Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörum Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. október 2018 07:00 Stelpurnar fengu eldhúsið í Dunkin' Donuts fyrir baksturinn. mynd/ella holt Það sem átti að vera krúttleg hugmynd að fjáröflun fyrir meistarahóp Gróttu í fimleikum hefur heldur betur undið upp á sig. „Mér datt í hug að auðvelda fólki jólaundirbúninginn og selja sörur. Við héldum að við myndum kannski ná að selja nokkur hundruð stykki en nú hafa verið pantaðar rúmlega tíu þúsund sörur,“ segir Ella Holt sem er móðir stúlku í hópnum. Fimleikastelpurnar sem eru á aldrinum 13 til 18 ára eru að safna sér fyrir keppnisferð til Bandaríkjanna í febrúar og svo er stefnan sett á ferð til Möltu næsta sumar. Ella auglýsti á Facebook-síðum íbúa í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi og eins og fyrr greinir voru viðbrögðin gríðarleg. „Við vildum byrja á að auglýsa þetta á Facebook og ætluðum svo í rólegheitum að fara að selja vinum og ættingjum. Við þorum varla að gera það nú til að geta staðið við allar pantanirnar.“ Hún segir þó að allar pantanir verði afgreiddar en enn er tekið á móti pöntunum. Um síðustu helgi gerði hópurinn sér lítið fyrir og bakaði rúmlega fimm þúsund sörur. „Við erum svo heppin að hafa fengið mikla aðstoð. Forstjóri Basko þar sem ég vinn lánaði okkur eldhús Dunkin’ Donuts en þetta er ekkert sem maður framkvæmir í eldhúsinu heima.“ Að auki hafa Mjólkursamsalan, Nathan og Olsen og Freyja styrkt sörubaksturinn. Ella segir að uppskriftin komi frá henni og sé samansafn úr ýmsum uppskriftum sem hún hafi fundið á netinu. Sörurnar eru seldar á 100 krónur stykkið sem Ella segir að sé eðlilegt verð á þessum markaði. „Við ákváðum að taka þetta skrefinu lengra og afhendum sörurnar í gjafaumbúðum. Við eigum enn eftir að pakka inn en þar næsta helgi verður vinnuhelgi. Þetta er æðislegt hópefli bæði fyrir stelpurnar og foreldrana.“ Ella borðar ekki sykur og þar með ekki sörur en segir aðra á heimilinu sennilega verða komna með nóg áður en langt um líður. „Dóttir mín sem er tólf ára segist vona að hún geti enn þá borðað sörur þegar jólin koma.“ Birtist í Fréttablaðinu Seltjarnarnes Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Það sem átti að vera krúttleg hugmynd að fjáröflun fyrir meistarahóp Gróttu í fimleikum hefur heldur betur undið upp á sig. „Mér datt í hug að auðvelda fólki jólaundirbúninginn og selja sörur. Við héldum að við myndum kannski ná að selja nokkur hundruð stykki en nú hafa verið pantaðar rúmlega tíu þúsund sörur,“ segir Ella Holt sem er móðir stúlku í hópnum. Fimleikastelpurnar sem eru á aldrinum 13 til 18 ára eru að safna sér fyrir keppnisferð til Bandaríkjanna í febrúar og svo er stefnan sett á ferð til Möltu næsta sumar. Ella auglýsti á Facebook-síðum íbúa í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi og eins og fyrr greinir voru viðbrögðin gríðarleg. „Við vildum byrja á að auglýsa þetta á Facebook og ætluðum svo í rólegheitum að fara að selja vinum og ættingjum. Við þorum varla að gera það nú til að geta staðið við allar pantanirnar.“ Hún segir þó að allar pantanir verði afgreiddar en enn er tekið á móti pöntunum. Um síðustu helgi gerði hópurinn sér lítið fyrir og bakaði rúmlega fimm þúsund sörur. „Við erum svo heppin að hafa fengið mikla aðstoð. Forstjóri Basko þar sem ég vinn lánaði okkur eldhús Dunkin’ Donuts en þetta er ekkert sem maður framkvæmir í eldhúsinu heima.“ Að auki hafa Mjólkursamsalan, Nathan og Olsen og Freyja styrkt sörubaksturinn. Ella segir að uppskriftin komi frá henni og sé samansafn úr ýmsum uppskriftum sem hún hafi fundið á netinu. Sörurnar eru seldar á 100 krónur stykkið sem Ella segir að sé eðlilegt verð á þessum markaði. „Við ákváðum að taka þetta skrefinu lengra og afhendum sörurnar í gjafaumbúðum. Við eigum enn eftir að pakka inn en þar næsta helgi verður vinnuhelgi. Þetta er æðislegt hópefli bæði fyrir stelpurnar og foreldrana.“ Ella borðar ekki sykur og þar með ekki sörur en segir aðra á heimilinu sennilega verða komna með nóg áður en langt um líður. „Dóttir mín sem er tólf ára segist vona að hún geti enn þá borðað sörur þegar jólin koma.“
Birtist í Fréttablaðinu Seltjarnarnes Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira