Páll Winkel segir enga þrælasölu stundaða á Kvíabryggju Jakob Bjarnar skrifar 19. október 2018 14:31 Páll Winkel segir fangelsismálastofnun ekki græða á að halda úti vinnu fyrir fanga. Arðsemin er engin og hagkvæmasta leiðin væri að bjóða alls ekki upp á vinnu. Vísir/Anton Brink Páll Winkel fangelsismálastjóri hafnar því alfarið, spurður, að hann sé að reka þrælasölu og undirboð á vinnumarkaði. „Nei ég er ekki að því. Fangelsismálastofnun ber að útvega föngum vinnu. Greitt er fyrir þá vinnu samkvæmt gjaldskrá sem er gefin út af ráðherra. Vinnan er að mestu leyti innan fangelsa en stundum fáum við verkefni utan fangelsa. Er þar helst um að ræða vinnu sem erfitt hefur verið að manna. Við erum meðvituð um að taka ekki vinnu af iðnaðarmönnum á svæðinu,“ segir Páll í samtali við Vísi.Verið að fara yfir málið innan vébanda fangelsismálastofnunarASÍ sendi frá sér í morgun yfirlýsingu þar sem því er lýst að fangar á Kvíabryggju vinni störf utan fangelsisins og þar sé um að ræða bæði undirboð á vinnumarkaði, sem eru lögum samkvæmt bönnuð auk þess sem brotin eru réttindi á föngum svo sem eru þeir ótryggðir og njóta ekki lífeyrisréttinda vegna vinnu sinnar. Í tilkynningu ASÍ kemur fram að útseld vinna leggi sig á 800 krónur á tímann en þar af fái fangarnir helming.Eru þetta þá ýkjur einar hjá ASÍ?„Yfirlýsing ASÍ er ekki vitleysa og mögulegt er að mitt fólk hafi samþykkt verkefni sem iðnaðarmenn hafa hugsanlega fengist til að vinna á einhverjum tímapunkti. Við munum tryggja að það gerist ekki aftur, hafi svo verið,“ segir Páll. Hann bætir því við að ekki sé mikið um slíka vinnu.Frá Kvíabryggju. Fangelsismálastjóri segir engan þar neyddan til að vinna og reyndar gangi þeir þar í vinnu sem engan veginn gengur að manna.visir/pjetur„Og sem stendur erum við ekki með nein slík verkefni. Ég mun fara ítarlega yfir með mínum fólki að taka ekki vinnu sem aðrir sækjast eftir. Við höfum tekið þátt í ýmsum verkefnum. Í dæmaskyni má nefna björgun uppskeru fyrir næturfrost og annað í þeim dúr. Þá er verið að bjarga verðmætum og erfitt hefur reynst að fá mannskap með litlum fyrirvara.“Enginn þvingaður í vinnuEn, hvernig kemst ASÍ þá að þeirri niðurstöðu að um lögbrot sé að ræða ef þetta er samkvæmt gjaldskrá sem Sigríður A Andersen dómsmálaráðherra gefur út?„Það er rétt að þeir skýri það.“ Páll segir engan fanga þvingaðan til vinnu og þeir geti fengið dagpeninga án vinnuframlags vilji þeir eða geti þeir ekki unnið. „Þá er mikilvægt að taka eitt atriði skýrt fram en Fangelsismálastofnun græðir ekki á að halda úti vinnu fyrir fanga. Arðsemin er engin og hagkvæmasta leiðin væri að bjóða alls ekki upp á vinnu en þá værum við jafnframt að varpa fyrir róða mikilvægum þætti í betrun fanga.“ Fangelsismál Kjaramál Tengdar fréttir Fangar fá 400 krónur á tímann Betrunarvinna felur í sér félagsleg undirboð og er klárt lagabrot, segir í tilkynningu frá ASÍ. 19. október 2018 10:34 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri hafnar því alfarið, spurður, að hann sé að reka þrælasölu og undirboð á vinnumarkaði. „Nei ég er ekki að því. Fangelsismálastofnun ber að útvega föngum vinnu. Greitt er fyrir þá vinnu samkvæmt gjaldskrá sem er gefin út af ráðherra. Vinnan er að mestu leyti innan fangelsa en stundum fáum við verkefni utan fangelsa. Er þar helst um að ræða vinnu sem erfitt hefur verið að manna. Við erum meðvituð um að taka ekki vinnu af iðnaðarmönnum á svæðinu,“ segir Páll í samtali við Vísi.Verið að fara yfir málið innan vébanda fangelsismálastofnunarASÍ sendi frá sér í morgun yfirlýsingu þar sem því er lýst að fangar á Kvíabryggju vinni störf utan fangelsisins og þar sé um að ræða bæði undirboð á vinnumarkaði, sem eru lögum samkvæmt bönnuð auk þess sem brotin eru réttindi á föngum svo sem eru þeir ótryggðir og njóta ekki lífeyrisréttinda vegna vinnu sinnar. Í tilkynningu ASÍ kemur fram að útseld vinna leggi sig á 800 krónur á tímann en þar af fái fangarnir helming.Eru þetta þá ýkjur einar hjá ASÍ?„Yfirlýsing ASÍ er ekki vitleysa og mögulegt er að mitt fólk hafi samþykkt verkefni sem iðnaðarmenn hafa hugsanlega fengist til að vinna á einhverjum tímapunkti. Við munum tryggja að það gerist ekki aftur, hafi svo verið,“ segir Páll. Hann bætir því við að ekki sé mikið um slíka vinnu.Frá Kvíabryggju. Fangelsismálastjóri segir engan þar neyddan til að vinna og reyndar gangi þeir þar í vinnu sem engan veginn gengur að manna.visir/pjetur„Og sem stendur erum við ekki með nein slík verkefni. Ég mun fara ítarlega yfir með mínum fólki að taka ekki vinnu sem aðrir sækjast eftir. Við höfum tekið þátt í ýmsum verkefnum. Í dæmaskyni má nefna björgun uppskeru fyrir næturfrost og annað í þeim dúr. Þá er verið að bjarga verðmætum og erfitt hefur reynst að fá mannskap með litlum fyrirvara.“Enginn þvingaður í vinnuEn, hvernig kemst ASÍ þá að þeirri niðurstöðu að um lögbrot sé að ræða ef þetta er samkvæmt gjaldskrá sem Sigríður A Andersen dómsmálaráðherra gefur út?„Það er rétt að þeir skýri það.“ Páll segir engan fanga þvingaðan til vinnu og þeir geti fengið dagpeninga án vinnuframlags vilji þeir eða geti þeir ekki unnið. „Þá er mikilvægt að taka eitt atriði skýrt fram en Fangelsismálastofnun græðir ekki á að halda úti vinnu fyrir fanga. Arðsemin er engin og hagkvæmasta leiðin væri að bjóða alls ekki upp á vinnu en þá værum við jafnframt að varpa fyrir róða mikilvægum þætti í betrun fanga.“
Fangelsismál Kjaramál Tengdar fréttir Fangar fá 400 krónur á tímann Betrunarvinna felur í sér félagsleg undirboð og er klárt lagabrot, segir í tilkynningu frá ASÍ. 19. október 2018 10:34 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Fangar fá 400 krónur á tímann Betrunarvinna felur í sér félagsleg undirboð og er klárt lagabrot, segir í tilkynningu frá ASÍ. 19. október 2018 10:34