Veiðimálastjóri segir af sér eftir fjöldamorð á öpum Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2018 16:16 Bavíanar voru á meðal fórnarlamba veiðimálastjórans. Myndin er af bavíönum í dýragarði í Ástralíu og tengist ekki efni fréttarinnar. Vísir/EPA Yfirmaður veiðimála í Idaho-ríki í Bandaríkjunum hefur sagt af sér eftir að myndir af honum með dýrum sem hann drap í veiðiferð í Afríku vöktu almenna hneykslun. Maðurinn stærði sig meðal annars af því að hafa drepið heila bavíanafjölskyldu. C.L. Otter, ríkisstjóri Idaho, segir hafa óskaði eftir því að Blake Fischer, veiðimálastjóri ríkisins, segði af sér þar sem hann hefði sýnt af sér slæma dómgreind. Fischer hefur beðist afsökunar á myndunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Ég sýndi nýlega af mér lélega dómgreind sem leiddi til þess að ég deildi myndum af veiðum þar sem ég sýndi ekki af mér viðeigandi drenglyndi og virðingu fyrir dýrunum sem ég veiddi,“ skrifaði Fischer sem sagðist axla fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Myndirnar sendi Fischer samstarfsmönnum sínum í síðasta mánuði. Á þeim sást hann brosandi með ýmsum dýrum sem hann felldi í Namibíu, þar á meðal gíraffa, antilópu og hlébarða. Fischer hafi gortað sig af veiðunum. Konan hans hafi viljað fá tilfinningu fyrir Afríku „þannig að ég skaut heila fjölskyldu af bavíönum. Ég held að hún hafi fengið hugmynd um það í snatri,“ skrifaði Fischer. Eftir að tölvupósturinn komst á kreik kölluðu nokkrir forverar Fischer eftir því að hann segði af sér. „Ég er viss um að það sem þú gerðir var löglegt, hins vegar gerir það að það sé löglegt það ekki réttmætt,“ sagði Fred Trevey, fyrrverandi veiðimálastjóri í Idaho, í tölvupósti til Fischer. Ástralía Namibía Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Yfirmaður veiðimála í Idaho-ríki í Bandaríkjunum hefur sagt af sér eftir að myndir af honum með dýrum sem hann drap í veiðiferð í Afríku vöktu almenna hneykslun. Maðurinn stærði sig meðal annars af því að hafa drepið heila bavíanafjölskyldu. C.L. Otter, ríkisstjóri Idaho, segir hafa óskaði eftir því að Blake Fischer, veiðimálastjóri ríkisins, segði af sér þar sem hann hefði sýnt af sér slæma dómgreind. Fischer hefur beðist afsökunar á myndunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Ég sýndi nýlega af mér lélega dómgreind sem leiddi til þess að ég deildi myndum af veiðum þar sem ég sýndi ekki af mér viðeigandi drenglyndi og virðingu fyrir dýrunum sem ég veiddi,“ skrifaði Fischer sem sagðist axla fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Myndirnar sendi Fischer samstarfsmönnum sínum í síðasta mánuði. Á þeim sást hann brosandi með ýmsum dýrum sem hann felldi í Namibíu, þar á meðal gíraffa, antilópu og hlébarða. Fischer hafi gortað sig af veiðunum. Konan hans hafi viljað fá tilfinningu fyrir Afríku „þannig að ég skaut heila fjölskyldu af bavíönum. Ég held að hún hafi fengið hugmynd um það í snatri,“ skrifaði Fischer. Eftir að tölvupósturinn komst á kreik kölluðu nokkrir forverar Fischer eftir því að hann segði af sér. „Ég er viss um að það sem þú gerðir var löglegt, hins vegar gerir það að það sé löglegt það ekki réttmætt,“ sagði Fred Trevey, fyrrverandi veiðimálastjóri í Idaho, í tölvupósti til Fischer.
Ástralía Namibía Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira