Ómögulegt að segja til um bótafjárhæð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2018 06:00 Aðstandendur Tryggva Rúnars Leifssonar í Hæstarétti síðastliðinn fimmtudag þegar dómur gekk í endurupptöku málanna. fréttablaðið/eyþór Ómögulegt er að sjá fyrir upphæð mögulegra bóta til sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Málin séu með öllu fordæmalaus. Þetta segir dósent í réttarfari við Háskóla Íslands. Síðastliðinn fimmtudag sýknaði Hæstiréttur Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson, Tryggva Rúnar Leifsson og Guðjón Skarphéðinsson af ákærum er vörðuðu hvörf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1974. Samanlagt voru mennirnir rúm sextán ár í gæsluvarðhaldi. Degi síðar sendi forsætisráðherra frá sér yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þar sem sakborningar og aðstandendur þeirra voru beðnir afsökunar á því ranglæti sem þeir hafa mátt þola. Samtímis var sagt frá því að skipaður yrði starfshópur, með fulltrúum forsætisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins, sem fengi það verkefni að leiða sáttaviðræður við aðila málanna og aðstandendur þeirra vegna miska og tjóns sem þau hafa hlotið af þeim. Í lögum um meðferð sakamála er að finna heimild til að greiða ákærðum bætur hafi hann verið sýknaður með endanlegum dómi eða mál hans fellt niður. Þá er þar heimild til að greiða bætur vegna þeirra rannsóknaraðgerða sem hann hefur mátt þola. Að endingu er þar heimild til að greiða bætur hafi „saklaus maður [hlotið] dóm í sakamáli“ og þolað refsingu. Dæmdar bætur á grundvelli greinarinnar eru yfirleitt ekki háar. „Þetta eru náttúrulega mál sem eru afar sérstaks eðlis og algjörlega fordæmalaus. Mér þykir sennilegt að einhvers konar sanngirnisbætur, líkt og í tilfelli vist- og meðferðarheimilanna, þó um nokkuð eðlisólík mál sé að ræða, verði greiddar,“ segir Kristín Benediktsdóttir, dósent í réttarfari við Háskóla Íslands. Aðspurð segir Kristín ómögulegt að gera sér mögulega bótafjárhæð í hugarlund þar sem ekkert sambærilegt mál fyrirfinnist í íslenskri réttarsögu sem hægt sé að miða við. Yrði sú leið farin þyrfti að setja sérstök lög um efnið þar sem núgildandi lög um sanngirnisbætur ná aðeins til stofnana sem valdsvið vistheimilanefndar nær til. Hámark bóta samkvæmt þeim lögum er nú 7,2 milljónir króna til hvers og eins. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Verjendur segja að sýkna ætti Erlu, Kristján og Sævar af röngum sakargiftum. Bæturnar þurfi að vera háar til að teljast sanngjarnar. Ríkisstjórnin hefur beðið þolendur málsins afsökunar. 29. september 2018 09:30 Segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sig afsökunar Var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna sökum anna. 28. september 2018 14:03 Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Ómögulegt er að sjá fyrir upphæð mögulegra bóta til sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Málin séu með öllu fordæmalaus. Þetta segir dósent í réttarfari við Háskóla Íslands. Síðastliðinn fimmtudag sýknaði Hæstiréttur Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson, Tryggva Rúnar Leifsson og Guðjón Skarphéðinsson af ákærum er vörðuðu hvörf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1974. Samanlagt voru mennirnir rúm sextán ár í gæsluvarðhaldi. Degi síðar sendi forsætisráðherra frá sér yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þar sem sakborningar og aðstandendur þeirra voru beðnir afsökunar á því ranglæti sem þeir hafa mátt þola. Samtímis var sagt frá því að skipaður yrði starfshópur, með fulltrúum forsætisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins, sem fengi það verkefni að leiða sáttaviðræður við aðila málanna og aðstandendur þeirra vegna miska og tjóns sem þau hafa hlotið af þeim. Í lögum um meðferð sakamála er að finna heimild til að greiða ákærðum bætur hafi hann verið sýknaður með endanlegum dómi eða mál hans fellt niður. Þá er þar heimild til að greiða bætur vegna þeirra rannsóknaraðgerða sem hann hefur mátt þola. Að endingu er þar heimild til að greiða bætur hafi „saklaus maður [hlotið] dóm í sakamáli“ og þolað refsingu. Dæmdar bætur á grundvelli greinarinnar eru yfirleitt ekki háar. „Þetta eru náttúrulega mál sem eru afar sérstaks eðlis og algjörlega fordæmalaus. Mér þykir sennilegt að einhvers konar sanngirnisbætur, líkt og í tilfelli vist- og meðferðarheimilanna, þó um nokkuð eðlisólík mál sé að ræða, verði greiddar,“ segir Kristín Benediktsdóttir, dósent í réttarfari við Háskóla Íslands. Aðspurð segir Kristín ómögulegt að gera sér mögulega bótafjárhæð í hugarlund þar sem ekkert sambærilegt mál fyrirfinnist í íslenskri réttarsögu sem hægt sé að miða við. Yrði sú leið farin þyrfti að setja sérstök lög um efnið þar sem núgildandi lög um sanngirnisbætur ná aðeins til stofnana sem valdsvið vistheimilanefndar nær til. Hámark bóta samkvæmt þeim lögum er nú 7,2 milljónir króna til hvers og eins.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Verjendur segja að sýkna ætti Erlu, Kristján og Sævar af röngum sakargiftum. Bæturnar þurfi að vera háar til að teljast sanngjarnar. Ríkisstjórnin hefur beðið þolendur málsins afsökunar. 29. september 2018 09:30 Segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sig afsökunar Var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna sökum anna. 28. september 2018 14:03 Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Verjendur segja að sýkna ætti Erlu, Kristján og Sævar af röngum sakargiftum. Bæturnar þurfi að vera háar til að teljast sanngjarnar. Ríkisstjórnin hefur beðið þolendur málsins afsökunar. 29. september 2018 09:30
Segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sig afsökunar Var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna sökum anna. 28. september 2018 14:03
Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10