Tilraunir til að eima tilveruna Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. október 2018 11:00 Hversdagsleikinn er mér óendanlegur brunnur hugmynda, segir Haraldur. Fréttablaðið/Anton Brink Yfirlitssýning á verkum Haraldar Jónssonar verður opnuð á morgun, laugardaginn 20. október, á Kjarvalsstöðum. Yfirskrift sýningarinnar er Róf en hún spannar 30 ára feril listamannsins. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson. „Ég tók saman eitthvað á annað hundrað verka, skoðaði og valdi úr þeim. Ég ákvað mjög snemma í ferlinu að þetta yrði ekki vörutalning heldur eiming. Við Markús vorum sammála um að ferill minn hafi einmitt einkennst af tilraunum til að eima tilveruna,“ segir Haraldur.Viðvaranir við Flókagötu Sýningin er ekki aðeins inni í Kjarvalsstöðum heldur teygir sig út í nágrennið og sömuleiðis hýsa nokkur hús á Flókagötu verk Haraldar. „Hversdagsleikinn er mér óendanlegur brunnur hugmynda og mér finnst ákaflega gaman að setja verk inn í umhverfið. Nýjasta verkið, sem er einmitt titilverk sýningarinnar, er í húsum á Flókagötu,“ segir Haraldur. „Þetta eru strimlagluggatjöld og við gerð þeirra var ég í góðu samstarfi við gluggatjaldafyrirtæki hér í bænum. Tjöldin eru í þremur litum, gul, appelsínugul og rauð. Viðvörunarstig hjá Almannavörnum komu upp í huga eins vegfaranda núna áðan, sem er vissulega áhugaverð tenging. Þarna er einmitt gul viðvörun, appelsínugul og rauð. Ég valdi hús og glugga við Flókagötu, bankaði síðan upp á hjá fólki sem þar bjó og spurði hvort það væri tilbúið að taka þátt í sýningunni með því að velja lit og setja upp þessi strimlagluggatjöld. Og allir sögðu já.“Séð inn í sal Kjarvalsstaða en salnum er skipt upp eftir þemum. Fréttablaðið/Anton BrinkHið næfurþunna bil Þeir sem fara Flókagötuna ættu ekki að vera í miklum vandræðum með að koma auga á gluggatjöldin, jafn litrík og þau eru. Haraldur er spurður hvernig hugmyndin um þau hafi kviknað. „Það sem fyrst og fremst knúði mig til að gera þetta verk, Róf, er sú staðreynd hvað við lifum á miklum skjátímum. Við lifum og hrærumst í þessu næfurþunna bili, hvort sem um er að ræða snjallsímann eða tölvuskjáinn. Það er alveg magnað. Það sem vakti fyrir mér var að gera áþreifanlega innsetningu sem framkallar þetta rými eða bil. Niðurstaðan var gluggar og strimlagluggatjöld sem fólk opnar eða lokar eftir birtuskilyrðum og almennri líðan. Þannig verður til hæg hreyfimynd eða heimabíó. Hver gluggi er um leið eins og persónulegt flettiskilti. Þetta er fíngert verk og blæbrigðaríkt og jafnframt titilverk sýningarinnar.“Nánasta umhverfi í nýju ljósi Annað verk er á leikvelli í nágrenninu. Þar er um að ræða eldra verk, hljóðverk sem Haraldur gerði á sínum tíma á Tjarnarborg. „Þá fór Myndhöggvarafélagið, sem ég er félagi í, í samstarf við Reykjavíkurborg og vann verk með ýmsum deildum innan borgarinnar. Ég vann með Dagvistun barna og ákvað svo, rétt eins og landkönnuður, að skoða barnið sem fyrirbæri. Sjálfur var ég orðinn faðir og var að uppgötva margt nýtt. Ég talaði við sálfræðing hjá Reykjavíkurborg, horfði á skandinavísk myndbönd um börn og leiki og las svissneskar bækur um mótun barnshugans. Ég setti upp hljóðverk í Tjarnarborg sem var í gangi frá fimm á kvöldin til átta á morgnana. Ég breytti lýsingunni á leikvellinum, og rödd Gylfa Pálssonar, sem las mikið inn á náttúrulífsþætti, heyrðist úr hátalarakerfi lesa texta eftir mig. Hugmyndin kviknaði vegna þess að mér hefur alltaf þótt gaman að fara í grasagarða og dýragarða. Stundum sér maður skilti í grasagarði með upplýsingum um plöntu en þar er engin planta, hún hefur ekki þrifist vegna kulda eða árstíðin er önnur. Svo fer maður í dýragarð og dýrið er sofandi. Þarna var leikvöllur með leiktækjum en engin börn. Þessi tvö verk eru fyrir utan Kjarvalsstaði. Annars vegar er lífið á bak við gluggatjöldin og hins vegar er hljóðverkið á leikvelli í næsta nágrenni. Svo kemur áhorfandinn inn á Kjarvalsstaði og þar taka við hljóðverk, bæði við innganginn, inni á salernunum og í miðrýminu þar sem ég verð með gjörninga. Inni í salnum sjálfum eru verk frá öllum tímabilum ferilsins og einnig nýrri verk. Salnum er lauslega skipt upp eftir þemum: líkaminn, tungumálið og skynjunin. Á ferlinum hef ég unnið töluvert með skynjun og aðferðir okkar við að skoða umhverfið og gert innsetningar sem áhorfandinn gengur inn í. Ég vil hreyfa við honum og vonandi hafa verkin þau áhrif að hann meti stöðu sína upp á nýtt á einhvern hátt og sjái nánasta umhverfi jafnvel í öðru ljósi.“ Sýningin á verkum Haraldar á Kjarvalsstöðum er hluti af því markmiði Listasafns Reykjavíkur að rannsaka og kynna feril starfandi listamanna. Í fyrra var kynntur ferill Önnu Líndal og nú er komið að Haraldi. Listasafnið gefur út veglega bók um listamanninn með myndum af verkum og greinum eftir Sjón, Sigríði Þorgeirsdóttur, sýningarstjórann Markús Þór Andrésson og viðtali sem Kristín Ómarsdóttir tekur við hann, ásamt fleira efni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Yfirlitssýning á verkum Haraldar Jónssonar verður opnuð á morgun, laugardaginn 20. október, á Kjarvalsstöðum. Yfirskrift sýningarinnar er Róf en hún spannar 30 ára feril listamannsins. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson. „Ég tók saman eitthvað á annað hundrað verka, skoðaði og valdi úr þeim. Ég ákvað mjög snemma í ferlinu að þetta yrði ekki vörutalning heldur eiming. Við Markús vorum sammála um að ferill minn hafi einmitt einkennst af tilraunum til að eima tilveruna,“ segir Haraldur.Viðvaranir við Flókagötu Sýningin er ekki aðeins inni í Kjarvalsstöðum heldur teygir sig út í nágrennið og sömuleiðis hýsa nokkur hús á Flókagötu verk Haraldar. „Hversdagsleikinn er mér óendanlegur brunnur hugmynda og mér finnst ákaflega gaman að setja verk inn í umhverfið. Nýjasta verkið, sem er einmitt titilverk sýningarinnar, er í húsum á Flókagötu,“ segir Haraldur. „Þetta eru strimlagluggatjöld og við gerð þeirra var ég í góðu samstarfi við gluggatjaldafyrirtæki hér í bænum. Tjöldin eru í þremur litum, gul, appelsínugul og rauð. Viðvörunarstig hjá Almannavörnum komu upp í huga eins vegfaranda núna áðan, sem er vissulega áhugaverð tenging. Þarna er einmitt gul viðvörun, appelsínugul og rauð. Ég valdi hús og glugga við Flókagötu, bankaði síðan upp á hjá fólki sem þar bjó og spurði hvort það væri tilbúið að taka þátt í sýningunni með því að velja lit og setja upp þessi strimlagluggatjöld. Og allir sögðu já.“Séð inn í sal Kjarvalsstaða en salnum er skipt upp eftir þemum. Fréttablaðið/Anton BrinkHið næfurþunna bil Þeir sem fara Flókagötuna ættu ekki að vera í miklum vandræðum með að koma auga á gluggatjöldin, jafn litrík og þau eru. Haraldur er spurður hvernig hugmyndin um þau hafi kviknað. „Það sem fyrst og fremst knúði mig til að gera þetta verk, Róf, er sú staðreynd hvað við lifum á miklum skjátímum. Við lifum og hrærumst í þessu næfurþunna bili, hvort sem um er að ræða snjallsímann eða tölvuskjáinn. Það er alveg magnað. Það sem vakti fyrir mér var að gera áþreifanlega innsetningu sem framkallar þetta rými eða bil. Niðurstaðan var gluggar og strimlagluggatjöld sem fólk opnar eða lokar eftir birtuskilyrðum og almennri líðan. Þannig verður til hæg hreyfimynd eða heimabíó. Hver gluggi er um leið eins og persónulegt flettiskilti. Þetta er fíngert verk og blæbrigðaríkt og jafnframt titilverk sýningarinnar.“Nánasta umhverfi í nýju ljósi Annað verk er á leikvelli í nágrenninu. Þar er um að ræða eldra verk, hljóðverk sem Haraldur gerði á sínum tíma á Tjarnarborg. „Þá fór Myndhöggvarafélagið, sem ég er félagi í, í samstarf við Reykjavíkurborg og vann verk með ýmsum deildum innan borgarinnar. Ég vann með Dagvistun barna og ákvað svo, rétt eins og landkönnuður, að skoða barnið sem fyrirbæri. Sjálfur var ég orðinn faðir og var að uppgötva margt nýtt. Ég talaði við sálfræðing hjá Reykjavíkurborg, horfði á skandinavísk myndbönd um börn og leiki og las svissneskar bækur um mótun barnshugans. Ég setti upp hljóðverk í Tjarnarborg sem var í gangi frá fimm á kvöldin til átta á morgnana. Ég breytti lýsingunni á leikvellinum, og rödd Gylfa Pálssonar, sem las mikið inn á náttúrulífsþætti, heyrðist úr hátalarakerfi lesa texta eftir mig. Hugmyndin kviknaði vegna þess að mér hefur alltaf þótt gaman að fara í grasagarða og dýragarða. Stundum sér maður skilti í grasagarði með upplýsingum um plöntu en þar er engin planta, hún hefur ekki þrifist vegna kulda eða árstíðin er önnur. Svo fer maður í dýragarð og dýrið er sofandi. Þarna var leikvöllur með leiktækjum en engin börn. Þessi tvö verk eru fyrir utan Kjarvalsstaði. Annars vegar er lífið á bak við gluggatjöldin og hins vegar er hljóðverkið á leikvelli í næsta nágrenni. Svo kemur áhorfandinn inn á Kjarvalsstaði og þar taka við hljóðverk, bæði við innganginn, inni á salernunum og í miðrýminu þar sem ég verð með gjörninga. Inni í salnum sjálfum eru verk frá öllum tímabilum ferilsins og einnig nýrri verk. Salnum er lauslega skipt upp eftir þemum: líkaminn, tungumálið og skynjunin. Á ferlinum hef ég unnið töluvert með skynjun og aðferðir okkar við að skoða umhverfið og gert innsetningar sem áhorfandinn gengur inn í. Ég vil hreyfa við honum og vonandi hafa verkin þau áhrif að hann meti stöðu sína upp á nýtt á einhvern hátt og sjái nánasta umhverfi jafnvel í öðru ljósi.“ Sýningin á verkum Haraldar á Kjarvalsstöðum er hluti af því markmiði Listasafns Reykjavíkur að rannsaka og kynna feril starfandi listamanna. Í fyrra var kynntur ferill Önnu Líndal og nú er komið að Haraldi. Listasafnið gefur út veglega bók um listamanninn með myndum af verkum og greinum eftir Sjón, Sigríði Þorgeirsdóttur, sýningarstjórann Markús Þór Andrésson og viðtali sem Kristín Ómarsdóttir tekur við hann, ásamt fleira efni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira