Upphitun: Hamilton getur tryggt sér titilinn Bragi Þórðarson skrifar 17. október 2018 18:00 Verður Hamilton meistari um helgina? vísir/getty Lewis Hamilton verður fimmfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 takist honum að vinna keppnina um helgina ef Sebastian Vettel verður ekki annar á eftir honum. Hamilton þarf þó ekki endilega að vinna kappaksturinn til að tryggja sér titilinn, hann þarf bara að ná átta stigum meira en Vettel. Keppnin fer fram í Texas fylki í Bandaríkjunum á Circuit of the Americas. Brautin, sem staðsett er í Austin, er afar teknísk og bíður upp á marga staði til framúraksturs. Kappaksturinn verður sá sjöundi á brautinni sem var fyrst tekin í notkun árið 2012. Af þeim sex keppnum sem fram hafa farið á brautinni hefur Lewis unnið fimm þeirra. Það má því með sanni seigja að brautin er í miklu uppáhaldi hjá Bretanum.Það verður erfitt að stoppa Mercedes Mercedes hefur verið á miklu skriði að undanförnu og hefur liðið klárað síðustu tvær keppnir með bíla sína í fyrsta og öðru sæti. „Verkið virðist ómögulegt en stundum er okkar verkefni að sigrast á hinu ómögulega,” sagði Maurizio Arrivabene , stjóri Ferrari í vikunni. Að sama skapi var Toto Wolff, stjóri Mercedes, handviss um að verkinu væri ekki lokið fyrr en titlarnir eru öruggir. „Mercedes liðið mun gefa allt sem það á um helgina.” Rétt eins og í fyrra virtist Ferrari liðið algjörlega brotna undan álagi á lokakafla tímabilsins. Erfitt er að útskýra af hverju en liðið hafði gott forskot á Mercedes í sumar. Mercedes og Hamilton hafa nýtt sér lélegt form Ferrari liðsins til hins ítrasta og stefnir Bretinn á tíunda sigur sinn á tímabilinu um helgina. Kappaksturinn byrjar klukkan sex á sunnudagskvöldið og verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 ásamt tímatökum og æfingu á laugardaginn. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton verður fimmfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 takist honum að vinna keppnina um helgina ef Sebastian Vettel verður ekki annar á eftir honum. Hamilton þarf þó ekki endilega að vinna kappaksturinn til að tryggja sér titilinn, hann þarf bara að ná átta stigum meira en Vettel. Keppnin fer fram í Texas fylki í Bandaríkjunum á Circuit of the Americas. Brautin, sem staðsett er í Austin, er afar teknísk og bíður upp á marga staði til framúraksturs. Kappaksturinn verður sá sjöundi á brautinni sem var fyrst tekin í notkun árið 2012. Af þeim sex keppnum sem fram hafa farið á brautinni hefur Lewis unnið fimm þeirra. Það má því með sanni seigja að brautin er í miklu uppáhaldi hjá Bretanum.Það verður erfitt að stoppa Mercedes Mercedes hefur verið á miklu skriði að undanförnu og hefur liðið klárað síðustu tvær keppnir með bíla sína í fyrsta og öðru sæti. „Verkið virðist ómögulegt en stundum er okkar verkefni að sigrast á hinu ómögulega,” sagði Maurizio Arrivabene , stjóri Ferrari í vikunni. Að sama skapi var Toto Wolff, stjóri Mercedes, handviss um að verkinu væri ekki lokið fyrr en titlarnir eru öruggir. „Mercedes liðið mun gefa allt sem það á um helgina.” Rétt eins og í fyrra virtist Ferrari liðið algjörlega brotna undan álagi á lokakafla tímabilsins. Erfitt er að útskýra af hverju en liðið hafði gott forskot á Mercedes í sumar. Mercedes og Hamilton hafa nýtt sér lélegt form Ferrari liðsins til hins ítrasta og stefnir Bretinn á tíunda sigur sinn á tímabilinu um helgina. Kappaksturinn byrjar klukkan sex á sunnudagskvöldið og verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 ásamt tímatökum og æfingu á laugardaginn.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira