Erlent

Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana.
Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. vísir/ap
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ósáttur við fordæmingu alþjóðasamfélagsins á yfirvöldum í Sádi-Arabíu vegna blaðamannsins og andófsmannsins Jamals Khashoggi. Ekkert hefur spurst til hans síðan hann fór á ræðismannsskrifstofu í Sádi-Arabíu í byrjun október. Trump lét í ljós óánægju sína í viðtali við fréttastofu AP.

Hann segir þróun málsins enn einu sinni sýna fram á að hinn grunaði sé alltaf sekur í augum almennings þar til sýnt hefur verið fram á sakleysi. Trump vísar máls Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómara, sem sakaður var um kynferðislegt ofbeldi, máli sínu til stuðnings.

Trump segir að hvorki konungurinn né krónprinsinn í Sádi-Arabíu  viti hvað hefur orðið um blaðamanninn. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar hefði fullyrt að Khashoggi hefði verið myrtur og líkið af honum bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu. Heimildir CNN herma að yfirvöld í Sádi-Arabíu hyggist axla ábyrgð á morðinu. Khashoggi hafi látist vegna yfirheyrslu sem hafi gengið of langt.

Spurður út í ummælin sem hann lét falla fyrr í dag þess efnis að mögulega hefðu einhvers konar stigamenn ráðið Khashoggi bana svaraði Trump því til að hann hefði „fengið það á tilfinninguna“ eftir samtal hans og konungsins.


Tengdar fréttir

Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður

Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×