Loftslag, land og mannauður – skorað á umhverfisráðherra Ólafur Arnalds skrifar 3. október 2018 07:00 Loftslagsbreytingar eru alvarlegasta umhverfisvá samtímans ásamt hnignun auðlinda jarðar. Talið er að um fjórðungur losunar gróðurhúsalofttegunda tengist nýtingu landsins og hnignun vistkerfa. Á fáum svæðum jarðar finnast vistkerfi í jafn slæmu ástandi og á Íslandi. Endurheimt vistkerfa er því meðal mikilvægustu aðgerða á sviði loftslagsmála sem hægt er að að grípa til hérlendis, svo sem landgræðsla og hvers kyns vistheimt, skógrækt og endurheimt votlendis. Endurheimtin bætir jafnframt lífsviðurværi og tengist flestum af umhverfismarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Mikilvægt er að aðgerðir í þágu loftslagsmála byggi á faglegri þekkingu. Mesta innspýtingin til eflingar mannauðs á sviði gróðurverndar, landgræðslu og landnýtingar kom í kjölfar „Þjóðargjafarinnar“ svokölluðu árið 1974, en stór hluti best menntaða fólksins á þessum sviðum þróaði sína fagþekkingu í erlendum háskólum í kjölfar hennar. Þessi mannauður er einmitt eitt það verðmætasta sem „Þjóðargjöfin“ gat af sér þegar litið er til lengri tíma. Nú grisjast óðum sá hópur sökum aldurs. Annað mikilvægt skref til eflingar mannauðs var tekið þegar ríkisstjórnin hóf átaksverkefni til að binda kolefni með landgræðslu og skógrækt fyrir síðustu aldamót, en þá var hluti fjárins helgaður rannsóknum. Sú ákvörðun kostaði þó fortölur og mikil átök, enda skyldi fjármagninu vera varið í framkvæmdir, en „ekkert kjaftæði“ eins og einn þingmaðurinn orðaði það á sínum tíma. En skynsemin náði yfirhöndinni, rannsóknir á kolefnisbindingu í jarðvegi voru hafnar, sem skilaði heldur betur sínu – án þeirra rannsókna sem þá hófust væri landgræðsla t.d. ekki viðurkennd bindingarleið til að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda. Úr varð rannsóknahópur og þekking sem gat fóstrað núverandi starf á þessu sviði. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja umtalsverða fjármuni til að binda kolefni í vistkerfum og til að endurheimta auð þeirra um leið, m.a. með landgræðslu og vistheimt, endurheimt votlendis og skógrækt, samkvæmt metnaðarfullri „Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030“. Þetta er afar mikilvæg, nauðsynleg og ánægjuleg þróun. En það er jafnframt grundvallaratriði að byggja upp mannauð á sama tíma, innviði til rannsókna og þekkingu á þeim ferlum sem liggja að baki. Framkvæmdagleðin er okkur eðlislæg en hún getur borið okkur ofurliði. „Bókhald“ um bindinguna og vöktun nægir ekki til langframa, bókhaldið verður að standast stranga rýni erlendra vísindamanna og endurskoðun á alþjóðavettvangi. Þá þarf að gæta þess að framkvæmdir, eftirlit, bókhald og grunnrannsóknir séu ekki allar á sömu hendi, það væri beinlínis slæm stjórnsýsla. Trauðla verður séð af þeim tillögum sem nú liggja fyrir að vel sé hugað að rannsóknum utan vöktunarverkefna. Samt er það einmitt öflugt rannsóknastarf sem rennir stoðum undir árangurinn og getur um leið skapað alveg ný tækifæri á sviði kolefnisbindingar og vistheimtar, eins og þær leiðir sem nú eru opnar eru dæmi um. Þær byggja á vísindarannsóknum sem spruttu upp úr verkefnum sem þessum. Skortur á grunnrannsóknum og mannauði í tengslum við þetta átak yrði afskaplega sorgleg niðurstaða. Því skora ég á umhverfisráðherra að huga vel að mannauði og þekkingu við útfærslu á framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Það gæti hæglega orðið verðmætasta fjárfestingin þegar litið er til lengri tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar eru alvarlegasta umhverfisvá samtímans ásamt hnignun auðlinda jarðar. Talið er að um fjórðungur losunar gróðurhúsalofttegunda tengist nýtingu landsins og hnignun vistkerfa. Á fáum svæðum jarðar finnast vistkerfi í jafn slæmu ástandi og á Íslandi. Endurheimt vistkerfa er því meðal mikilvægustu aðgerða á sviði loftslagsmála sem hægt er að að grípa til hérlendis, svo sem landgræðsla og hvers kyns vistheimt, skógrækt og endurheimt votlendis. Endurheimtin bætir jafnframt lífsviðurværi og tengist flestum af umhverfismarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Mikilvægt er að aðgerðir í þágu loftslagsmála byggi á faglegri þekkingu. Mesta innspýtingin til eflingar mannauðs á sviði gróðurverndar, landgræðslu og landnýtingar kom í kjölfar „Þjóðargjafarinnar“ svokölluðu árið 1974, en stór hluti best menntaða fólksins á þessum sviðum þróaði sína fagþekkingu í erlendum háskólum í kjölfar hennar. Þessi mannauður er einmitt eitt það verðmætasta sem „Þjóðargjöfin“ gat af sér þegar litið er til lengri tíma. Nú grisjast óðum sá hópur sökum aldurs. Annað mikilvægt skref til eflingar mannauðs var tekið þegar ríkisstjórnin hóf átaksverkefni til að binda kolefni með landgræðslu og skógrækt fyrir síðustu aldamót, en þá var hluti fjárins helgaður rannsóknum. Sú ákvörðun kostaði þó fortölur og mikil átök, enda skyldi fjármagninu vera varið í framkvæmdir, en „ekkert kjaftæði“ eins og einn þingmaðurinn orðaði það á sínum tíma. En skynsemin náði yfirhöndinni, rannsóknir á kolefnisbindingu í jarðvegi voru hafnar, sem skilaði heldur betur sínu – án þeirra rannsókna sem þá hófust væri landgræðsla t.d. ekki viðurkennd bindingarleið til að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda. Úr varð rannsóknahópur og þekking sem gat fóstrað núverandi starf á þessu sviði. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja umtalsverða fjármuni til að binda kolefni í vistkerfum og til að endurheimta auð þeirra um leið, m.a. með landgræðslu og vistheimt, endurheimt votlendis og skógrækt, samkvæmt metnaðarfullri „Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030“. Þetta er afar mikilvæg, nauðsynleg og ánægjuleg þróun. En það er jafnframt grundvallaratriði að byggja upp mannauð á sama tíma, innviði til rannsókna og þekkingu á þeim ferlum sem liggja að baki. Framkvæmdagleðin er okkur eðlislæg en hún getur borið okkur ofurliði. „Bókhald“ um bindinguna og vöktun nægir ekki til langframa, bókhaldið verður að standast stranga rýni erlendra vísindamanna og endurskoðun á alþjóðavettvangi. Þá þarf að gæta þess að framkvæmdir, eftirlit, bókhald og grunnrannsóknir séu ekki allar á sömu hendi, það væri beinlínis slæm stjórnsýsla. Trauðla verður séð af þeim tillögum sem nú liggja fyrir að vel sé hugað að rannsóknum utan vöktunarverkefna. Samt er það einmitt öflugt rannsóknastarf sem rennir stoðum undir árangurinn og getur um leið skapað alveg ný tækifæri á sviði kolefnisbindingar og vistheimtar, eins og þær leiðir sem nú eru opnar eru dæmi um. Þær byggja á vísindarannsóknum sem spruttu upp úr verkefnum sem þessum. Skortur á grunnrannsóknum og mannauði í tengslum við þetta átak yrði afskaplega sorgleg niðurstaða. Því skora ég á umhverfisráðherra að huga vel að mannauði og þekkingu við útfærslu á framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Það gæti hæglega orðið verðmætasta fjárfestingin þegar litið er til lengri tíma.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun