Þessar tíu viðskiptahugmyndir keppa til úrslita í Gullegginu Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. október 2018 12:00 Hér ber að líta fulltrúa fimm hugmynda sem keppa munu til úrslita í Gullegginu í nóvemberbyrjun. Vísir/Gulleggið Endurvinnsla á kaffikorg, kartöflubjór og ferðamannasamfélagsvefur eru meðal þeirra 10 hugmynda sem keppa munu til úrslita í frumkvöðlakeppninni Gullegginu, sem Icelandic Startups blæs til árlega. Keppninni bárust rúmlega 130 margvíslegar viðskiptahugmyndir og hafa þátttakendur Gulleggsins unnið að því síðustu mánuði að þróa markvissar og raunhæfar áætlanir úr hugmyndum sínum. Að þeirri vinnu lokinni bárust aðstandendum Gulleggsins um 40 viðskiptaáætlanir. Áætlanirnar voru vegnar og metnar af fjölmennum rýnihópi fagaðila sem veittu þeim einkunn. Tíu stigahæstu hugmyndirnar, sem keppa munu til úrslita á lokadegi Gulleggsins þann 3. nóvember næstkomandi, eru eftirfarandi:Álfur ætlar sér að brugga bjór úr því sem fellur til við framleiðslu kartöfluvara.Gulleggið9am Iceland 9amIceland er að þróa hugbúnaðarlausn sem mun hjálpa fólki á leið um landið að nálgast samþættar upplýsingar um norðurljós, veður, færð og áhugaverða staði með því að birta gögn frá viðurkenndum stofnunum á einföldu, sérsníðanlegu og gagnvirku korti. Álfur Beer Álfur bruggar bjór úr kartöfluskræli og afskorningum sem verða til afgangs í framleiðslu kartöfluvara og fara annars til spillis. Úr verður léttur og auðdrekkanlegur bjór úr úrvals íslensku hráefni sem minnkar sóun matvæla. Ekki banka: Trygginga- og lánagátt Ekki banka hjálpar neytendum að leita bestu kjara á lána- og tryggingamarkaði.Aðstandendur Flowvr vilja bjóða upp á framúrstefnulega hugleiðslu.GulleggiðByggingasamvinnufélag SUBL Markmiðið er að fá reiti sem liggja miðsvæðis og vel við almennningssamgöngum á höfuðborgar-svæðinu og byggja þar þétta, lágvaxna og vistvæna byggð þar sem aðrir samgöngumátar en bíllinn hafa forgang.Eirium Eirium þróar dreifðan hugbúnað sem eykur gegnsæi, traust og nýtni í því fjármagni sem lagt er til hjálparstarfs, neyðar- og þróunaraðstoðar um allan heim.Flowvr Flowvr býður uppá áhrifaríka hugleiðslu í alltumlykjandi sýndarveruleika. Värk-verjar vilja virkja kaffikorg.GulleggiðGreiði Greiði er app og markaður fyrir öll möguleg verk sem finnast í samfélagi okkar. Þar geta verkkaupar auðveldlega leitað að fjölbreyttri þjónustu, fundið verktaka í málið, borið saman verð og pantað þjónustu á skilvirkan máta. Vantar þig einhvern til að slá grasið þitt? Passa hundinn í fríinu? Laga pípulagnirnar? Frönskukennslu? Aðstoð við að flytja? Greiðinn getur hjálpað þér við þetta og margt annað.Koride Koride er samfélagsvefur sem tengir saman ferðamenn og auðveldar þeim að kynnast, skipuleggja ferðir saman og deila kostnaði af þeim.TAPP TAPP er hugbúnaður hannaður fyrir kvikmyndagerðarfólk og aðra verktaka. TAPP mun halda utan um verkefni, unna tíma og útlagðan kostnað og rukka fyrir þá vinnu með útsendingu reikninga og innheimtu í gegnum kerfið. Fyrirtæki geta einnig nýtt sér TAPP til að fylgjast með tímaskráningu starfsmanna sinna í rauntíma og borið þá saman við fjárhagsáætlun hvers verkefnis fyrir sig.VÄRK Vara sem gerir fólki kleift að endurvinna kaffikorg til þess að rækta ostrusveppi heima hjá sér.Greiði vill auðvelda fólki að ganga í hin ýmsu verk.GulleggiðSem fyrr segir munu hóparnir kynna hugmyndir sínar fyrir dómnefnd á lokadegi Gulleggsins 3. nóvember næstkomandi. Síðar þann dag kemur í ljós hvaða hugmynd hlýtur Gulleggið í ár og eina milljón króna í verðlaun. Keppnin er nú haldin í tólfta sinn en Gullegið hefur alið af sér fjöldan allan af sprotafyrirtækjum sem mörg eru orðin að stórum fyrirtækjum. Sem dæmi um fyrri þátttakendur má nefna Meniga, Karolina Fund, Clara, eTactica, Controlant, Nude Magazine, Róró Lulla doll, Pink Iceland, Videntifier og Cooori. Sigurvegarar Gulleggsins í fyrra voru Atmonia, fyrirtæki sem þróar byltingarkennt ferli til umhverfisvænnar áburðarframleiðslu á smáskala.Koride vill tengja ferðamenn betur saman.Gulleggið Hjálparstarf Nýsköpun Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Endurvinnsla á kaffikorg, kartöflubjór og ferðamannasamfélagsvefur eru meðal þeirra 10 hugmynda sem keppa munu til úrslita í frumkvöðlakeppninni Gullegginu, sem Icelandic Startups blæs til árlega. Keppninni bárust rúmlega 130 margvíslegar viðskiptahugmyndir og hafa þátttakendur Gulleggsins unnið að því síðustu mánuði að þróa markvissar og raunhæfar áætlanir úr hugmyndum sínum. Að þeirri vinnu lokinni bárust aðstandendum Gulleggsins um 40 viðskiptaáætlanir. Áætlanirnar voru vegnar og metnar af fjölmennum rýnihópi fagaðila sem veittu þeim einkunn. Tíu stigahæstu hugmyndirnar, sem keppa munu til úrslita á lokadegi Gulleggsins þann 3. nóvember næstkomandi, eru eftirfarandi:Álfur ætlar sér að brugga bjór úr því sem fellur til við framleiðslu kartöfluvara.Gulleggið9am Iceland 9amIceland er að þróa hugbúnaðarlausn sem mun hjálpa fólki á leið um landið að nálgast samþættar upplýsingar um norðurljós, veður, færð og áhugaverða staði með því að birta gögn frá viðurkenndum stofnunum á einföldu, sérsníðanlegu og gagnvirku korti. Álfur Beer Álfur bruggar bjór úr kartöfluskræli og afskorningum sem verða til afgangs í framleiðslu kartöfluvara og fara annars til spillis. Úr verður léttur og auðdrekkanlegur bjór úr úrvals íslensku hráefni sem minnkar sóun matvæla. Ekki banka: Trygginga- og lánagátt Ekki banka hjálpar neytendum að leita bestu kjara á lána- og tryggingamarkaði.Aðstandendur Flowvr vilja bjóða upp á framúrstefnulega hugleiðslu.GulleggiðByggingasamvinnufélag SUBL Markmiðið er að fá reiti sem liggja miðsvæðis og vel við almennningssamgöngum á höfuðborgar-svæðinu og byggja þar þétta, lágvaxna og vistvæna byggð þar sem aðrir samgöngumátar en bíllinn hafa forgang.Eirium Eirium þróar dreifðan hugbúnað sem eykur gegnsæi, traust og nýtni í því fjármagni sem lagt er til hjálparstarfs, neyðar- og þróunaraðstoðar um allan heim.Flowvr Flowvr býður uppá áhrifaríka hugleiðslu í alltumlykjandi sýndarveruleika. Värk-verjar vilja virkja kaffikorg.GulleggiðGreiði Greiði er app og markaður fyrir öll möguleg verk sem finnast í samfélagi okkar. Þar geta verkkaupar auðveldlega leitað að fjölbreyttri þjónustu, fundið verktaka í málið, borið saman verð og pantað þjónustu á skilvirkan máta. Vantar þig einhvern til að slá grasið þitt? Passa hundinn í fríinu? Laga pípulagnirnar? Frönskukennslu? Aðstoð við að flytja? Greiðinn getur hjálpað þér við þetta og margt annað.Koride Koride er samfélagsvefur sem tengir saman ferðamenn og auðveldar þeim að kynnast, skipuleggja ferðir saman og deila kostnaði af þeim.TAPP TAPP er hugbúnaður hannaður fyrir kvikmyndagerðarfólk og aðra verktaka. TAPP mun halda utan um verkefni, unna tíma og útlagðan kostnað og rukka fyrir þá vinnu með útsendingu reikninga og innheimtu í gegnum kerfið. Fyrirtæki geta einnig nýtt sér TAPP til að fylgjast með tímaskráningu starfsmanna sinna í rauntíma og borið þá saman við fjárhagsáætlun hvers verkefnis fyrir sig.VÄRK Vara sem gerir fólki kleift að endurvinna kaffikorg til þess að rækta ostrusveppi heima hjá sér.Greiði vill auðvelda fólki að ganga í hin ýmsu verk.GulleggiðSem fyrr segir munu hóparnir kynna hugmyndir sínar fyrir dómnefnd á lokadegi Gulleggsins 3. nóvember næstkomandi. Síðar þann dag kemur í ljós hvaða hugmynd hlýtur Gulleggið í ár og eina milljón króna í verðlaun. Keppnin er nú haldin í tólfta sinn en Gullegið hefur alið af sér fjöldan allan af sprotafyrirtækjum sem mörg eru orðin að stórum fyrirtækjum. Sem dæmi um fyrri þátttakendur má nefna Meniga, Karolina Fund, Clara, eTactica, Controlant, Nude Magazine, Róró Lulla doll, Pink Iceland, Videntifier og Cooori. Sigurvegarar Gulleggsins í fyrra voru Atmonia, fyrirtæki sem þróar byltingarkennt ferli til umhverfisvænnar áburðarframleiðslu á smáskala.Koride vill tengja ferðamenn betur saman.Gulleggið
Hjálparstarf Nýsköpun Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira