Ljósmóðirin Hauwa Liman tekin af lífi Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2018 09:25 Hin 24 ára Hauwa Mohammed Liman starfaði á sjúkrahúsi sem nýtur stuðnings Alþjóða Rauða krossins. Mynd/Twitter/Peter Maurer Nígeríska ljósmóðirin Hauwa Liman, sem var rænt úr flóttamannabúðum í Borno-héraði í mars, hefur verið tekin af lífi. Myndskeið af aftökunni hefur verið sent á nígeríska fjölmiðla og hafa nígerísk stjórnvöld staðfest fréttirnar. Hin 24 ára Hauwa Mohammed Liman starfaði á sjúkrahúsi sem nýtur stuðnings Alþjóða Rauða krossins. Henni var rænt ásamt tveimur starfsmönnum til viðbótar, ljósmóðurinni Saifura Hussaini Ahmed Khorsa og hjúkrunarfræðingnum Alice. Fréttir bárust svo af því fyrir hálfum mánuði að Saifura hafi verið tekin af lífi. Talið er að klofningshópur úr hryðjuverkasamtökunum Boko Haram beri ábyrgð á ránunum og aftökunum. Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, fjallaði um mál kvennanna í erindi sínu í Háskóla Íslands í gær, en fréttir af aftöku Hauwu Liman bárust í gærkvöldi. Í erindi sínu minntist Daccord þess að tíu ár væru í ár liðin frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem segir beitingu kynferðisofbeldis í hernaði vera stríðsglæp. Nígerísk stjórnvöld staðfestu í gærkvöldi að Hauwa hafi verið ráðin af dögum og að stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga lífi hennar. Nígeríustjórn hafði sætt nokkurri gagnrýni vegna málsins og verið sökuð um aðgerðaleysi.Hauwa was abducted with Saifura, a midwife, and Alice, a nurse. All three dedicated their lives to helping others in northern Nigeria. Two weeks ago, Saifura was brutally executed. We are appealing for mercy for Hauwa and Alice. Please release them. https://t.co/wbYhdzFjz9 — Peter Maurer (@PMaurerICRC) October 14, 2018We are hearing devastating reports Hauwa has been executed. At this stage, we don't have confirmation this is true. We desperately hope not. We will provide an update when we have accurate information. This situation is heartbreaking, and our thoughts remain with her family. — ICRC (@ICRC) October 15, 2018 Nígería Tengdar fréttir Telur Ísland eiga eftir að spila lykilhlutverk á næstu fimm árum Framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða Krossins segir mikilvægt að fleiri ríki en bara vestræn taki þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum. 15. október 2018 20:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Nígeríska ljósmóðirin Hauwa Liman, sem var rænt úr flóttamannabúðum í Borno-héraði í mars, hefur verið tekin af lífi. Myndskeið af aftökunni hefur verið sent á nígeríska fjölmiðla og hafa nígerísk stjórnvöld staðfest fréttirnar. Hin 24 ára Hauwa Mohammed Liman starfaði á sjúkrahúsi sem nýtur stuðnings Alþjóða Rauða krossins. Henni var rænt ásamt tveimur starfsmönnum til viðbótar, ljósmóðurinni Saifura Hussaini Ahmed Khorsa og hjúkrunarfræðingnum Alice. Fréttir bárust svo af því fyrir hálfum mánuði að Saifura hafi verið tekin af lífi. Talið er að klofningshópur úr hryðjuverkasamtökunum Boko Haram beri ábyrgð á ránunum og aftökunum. Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, fjallaði um mál kvennanna í erindi sínu í Háskóla Íslands í gær, en fréttir af aftöku Hauwu Liman bárust í gærkvöldi. Í erindi sínu minntist Daccord þess að tíu ár væru í ár liðin frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem segir beitingu kynferðisofbeldis í hernaði vera stríðsglæp. Nígerísk stjórnvöld staðfestu í gærkvöldi að Hauwa hafi verið ráðin af dögum og að stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga lífi hennar. Nígeríustjórn hafði sætt nokkurri gagnrýni vegna málsins og verið sökuð um aðgerðaleysi.Hauwa was abducted with Saifura, a midwife, and Alice, a nurse. All three dedicated their lives to helping others in northern Nigeria. Two weeks ago, Saifura was brutally executed. We are appealing for mercy for Hauwa and Alice. Please release them. https://t.co/wbYhdzFjz9 — Peter Maurer (@PMaurerICRC) October 14, 2018We are hearing devastating reports Hauwa has been executed. At this stage, we don't have confirmation this is true. We desperately hope not. We will provide an update when we have accurate information. This situation is heartbreaking, and our thoughts remain with her family. — ICRC (@ICRC) October 15, 2018
Nígería Tengdar fréttir Telur Ísland eiga eftir að spila lykilhlutverk á næstu fimm árum Framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða Krossins segir mikilvægt að fleiri ríki en bara vestræn taki þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum. 15. október 2018 20:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Telur Ísland eiga eftir að spila lykilhlutverk á næstu fimm árum Framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða Krossins segir mikilvægt að fleiri ríki en bara vestræn taki þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum. 15. október 2018 20:00