Sport

Hættir í rúgbí og vill komast í NFL-deildina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Christian Wade í leik með Wasps en hann er nú hættur hjá félaginu.
Christian Wade í leik með Wasps en hann er nú hættur hjá félaginu. vísir/getty
Enski landsliðsmaðurinn í rúgbí, Christian Wade, hefur ákveðið að hætta í íþróttinni þar sem hann á sér draum um að spila í NFL-deildinni í Bandaríkjunum.

Wade er sagður hafa gengið með þennan draum í maganum nokkuð lengi. Hann æfði með bandarískum þjálfara síðasta sumar en sá sérhæfir sig í fótavinnu leikmanna í NFL-deildinni. Nú er bara spurning hvaða félag vill gefa Wade tækifæri?

Hann er þriðji enski leikmaðurinn sem tekur þetta skref. Alex Gray fór til Atlanta Falcons í fyrra og Christian Scott-Williamson samdi við Pittsburgh Steelers fyrir tímabilið.

Ástralinn Jarryd Hayne fór líka þessa leið er hann samdi við San Francisco 49ers. Hann snéri aftur heim eftir misheppnaða dvöl vestra en rúgbíleikmaður á enn eftir að slá almennilega í gegn í NFL-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×