Google rukkar snjallsímaframleiðendur fyrir aðgang að forritum Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2018 09:54 ESB sakaði Google um að þvinga snjalltækjaframleiðendur til þess að gefa forritum þess forgang. Vísir/Getty Breytingar voru gerðar á því hvernig tæknirisinn Google dreifir forritum í snjallsíma innan Evrópusambandsins á þriðjudag. Fyrirtækið krefur snjallsímaframleiðendur nú um gjald fyrir aðgang að forritaversluninni Google Play. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði Google um 4,3 milljarða evra fyrir að hafa nýtt sér markaðsráðandi stöðu á hugbúnaðarmarkaði fyrir snjallsíma til þess að bola öðrum fyrirtækjum af markaðinum, þar á meðal öðrum netleitarvélum.Reuters-fréttastofan segir að Google hafi áfrýjað úrskurði sambandsins en í millitíðinni ætli það að gangast undir nýjar reglur um leyfiskerfi fyrir snjalltæki sem tekur gildi í október í Evrópusambandinu og evrópska efnahagssvæðinu, þar á meðal Íslandi. Breytingin þýðir að framleiðendur eins og Samsung og Huawei þurfa að greiða Google fyrir aðgang að Google Play. Fram að þessu hefur Google í reynd notað aðgang að forritaversluninni til þess að þvinga framleiðendurnar til þess að setja upp Chrome-vefvafrann og leitarvél sína í snjalltæki. Með breytingunni þurfa snjalltækjaframleiðendur ekki lengur að setja leitarvél eða vefvafra Google upp á tækjum sínum. Þannig gæti myndast sóknarfæri fyrir keppinauta Google eins og Microsoft, Opera og Mozilla. Google Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breytingar voru gerðar á því hvernig tæknirisinn Google dreifir forritum í snjallsíma innan Evrópusambandsins á þriðjudag. Fyrirtækið krefur snjallsímaframleiðendur nú um gjald fyrir aðgang að forritaversluninni Google Play. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði Google um 4,3 milljarða evra fyrir að hafa nýtt sér markaðsráðandi stöðu á hugbúnaðarmarkaði fyrir snjallsíma til þess að bola öðrum fyrirtækjum af markaðinum, þar á meðal öðrum netleitarvélum.Reuters-fréttastofan segir að Google hafi áfrýjað úrskurði sambandsins en í millitíðinni ætli það að gangast undir nýjar reglur um leyfiskerfi fyrir snjalltæki sem tekur gildi í október í Evrópusambandinu og evrópska efnahagssvæðinu, þar á meðal Íslandi. Breytingin þýðir að framleiðendur eins og Samsung og Huawei þurfa að greiða Google fyrir aðgang að Google Play. Fram að þessu hefur Google í reynd notað aðgang að forritaversluninni til þess að þvinga framleiðendurnar til þess að setja upp Chrome-vefvafrann og leitarvél sína í snjalltæki. Með breytingunni þurfa snjalltækjaframleiðendur ekki lengur að setja leitarvél eða vefvafra Google upp á tækjum sínum. Þannig gæti myndast sóknarfæri fyrir keppinauta Google eins og Microsoft, Opera og Mozilla.
Google Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira