Tveir milljarðar jarðarbúa hafa enn ekki viðunandi aðgang að hreinu vatni Heimsljós kynnir 18. október 2018 13:00 Börn í Úganda sækja óhreint vatn út í Viktoríuvatn. gunnisal. Um 29% íbúa heims hafa ekki aðgang að hreinu vatni, rúmlega tveir milljarðar jarðarbúa. Enn fleiri, eða 61% jarðarbúa, búa við ófullnægjandi salernisaðstöðu, eða 4,5 milljarðar manna. Skortur á hreinu vatni og viðunandi salernisaðstöðu er risavaxinn heilbrigðisvandi sem bitnar ekki hvað síst á konum og stúlkum. Samkvæmt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna höfum við tólf ár til þess að ráða bót á þessum vanda. Fyrsta Þúsaldarmarkmiðið sem náðist var markmiðið um að lækka um helming hlutfall jarðarbúa sem ekki hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni. Það náðist árið 2010. Þá var talið að 91% jarðarbúa hefðu aðgang að þessum lífsnauðsynlega vökva. Með Heimsmarkmiðunum sem tóku við af Þúsaldarmarkmiðunum var breytt viðmiðunum um merkinguna „aðgengi“ að hreinu vatni í markmiði sex – og þá fjölgaði þeim á ný sem hafa ófullnægjandi aðgang að hreinu vatni upp í 29%. Nú þarf vatnið samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna að vera til staðar við heimili fólks. Það má ekki taka meira en hálftíma að sækja vatnið og bera það heim, að meðtöldum þeim tíma sem fer í bið við vatnsbólið. Vatn á alltaf að vera til reiðu, tært og ómengað. Kröfur um salernisaðstöðu eru svipaðar eins og þær eru skilgreindar í Heimsmarkmiðunum. Hvert heimili á að hafa eigið klósett eða kamar, það má ekki deila náðhúsum með öðrum heimilum, og það ber að farga úrgangi með þeim hætti að bakteríur dreifist ekki í umhverfinu. Samkvæmt þessari skilgreiningu er mjög langt í land að ná þessu Heimsmarkmiði því 61%, eða 4,5 milljarðar, búa ekki við viðundandi salernisaðstöðu.Milljónir dauðsfalla árlega Skortur á vatni og ófullnægjandi salernisaðstaða getur haft skelfilegar afleiðingar fyrir heilsufar fólks og veldur dauða milljóna á hverju ári. Margir sjúkdómar, svo sem niðurgangspestir og kólera, stafa af menguðu vatni eða óþrifnaði. Ennfremur getur verið lífshættulegt að hafa ekki tök á því að þvo hendur með sápu og vatni. Íslendingar hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu um margra ára skeið unnið að því að bæta aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu í þróunarríkjum. Í Malaví var til að mynda nær 1000 vatnsveitum komið á laggirnar sem áætlað er að bætt hafi aðgengi að minnsta kosti 200 þúsund einstaklinga að hreinu vatni. Í nýju fjögurra ára verkefni, sem hófst í Malaví á síðasta ári, eru vatnsmál mikilvægur þáttur. Í Úganda hefur fræðsla um mikilvægi vatns, hreinlætis í skólum og orkusparandi eldunar í skólaeldhúsum farið fram í gegnum fjölbreytt menntaverkefni. Í Buikwe-héraði eru nú í byggingu vatnsveitur, fjármagnaðar af íslenskri þróunarsamvinnu, sem munu veita íbúum í öllum 39 fiskiþorpum héraðsins aðgang að hreinu vatni á viðráðanlegu verði. Í sömu þorpum og grunnskólum eru einnig byggðar salernis- og hreinlætisblokkir sem þjóna þessum byggðum. Samhliða uppbyggingunni er fólkið í þorpunum markvisst upplýst um mikilvægi hreins vatns og hreinlætis í heilbrigðu lífi. Um 18 til 20 þúsund nemendur í grunnskólum og 50 til 60 þúsund manns munu njóta góðs af þessum aðgerðum.Heimsmarkmið 6Två miljarder människor saknar rent vatten/ Om VärldenEquitable access is key to meeting water, sanitation and hygiene targets/ The ConversationÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent
Um 29% íbúa heims hafa ekki aðgang að hreinu vatni, rúmlega tveir milljarðar jarðarbúa. Enn fleiri, eða 61% jarðarbúa, búa við ófullnægjandi salernisaðstöðu, eða 4,5 milljarðar manna. Skortur á hreinu vatni og viðunandi salernisaðstöðu er risavaxinn heilbrigðisvandi sem bitnar ekki hvað síst á konum og stúlkum. Samkvæmt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna höfum við tólf ár til þess að ráða bót á þessum vanda. Fyrsta Þúsaldarmarkmiðið sem náðist var markmiðið um að lækka um helming hlutfall jarðarbúa sem ekki hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni. Það náðist árið 2010. Þá var talið að 91% jarðarbúa hefðu aðgang að þessum lífsnauðsynlega vökva. Með Heimsmarkmiðunum sem tóku við af Þúsaldarmarkmiðunum var breytt viðmiðunum um merkinguna „aðgengi“ að hreinu vatni í markmiði sex – og þá fjölgaði þeim á ný sem hafa ófullnægjandi aðgang að hreinu vatni upp í 29%. Nú þarf vatnið samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna að vera til staðar við heimili fólks. Það má ekki taka meira en hálftíma að sækja vatnið og bera það heim, að meðtöldum þeim tíma sem fer í bið við vatnsbólið. Vatn á alltaf að vera til reiðu, tært og ómengað. Kröfur um salernisaðstöðu eru svipaðar eins og þær eru skilgreindar í Heimsmarkmiðunum. Hvert heimili á að hafa eigið klósett eða kamar, það má ekki deila náðhúsum með öðrum heimilum, og það ber að farga úrgangi með þeim hætti að bakteríur dreifist ekki í umhverfinu. Samkvæmt þessari skilgreiningu er mjög langt í land að ná þessu Heimsmarkmiði því 61%, eða 4,5 milljarðar, búa ekki við viðundandi salernisaðstöðu.Milljónir dauðsfalla árlega Skortur á vatni og ófullnægjandi salernisaðstaða getur haft skelfilegar afleiðingar fyrir heilsufar fólks og veldur dauða milljóna á hverju ári. Margir sjúkdómar, svo sem niðurgangspestir og kólera, stafa af menguðu vatni eða óþrifnaði. Ennfremur getur verið lífshættulegt að hafa ekki tök á því að þvo hendur með sápu og vatni. Íslendingar hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu um margra ára skeið unnið að því að bæta aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu í þróunarríkjum. Í Malaví var til að mynda nær 1000 vatnsveitum komið á laggirnar sem áætlað er að bætt hafi aðgengi að minnsta kosti 200 þúsund einstaklinga að hreinu vatni. Í nýju fjögurra ára verkefni, sem hófst í Malaví á síðasta ári, eru vatnsmál mikilvægur þáttur. Í Úganda hefur fræðsla um mikilvægi vatns, hreinlætis í skólum og orkusparandi eldunar í skólaeldhúsum farið fram í gegnum fjölbreytt menntaverkefni. Í Buikwe-héraði eru nú í byggingu vatnsveitur, fjármagnaðar af íslenskri þróunarsamvinnu, sem munu veita íbúum í öllum 39 fiskiþorpum héraðsins aðgang að hreinu vatni á viðráðanlegu verði. Í sömu þorpum og grunnskólum eru einnig byggðar salernis- og hreinlætisblokkir sem þjóna þessum byggðum. Samhliða uppbyggingunni er fólkið í þorpunum markvisst upplýst um mikilvægi hreins vatns og hreinlætis í heilbrigðu lífi. Um 18 til 20 þúsund nemendur í grunnskólum og 50 til 60 þúsund manns munu njóta góðs af þessum aðgerðum.Heimsmarkmið 6Två miljarder människor saknar rent vatten/ Om VärldenEquitable access is key to meeting water, sanitation and hygiene targets/ The ConversationÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent