Forseti leiðtogaráðsins kveðst svartsýnn fyrir Brexit-fundinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. október 2018 09:00 Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB, og Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs sambandsins. Getty Bretland Engin ástæða er til bjartsýni á að raunverulegur árangur í Brexit-málinu náist á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem hefst í dag. Þetta sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær. Hinn pólski Tusk sagði að skýrslan sem Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB um samskipti Bretlands og sambandsins eftir útgöngu, og atburðir á breska þinginu gæfu ekkert tilefni til bjartsýni. „Eins og þetta blasir við mér þá felst okkar eina von um góðan samning í því að báðar hliðar sýni ákveðni og velvild,“ sagði Tusk og bætti því við að þessari velvild þyrftu að fylgja skotheldar tillögur. Sagðist Tusk ætla að biðja May um slíkar tillögur á fundinum í dag. Forsetinn útskýrði ekki nánar eftir hverju hann væri að leita en skoraði á May að vera frumleg. Vonast var til þess að nægur árangur hefði náðst á þessum tímapunkti svo fundargestir gætu í dag kallað eftir aukafundi sem fram færi í nóvember til þess að klára málið. „Það er leiðtoganna að ákveða hvort við séum tilbúin núna. Í raun erum við það að mestu, en við þurfum að fá tilfinningu fyrir því að raunverulegt skref fram á við sé nærri,“ sagði Tusk.Bretar munu yfirgefa Evrópusambandið þann 29. mars næstkomandi. Ef samningar um framtíðarsamskipti nást ekki í tæka tíð þýðir það að samskiptin verða einfaldlega í lausu lofti. „Sú útkoma verður sífellt líklegri, en það þýðir ekki að hún sé efst á óskalistanum,“ sagði Tusk. Undanfarið hafa Bretar og ESB reynt að ná samkomulagi um fyrirkomulag landamæragæslu á milli Írlands, sem er aðili að ESB, og Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi. Líkti Tusk pattstöðunni við gordíonshnútinn fræga sem Alexander mikli er sagður hafa höggvið á. Málið er trúlega flóknasti kaflinn sem á eftir að loka í samningaviðræðunum. May fundaði með ráðherrum sínum í gær og sagði, samkvæmt Reuters, að samningar myndu nást svo lengi sem breska ríkisstjórnin stæði saman. Undanfarna mánuði hefur verið mikil pressa á May vegna útgönguáætlunar hennar sem óeining er um innan Íhaldsflokksins. Angela Merkel, kanslari Þýskalands og ein áhrifamesta manneskja ESB, sagði svo í gær að viðræðurnar við Breta væru líkt og að reyna að fá ferningslaga púsl til að passa í hringlaga gat, að því er Reuters greindi frá. Ummælin féllu á þingflokksfundi flokks hennar, Kristilegra demókrata, og sagði hún aukinheldur að það væri skýrt að landamæragæsla á milli Írlands og Norður-Írlands gæti ekki orðið engin. Hins vegar þyrfti ESB og þýska ríkisstjórnin að reyna að komast hjá því að þar yrði „hörð“ landamæragæsla. Nordicphotos/AFP Birtist í Fréttablaðinu Brexit Evrópusambandið Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Bretland Engin ástæða er til bjartsýni á að raunverulegur árangur í Brexit-málinu náist á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem hefst í dag. Þetta sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær. Hinn pólski Tusk sagði að skýrslan sem Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB um samskipti Bretlands og sambandsins eftir útgöngu, og atburðir á breska þinginu gæfu ekkert tilefni til bjartsýni. „Eins og þetta blasir við mér þá felst okkar eina von um góðan samning í því að báðar hliðar sýni ákveðni og velvild,“ sagði Tusk og bætti því við að þessari velvild þyrftu að fylgja skotheldar tillögur. Sagðist Tusk ætla að biðja May um slíkar tillögur á fundinum í dag. Forsetinn útskýrði ekki nánar eftir hverju hann væri að leita en skoraði á May að vera frumleg. Vonast var til þess að nægur árangur hefði náðst á þessum tímapunkti svo fundargestir gætu í dag kallað eftir aukafundi sem fram færi í nóvember til þess að klára málið. „Það er leiðtoganna að ákveða hvort við séum tilbúin núna. Í raun erum við það að mestu, en við þurfum að fá tilfinningu fyrir því að raunverulegt skref fram á við sé nærri,“ sagði Tusk.Bretar munu yfirgefa Evrópusambandið þann 29. mars næstkomandi. Ef samningar um framtíðarsamskipti nást ekki í tæka tíð þýðir það að samskiptin verða einfaldlega í lausu lofti. „Sú útkoma verður sífellt líklegri, en það þýðir ekki að hún sé efst á óskalistanum,“ sagði Tusk. Undanfarið hafa Bretar og ESB reynt að ná samkomulagi um fyrirkomulag landamæragæslu á milli Írlands, sem er aðili að ESB, og Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi. Líkti Tusk pattstöðunni við gordíonshnútinn fræga sem Alexander mikli er sagður hafa höggvið á. Málið er trúlega flóknasti kaflinn sem á eftir að loka í samningaviðræðunum. May fundaði með ráðherrum sínum í gær og sagði, samkvæmt Reuters, að samningar myndu nást svo lengi sem breska ríkisstjórnin stæði saman. Undanfarna mánuði hefur verið mikil pressa á May vegna útgönguáætlunar hennar sem óeining er um innan Íhaldsflokksins. Angela Merkel, kanslari Þýskalands og ein áhrifamesta manneskja ESB, sagði svo í gær að viðræðurnar við Breta væru líkt og að reyna að fá ferningslaga púsl til að passa í hringlaga gat, að því er Reuters greindi frá. Ummælin féllu á þingflokksfundi flokks hennar, Kristilegra demókrata, og sagði hún aukinheldur að það væri skýrt að landamæragæsla á milli Írlands og Norður-Írlands gæti ekki orðið engin. Hins vegar þyrfti ESB og þýska ríkisstjórnin að reyna að komast hjá því að þar yrði „hörð“ landamæragæsla. Nordicphotos/AFP
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Evrópusambandið Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira