Höfuðborgarbúar nota heitt vatn sem aldrei fyrr Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. október 2018 14:57 Þegar kalt er í veðri og stormur úti þykir gott að nota heitt vatn. Getty/Sonja Kury Metsala var á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu í september sé litið til áranna frá 2014. Þá fóru 5578 milljónir rúmmetra til höfuðborgarbúa, bæði heimila og fyrirtækja, en fyrra met var sett í septembermánuði árið 2016 þegar notkunin var 4804 milljónir rúmmetra. Ástæðan er sögð einföld í fréttabréfi Veitna: Tíðarfarið „September var ágætur framan af en síðustu 10 daga mánaðarins kólnaði talsvert,“ eins og það er orðað. September er þó ekki eini mánuðurinn á þessu ári þar sem metin hafa verið að falla. „Frá áramótum hafa met verið slegin í hverjum mánuði, að undanskildum mars mánuði sem jafnar met frá 2015 og apríl þegar notkunin var í meðallagi,“ segir í fréttabréfinu. Þrátt fyrir að Veitur telji að rysjótt tíð sé líklega helsta ástæðan gætu þó fleiri þættir verið að verki. „Notkun á heitu vatni hefur aukist mikið á síðustu árum, eða um tæplega 20% á síðustu fimm árum. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um tæplega 14.000 manns á tímabilinu og fjöldi ferðamanna stóraukist. Allt þetta fólk þarf heitt vatn.“ Um 90% notkunar heimila á heitu vatni fer í ofnakerfið. Vilji fólk lækka orkureikninginn er því þannig ráðlagt að yfirfara hitakerfi hússins til að skapa þægilegan innihita, halda kostnaði í lágmarki og til að ná hámarksnýtingu heita vatnsins. Þá er einnig kjörið að gæta að þéttleika og einangrunar hurða og glugga. Að sama skapi ætti ekki að opna glugga að óþörfu þegar kalt er í veðri, því þá er hitanum hleypt út.Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu 2014-2018Infogram Neytendur Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira
Metsala var á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu í september sé litið til áranna frá 2014. Þá fóru 5578 milljónir rúmmetra til höfuðborgarbúa, bæði heimila og fyrirtækja, en fyrra met var sett í septembermánuði árið 2016 þegar notkunin var 4804 milljónir rúmmetra. Ástæðan er sögð einföld í fréttabréfi Veitna: Tíðarfarið „September var ágætur framan af en síðustu 10 daga mánaðarins kólnaði talsvert,“ eins og það er orðað. September er þó ekki eini mánuðurinn á þessu ári þar sem metin hafa verið að falla. „Frá áramótum hafa met verið slegin í hverjum mánuði, að undanskildum mars mánuði sem jafnar met frá 2015 og apríl þegar notkunin var í meðallagi,“ segir í fréttabréfinu. Þrátt fyrir að Veitur telji að rysjótt tíð sé líklega helsta ástæðan gætu þó fleiri þættir verið að verki. „Notkun á heitu vatni hefur aukist mikið á síðustu árum, eða um tæplega 20% á síðustu fimm árum. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um tæplega 14.000 manns á tímabilinu og fjöldi ferðamanna stóraukist. Allt þetta fólk þarf heitt vatn.“ Um 90% notkunar heimila á heitu vatni fer í ofnakerfið. Vilji fólk lækka orkureikninginn er því þannig ráðlagt að yfirfara hitakerfi hússins til að skapa þægilegan innihita, halda kostnaði í lágmarki og til að ná hámarksnýtingu heita vatnsins. Þá er einnig kjörið að gæta að þéttleika og einangrunar hurða og glugga. Að sama skapi ætti ekki að opna glugga að óþörfu þegar kalt er í veðri, því þá er hitanum hleypt út.Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu 2014-2018Infogram
Neytendur Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira