Ekki þurfi áætlun til að framfylgja áætlun Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 18. október 2018 08:30 Eftir að hópurinn skilaði áætluni í fyrrahaust var hún fjármögnuð fyrir kosningarnar í kjölfarið Fréttablaðið/Eyþór Samráðshópur var skipaður af innanríkisráðherra árið 2016 til þess að smíða aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. María Rut Kristinsdóttir var formaður hópsins. Hún segist ánægð með þá vinnu sem þar var unnin og vona að hægt verði að koma umræddri áætlun í framkvæmd sem fyrst. „Fyrst og fremst er ég mjög stolt af þessu verkefni sem vannst afar vel á sínum tíma. Við tryggðum víðtækt samráð við alla helstu aðila í bæði kerfinu og þessum geira,“ segir María Rut. „Samtalið milli kerfa; lögreglu, ákæruvaldsins, dómstóla, neyðarmóttöku og réttargæslumanna, skilaði sér í alls konar umbótum sem eru síður áþreifanlegar en bæta engu að síður verklag innan kerfisins sem er vel. Umbæturnar voru meðal annars þær að stytta boðleiðir og megináherslan var lögð á að stytta þennan málsmeðferðartíma sem er alltof langur. Við vissum nákvæmlega hver verkefnin væru. Það sem var mest aðkallandi var að fjölga rannsóknarlögreglumönnum og ákærendum á þessu sviði og skerpa á verklagi á landsvísu.“ Margt af þessu segir María Rut að sé ekki flókið að framkvæma, til að mynda að það yrðu í framhaldinu myndaðir „ad-hoc“ hópar um til dæmis réttarstöðu brotaþola og fleiri álitamál sem hópurinn tók þó ekki beint afstöðu til í áætluninni. Stóra myndin væri sú að þarna væru alls konar minni mál sem væri hægt að ráðast í og klára auðveldlega. Og það væri svolítið í höndunum á viðeigandi stofnunum auk eftirfylgni af hálfu stjórnvalda. Eftir að hópurinn skilaði áætluninni í fyrrahaust var hún fjármögnuð fyrir kosningarnar í kjölfarið. María Rut fór síðan í önnur verkefni en segist treysta því góða fólki sem í kerfinu vinnur til að leiða áætlunina áfram. „Að því sögðu þá er eitt að búa til áætlun og næsta skref er að framfylgja henni. Það sem vakti furðu mína var að um þetta verkefni var stofnaður annar starfshópur og verkefnið fært yfir í forsætisráðuneytið. Ég vona að þetta tefji ekki fyrir að hlutirnir komist í gang. Það þarf ekki að búa til áætlanir til þess að framfylgja áætlunum. Nóg er til af greiningum og skýrslum. Við erum öll sammála um að þetta sé mikilvægt málefni, þvert á flokka, og þetta má ekki verða pólitískt bitbein innan ríkisstjórnarinnar. En ég hlakka til að sjá vinnuna og fylgist með hvort það fari ekki að koma eitthvað út úr þessu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Samráðshópur var skipaður af innanríkisráðherra árið 2016 til þess að smíða aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. María Rut Kristinsdóttir var formaður hópsins. Hún segist ánægð með þá vinnu sem þar var unnin og vona að hægt verði að koma umræddri áætlun í framkvæmd sem fyrst. „Fyrst og fremst er ég mjög stolt af þessu verkefni sem vannst afar vel á sínum tíma. Við tryggðum víðtækt samráð við alla helstu aðila í bæði kerfinu og þessum geira,“ segir María Rut. „Samtalið milli kerfa; lögreglu, ákæruvaldsins, dómstóla, neyðarmóttöku og réttargæslumanna, skilaði sér í alls konar umbótum sem eru síður áþreifanlegar en bæta engu að síður verklag innan kerfisins sem er vel. Umbæturnar voru meðal annars þær að stytta boðleiðir og megináherslan var lögð á að stytta þennan málsmeðferðartíma sem er alltof langur. Við vissum nákvæmlega hver verkefnin væru. Það sem var mest aðkallandi var að fjölga rannsóknarlögreglumönnum og ákærendum á þessu sviði og skerpa á verklagi á landsvísu.“ Margt af þessu segir María Rut að sé ekki flókið að framkvæma, til að mynda að það yrðu í framhaldinu myndaðir „ad-hoc“ hópar um til dæmis réttarstöðu brotaþola og fleiri álitamál sem hópurinn tók þó ekki beint afstöðu til í áætluninni. Stóra myndin væri sú að þarna væru alls konar minni mál sem væri hægt að ráðast í og klára auðveldlega. Og það væri svolítið í höndunum á viðeigandi stofnunum auk eftirfylgni af hálfu stjórnvalda. Eftir að hópurinn skilaði áætluninni í fyrrahaust var hún fjármögnuð fyrir kosningarnar í kjölfarið. María Rut fór síðan í önnur verkefni en segist treysta því góða fólki sem í kerfinu vinnur til að leiða áætlunina áfram. „Að því sögðu þá er eitt að búa til áætlun og næsta skref er að framfylgja henni. Það sem vakti furðu mína var að um þetta verkefni var stofnaður annar starfshópur og verkefnið fært yfir í forsætisráðuneytið. Ég vona að þetta tefji ekki fyrir að hlutirnir komist í gang. Það þarf ekki að búa til áætlanir til þess að framfylgja áætlunum. Nóg er til af greiningum og skýrslum. Við erum öll sammála um að þetta sé mikilvægt málefni, þvert á flokka, og þetta má ekki verða pólitískt bitbein innan ríkisstjórnarinnar. En ég hlakka til að sjá vinnuna og fylgist með hvort það fari ekki að koma eitthvað út úr þessu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira