Féþúfan Fortnite? Björn Berg Gunnarsson skrifar 17. október 2018 08:00 Vinsælasti tölvuleikur heims um þessar mundir er Fortnite. Ekkert kostar að sækja leikinn og spila, en þó hafa framleiðendurnir, Epic Games, þénað jafnvirði á annað hundrað milljarða króna síðan leikurinn var gefinn út fyrir ári. Tekjurnar fást af sölu viðbóta við leikinn, sem þó hafa lítil áhrif á árangur leikmanna. Engum framleiðanda hefur áður tekist að selja sigurdansa, búninga og fleira skraut með jafn góðum árangri. Í nýlegri bandarískri rannsókn sögðust 69% þátttakenda hafa keypt sér viðbætur við leikinn. Þetta er mun hærra hlutfall en þekkist í öðrum leikjum sem leggja áherslu á kaup inni í leiknum sem helstu tekjuöflun. Eyðslan hefur að meðaltali verið um 13.000 krónur og segist þriðjungur nú kaupa viðbætur í fyrsta sinn. En hvað ef við heimfærum þessar niðurstöður á íslensk ungmenni? Ef við gerum ráð fyrir að helmingur stráka á aldrinum 12 til 17 ára spili leikinn og 14% stelpna, sem eru sömu kynjahlutföll og vestanhafs, gætu útgjöldin verið orðin yfir 50 milljónir króna. Að sjálfsögðu eru dæmi um mun meiri eyðslu. Átta ára sonur kunningjakonu minnar eyddi 40.000 krónum, 10 ára frændi vinnufélaga skuldfærði kort foreldra sinna fyrir 150.000 og 13 ára drengur sagðist rogginn á dögunum hafa varið um 100.000 krónum í viðbætur fyrir leikinn. Hérlendis sem og annars staðar hefur nokkuð verið ritað um áhyggjur foreldra af leiknum. Fyrir utan eyðsluna er hann mikill tímaþjófur og segist þannig þriðjungur nemenda í bandarísku könnuninni hafa skrópað í skóla vegna hans og fimmtungur starfandi fólks, sem spilar leikinn, skrópað í vinnu. Þessi tilraun Epic, að laða sem flesta að leiknum með því að gefa hann en selja svo skemmtilegar viðbætur, hefur ekki aðeins haft gríðarleg áhrif á hegðun heldur skilað þeim góðum tekjum. Ef útgjöld leikmanna haldast þau sömu og mánaðarlegur notendafjöldi helst svipaður og í ágúst má reikna með að tekjur framleiðenda nemi hátt í 600 milljörðum króna næsta árið. Það slagar langleiðina í arðbærustu afþreyingarvöru sögunnar, leikinn Grand Theft Auto 5, sem þegar hefur skilað yfir 700 milljörðum króna í tekjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Vinsælasti tölvuleikur heims um þessar mundir er Fortnite. Ekkert kostar að sækja leikinn og spila, en þó hafa framleiðendurnir, Epic Games, þénað jafnvirði á annað hundrað milljarða króna síðan leikurinn var gefinn út fyrir ári. Tekjurnar fást af sölu viðbóta við leikinn, sem þó hafa lítil áhrif á árangur leikmanna. Engum framleiðanda hefur áður tekist að selja sigurdansa, búninga og fleira skraut með jafn góðum árangri. Í nýlegri bandarískri rannsókn sögðust 69% þátttakenda hafa keypt sér viðbætur við leikinn. Þetta er mun hærra hlutfall en þekkist í öðrum leikjum sem leggja áherslu á kaup inni í leiknum sem helstu tekjuöflun. Eyðslan hefur að meðaltali verið um 13.000 krónur og segist þriðjungur nú kaupa viðbætur í fyrsta sinn. En hvað ef við heimfærum þessar niðurstöður á íslensk ungmenni? Ef við gerum ráð fyrir að helmingur stráka á aldrinum 12 til 17 ára spili leikinn og 14% stelpna, sem eru sömu kynjahlutföll og vestanhafs, gætu útgjöldin verið orðin yfir 50 milljónir króna. Að sjálfsögðu eru dæmi um mun meiri eyðslu. Átta ára sonur kunningjakonu minnar eyddi 40.000 krónum, 10 ára frændi vinnufélaga skuldfærði kort foreldra sinna fyrir 150.000 og 13 ára drengur sagðist rogginn á dögunum hafa varið um 100.000 krónum í viðbætur fyrir leikinn. Hérlendis sem og annars staðar hefur nokkuð verið ritað um áhyggjur foreldra af leiknum. Fyrir utan eyðsluna er hann mikill tímaþjófur og segist þannig þriðjungur nemenda í bandarísku könnuninni hafa skrópað í skóla vegna hans og fimmtungur starfandi fólks, sem spilar leikinn, skrópað í vinnu. Þessi tilraun Epic, að laða sem flesta að leiknum með því að gefa hann en selja svo skemmtilegar viðbætur, hefur ekki aðeins haft gríðarleg áhrif á hegðun heldur skilað þeim góðum tekjum. Ef útgjöld leikmanna haldast þau sömu og mánaðarlegur notendafjöldi helst svipaður og í ágúst má reikna með að tekjur framleiðenda nemi hátt í 600 milljörðum króna næsta árið. Það slagar langleiðina í arðbærustu afþreyingarvöru sögunnar, leikinn Grand Theft Auto 5, sem þegar hefur skilað yfir 700 milljörðum króna í tekjur.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun