Körfubolti

Stjörnunni og Keflavík spáð meistaratitlum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hlynur Bæringsson og félagar í Stjörnunni eru taldir líklegir til afreka í vetur.
Hlynur Bæringsson og félagar í Stjörnunni eru taldir líklegir til afreka í vetur. vísir/bára
Samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna þá verða Stjarnan og Keflavík deildarmeistarar í körfubolta í vetur.

Stjarnan og Tindastóll voru langefst í spaínni fyrir Dominos-deild karla. Íslandsmeistarar síðustu fimm ára, KR, varð að sætta sig við fjórða sætið í spánni en miklar breytingar hafa orðið á meistaraliðinu.

Samkvæmt spánni í kvennaflokki stendur baráttan á milli Keflavíkur og Vals. Aðeins munaði þremur stigum á liðunum í spánni.

Hér að neðan má sjá spána í öllum deildum sem var kynnt nú í hádeginu.

Dominos-deild karla:

1. Stjarnan  394 stig

2. Tindastóll  382

3. Njarðvík  326

4. KR  323

5. Keflavík  315

6. Grindavík  263

7. ÍR  209

8. Haukar  142

9. Valur  138

10. Þór Þ.  133

11. Skallagrímur  129

12. Breiðablik  54

 

Mest hægt að fá 432 stig en minnst hægt að fá 36 stig.

Dominos-deild kvenna:

1. Keflavík  161 stig

2. Valur  158

3. Snæfell  132

4. Stjarnan  130

5. Skallagrímur 98

6. Haukar  93

7. Breiðablik  55

8. KR  39

Mest var hægt að fá 192 stig en minnst var hægt að fá 24 stig.

1. deild karla:

1. Höttur  155 stig

2. Fjölnir  148

3. Þór Ak.  145

4. Hamar  120

5. Vestri  116

6. Snæfell  75

7. Selfoss  71

8. Sindri  34

 

Mest var hægt að fá 192 stig en minnst var hægt að fá 24 stig.

1. deild kvenna:

1. Fjölnir  134 stig

2. Grindavík  117

3. Þór AK  81

4. Njarðvík  74

5. Tindastóll  72

6. ÍR  55

7. Hamar  53

 

Mest var hægt að fá 147 stig en minnst var hægt að fá 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×