Ástandið versnar enn í Jemen og milljónir eru í hættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. október 2018 08:15 Líkurnar á hungursneyð í hafnarborginni Hodeidah í Jemen aukast dag frá degi. Þetta jemenska barn þjáist af vannæringu. vísir/getty „Milljónir örvæntingarfullra barna og fjölskyldna víðs vegar í Jemen gætu senn verið án matar, vatns og hreinlætisvara vegna versnandi efnahagsástands og linnulauss ofbeldis í hafnarborginni Hodeidah,“ sagði Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, í yfirlýsingu í gær. Hún sagði að samspil þessara tveggja þátta yki líkurnar á því að ástand, sem nú þegar er slæmt, versni enn frekar. Að sögn Fore eru vatns- og skólpkerfi borgarinnar að hruni komin vegna ört hækkandi eldsneytisverðs. Það þýðir að stór hluti fyrrnefndra barna og fjölskylda gæti verið í enn meiri hættu. „Ástandið gæti leitt til þess að faraldur brýst út og vannæring eykst.“ Þannig aukast sömuleiðis líkurnar á hungursneyð. „Að okkar mati munu 1,2 milljónir til viðbótar vera í sárri vatnsþörf brátt og líklega mun sú tala hækka á næstu dögum.“ Nú þegar búa 18,5 milljónir Jemena við lítið sem ekkert matvælaöryggi og sú tala fer hækkandi. „Þessar aðstæður, sem eru hrikalegar einar og sér, fara versnandi vegna ástandsins í Hodeidah þar sem átökin ógna lífi barna og flutningi eldsneytis og neyðarbirgða til Jemena. Ef ráðist er á höfnina og hún sködduð eða sett í herkví gætu fjórar milljónir barna til viðbótar þurft að búa við sáran skort.“ Íslandsdeild UNICEF hefur staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir jemensk börn frá því í maí. Að því er kemur fram í tölvupósti frá UNICEF á Íslandi til Fréttablaðsins hafa sextán milljónir safnast. Enn er hægt að senda SMS-ið Jemen í númerið 1900 og gefa þannig 1.900 krónur. Birtist í Fréttablaðinu Jemen Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
„Milljónir örvæntingarfullra barna og fjölskyldna víðs vegar í Jemen gætu senn verið án matar, vatns og hreinlætisvara vegna versnandi efnahagsástands og linnulauss ofbeldis í hafnarborginni Hodeidah,“ sagði Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, í yfirlýsingu í gær. Hún sagði að samspil þessara tveggja þátta yki líkurnar á því að ástand, sem nú þegar er slæmt, versni enn frekar. Að sögn Fore eru vatns- og skólpkerfi borgarinnar að hruni komin vegna ört hækkandi eldsneytisverðs. Það þýðir að stór hluti fyrrnefndra barna og fjölskylda gæti verið í enn meiri hættu. „Ástandið gæti leitt til þess að faraldur brýst út og vannæring eykst.“ Þannig aukast sömuleiðis líkurnar á hungursneyð. „Að okkar mati munu 1,2 milljónir til viðbótar vera í sárri vatnsþörf brátt og líklega mun sú tala hækka á næstu dögum.“ Nú þegar búa 18,5 milljónir Jemena við lítið sem ekkert matvælaöryggi og sú tala fer hækkandi. „Þessar aðstæður, sem eru hrikalegar einar og sér, fara versnandi vegna ástandsins í Hodeidah þar sem átökin ógna lífi barna og flutningi eldsneytis og neyðarbirgða til Jemena. Ef ráðist er á höfnina og hún sködduð eða sett í herkví gætu fjórar milljónir barna til viðbótar þurft að búa við sáran skort.“ Íslandsdeild UNICEF hefur staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir jemensk börn frá því í maí. Að því er kemur fram í tölvupósti frá UNICEF á Íslandi til Fréttablaðsins hafa sextán milljónir safnast. Enn er hægt að senda SMS-ið Jemen í númerið 1900 og gefa þannig 1.900 krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Jemen Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira