlilegar og um fram allt nauðsynlegar, þá sérstaklega með tilliti til sýklalyfjaónæmis. Því er það með ólíkindum að íslensk yfirvöld hafi ekki nú þegar hafið undirbúning að breyttu og lögmætu fyrirkomulagi innflutningsins. Það vill nefnilega svo til að velferð neytenda og hagstæðara umhverfi þeirra eru ekki andstæðir pólar, heldur fara þessar tvær áherslur ágætlega saman. Hins vegar eru önnur og öflugri rök fyrir því að standa ekki í slíkum innflutningi. Rekja má um einn fimmta af heimslosun gróðurhúsalofttegunda til ræktunar búpenings. Að neytendur taki skynsamlegri og umhverfisvænni ákvarðanir um mataræði sitt er eitt af lykilatriðum þegar baráttan við loftslagsbreytingar er annars vegar. Í þessu samhengi er viljinn til að standa í stórfelldum innflutningi á kjöti fjarstæðukennd hugmynd og algjörlega úr takti við það verkefni sem heimsbyggðin öll stendur frammi fyrir. Það er á þessu sviði sem yfirvöld ættu að eyða tíma sínum, orku og peningum, en ekki í þras fyrir dómstólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir pennar Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hin raunverulegu tíðindi sem bárust úr Hæstarétti í síðustu viku, í máli íslenska ríkisins gegn Frjálsum kjötvörum, eru ekki þau að hið opinbera hafi á ný orðið uppvíst að því að brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins um bann við innflutningi á fersku kjöti frá Evrópska efnahagssvæðinu. Hin raunverulegu tíðindi eru fólgin í vilja ríkisins til að eyða tíma, orku og peningum í tapað mál. Augljóst var hver niðurstaðan yrði, sérstaklega í ljósi dóms EFTA-dómstólsins frá því í nóvember á síðasta ári þar sem bannið var sagt á skjön við samninginn. Andstæðingar innflutnings á hráu kjöti og öðrum búvörum hafa farið fram með gífuryrðum og oft misvísandi fullyrðingum um að afnám bannsins muni hafa bein og afgerandi áhrif á lýðheilsu á Íslandi. Íslensku búfjárkynin muni hverfa af sjónarsviðinu og heilsu Íslendinga muni hraka hratt með auknu flæði smitefna til landsins. Í þessari afbökuðu orðræðu er sannleikskorn að finna. Óheftur innflutningur búvöru getur haft neikvæð áhrif með tilliti til líffræðilegs fjölbreytileika og útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og matarborinna sjúkdóma. Fjórar vel unnar skýrslur, gerðar að beiðni yfirvalda, undirstrika þessa áhættu. Óheftur innflutningur er hins vegar ekki það sem er til umræðu, að minnsta kosti ekki í því samhengi sem andstæðingar innflutnings hafa kosið að heyja baráttu sína. Í skýrslum ríkisins er eftirlits-, tilkynningar- og vöktunarkerfi ESB gefinn lítill gaumur. Vörurnar sem um ræðir lúta sama eftirliti og allar íslenskar búvörur. Sé innflutningurinn í samræmi við reglur eftirlitskerfisins er hægt að lágmarka hættu á útbreiðslu smitefna og þannig gera neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra óveruleg. Frjálst flæði búvara til og frá Noregi hefur gengið vel, og lítið hefur borið á áföllum í norskri lýðheilsu eða dýraheilbrigði. Einnig ber að hafa í huga að kjöt hefur verið flutt til landsins í stórum stíl undanfarin ár, um leið og skortur er á vísindalegum gögnum um kosti 30 daga frystiskyldu. Vísbendingar eru um að sá tími dugi ekki til að koma í veg fyrir að sýktar vörur rati á markað. Enn fremur hafa rannsóknir sýnt fram á að frysting matvæla er heldur gagnslaus aðferð, þó svo að frysting dragi sannarlega úr fjölda kamfýlóbaktera í matvælunum. Áhyggjur af áhrifum innflutnings á matvælum eru eðlilegar og um fram allt nauðsynlegar, þá sérstaklega með tilliti til sýklalyfjaónæmis. Því er það með ólíkindum að íslensk yfirvöld hafi ekki nú þegar hafið undirbúning að breyttu og lögmætu fyrirkomulagi innflutningsins. Það vill nefnilega svo til að velferð neytenda og hagstæðara umhverfi þeirra eru ekki andstæðir pólar, heldur fara þessar tvær áherslur ágætlega saman. Hins vegar eru önnur og öflugri rök fyrir því að standa ekki í slíkum innflutningi. Rekja má um einn fimmta af heimslosun gróðurhúsalofttegunda til ræktunar búpenings. Að neytendur taki skynsamlegri og umhverfisvænni ákvarðanir um mataræði sitt er eitt af lykilatriðum þegar baráttan við loftslagsbreytingar er annars vegar. Í þessu samhengi er viljinn til að standa í stórfelldum innflutningi á kjöti fjarstæðukennd hugmynd og algjörlega úr takti við það verkefni sem heimsbyggðin öll stendur frammi fyrir. Það er á þessu sviði sem yfirvöld ættu að eyða tíma sínum, orku og peningum, en ekki í þras fyrir dómstólum.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun