Goðsögn fagnaði frábæru marki með því að fá sér bjórsopa í miðjum leik | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. október 2018 10:30 Kennedy Bakircioglu hefur spilað með Birki Má Sævarssyni, Ögmundi Kristinssyni, Arnóri Smárasyni og fleirum. vísir/getty Kennedy Bakircioglu er ekki bara goðsögn í lifandi lífi hjá Football Manager-spilurum heldur er hann dýrkaður og dáður hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. Ástin á milli hans og stuðningsmannanna minnkaði svo ekkert í gærkvöldi þegar að hann fagnaði marki með því að fá sér bjórsopa. Kennedy, sem er orðinn 37 ára gamall, hefur fengið minna að spila en áður hjá Stokkhólmsliðinu en hann er áfram í Guðatölu hjá stuðningsmönnunum. Þegar að hann byrjaði að gera sig kláran fyrir innkomu af bekknum fóru þeir að syngja nafn hans og miðjumaðurinn kom svo inn á þremur mínútum síðar. Hann var aðeins búinn að vera inn á vellinum í sex mínútur þegar að Hammarby fékk aukaspyrnu af tæplega 30 metra færi. Kennedy gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr spyrnunni algjörlega geggjað mark sem að má sjá hér. Síðasta markið í 3-0 sigri.Så kan man också fira en riktig frisparkskanon! pic.twitter.com/E11VYzQ155 — Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 1, 2018 Aldni höfðinginn tók á rás að stúkunni til að fagna með stuðningsmönnum Hammarby sem eru á meðal þeirra bestu í Evrópu en einn gleymdi sér í gleðinni og kastaði bjórflösku úr plasti að leikmanninum. Kennedy gerði sér lítið fyrir og greip flöskuna í miðjum fagnaðarlátunum og það á ferð. Hann gerði svo enn betur og kláraði síðasta sopann áður en hann var svo faðmaður í ræmur úti við hornfánann af samherjum og stuðningsmönnum. „Þetta var alveg bilað. Það var einhver sem henti að mér bjór þannig ég varð bara að klára hann. Þetta var mjög gaman og hlutirnir verða ekki meira Hammarby en þetta,“ sagði kampakátur Kennedy Bakircioglu eftir leikinn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Sjá meira
Kennedy Bakircioglu er ekki bara goðsögn í lifandi lífi hjá Football Manager-spilurum heldur er hann dýrkaður og dáður hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. Ástin á milli hans og stuðningsmannanna minnkaði svo ekkert í gærkvöldi þegar að hann fagnaði marki með því að fá sér bjórsopa. Kennedy, sem er orðinn 37 ára gamall, hefur fengið minna að spila en áður hjá Stokkhólmsliðinu en hann er áfram í Guðatölu hjá stuðningsmönnunum. Þegar að hann byrjaði að gera sig kláran fyrir innkomu af bekknum fóru þeir að syngja nafn hans og miðjumaðurinn kom svo inn á þremur mínútum síðar. Hann var aðeins búinn að vera inn á vellinum í sex mínútur þegar að Hammarby fékk aukaspyrnu af tæplega 30 metra færi. Kennedy gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr spyrnunni algjörlega geggjað mark sem að má sjá hér. Síðasta markið í 3-0 sigri.Så kan man också fira en riktig frisparkskanon! pic.twitter.com/E11VYzQ155 — Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 1, 2018 Aldni höfðinginn tók á rás að stúkunni til að fagna með stuðningsmönnum Hammarby sem eru á meðal þeirra bestu í Evrópu en einn gleymdi sér í gleðinni og kastaði bjórflösku úr plasti að leikmanninum. Kennedy gerði sér lítið fyrir og greip flöskuna í miðjum fagnaðarlátunum og það á ferð. Hann gerði svo enn betur og kláraði síðasta sopann áður en hann var svo faðmaður í ræmur úti við hornfánann af samherjum og stuðningsmönnum. „Þetta var alveg bilað. Það var einhver sem henti að mér bjór þannig ég varð bara að klára hann. Þetta var mjög gaman og hlutirnir verða ekki meira Hammarby en þetta,“ sagði kampakátur Kennedy Bakircioglu eftir leikinn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Sjá meira