Krísa! Friðjón Friðjónsson og Soffía Sigurgeirsdóttir skrifar 3. október 2018 07:00 Öll fyrirtæki geta orðið fyrir áfalli eða farið í gegnum krísu vegna atvika sem ekki gera boð á undan sér. Með góðum undirbúningi og réttum viðbrögðum er þó hægt að koma í veg fyrir að orðspor fyrirtækisins skaðist til lengri tíma. Það hefur aldrei gefist vel að stinga höfðinu í sandinn og bíða eftir því að áfallið líði hjá. Væntingar til fyrirtækja eru miklar og viðbrögðin hraðari en nokkru sinni fyrr. Fjölmiðlar eru vel vakandi, einstaklingar eru óhræddir við að tjá skoðun sína á samfélagsmiðlum og á skömmum tíma getur lítið atvik orðið að stóru máli ef ekki er rétt brugðist við. Orðspor fyrirtækja er undir og því skiptir öllu máli að bregðast við með réttum hætti. Viðbragðsleysi rýrir traust Það felast mikil verðmæti í því að byggja upp og viðhalda góðri ímynd. Rannsóknir sýna fram á tengsl á milli ímyndar og velgengni fyrirtækja, óháð því hvort þau eru skráð á markað eða ekki. Greining á mögulegum krísum og orðsporsáhættu er því mikilvægur liður í rekstri fyrirtækja samhliða undirbúningi um það hvernig bregðast skuli við og miðla upplýsingum. Ef fyrirtæki er ekki búið undir það að takast á við verkefnið eru allar líkur á því að skaðinn verði meiri. Oftast eru það viðbrögð stjórnenda sem gera krísuna verri en þurfa þykir. Viðbragðsleysi, sem kemur til af því að fyrirtæki og stjórnendur þeirra eru ekki undirbúin, getur haft sömu áhrif. Þær eru óteljandi sögurnar af því þegar fyrirtæki hafa brugðist við krísum með vitlausum hætti – eða jafnvel haldið að allt muni líða hjá án þess að bregðast þurfi við. Oft skýrist það af því að fyrirtækin hafa ekki undirbúið sig, hafa ekki búið til samskiptaáætlun og vita ekki hvernig bregðast skuli við þegar á reynir. Þá verða krísur að klúðri og ímynd fyrirtækisins bíður hnekki sem erfitt er að bæta. Bestu fyrirtækin koma þó undirbúin til leiks. Þau hafa nýtt tímann vel með því að greina möguleg áföll og hvernig best er að takast á við aðstæður með skýrum skilaboðum og réttum verkferlum. Fyrir fram mótuð samskiptaáætlun kemur sér vel þegar erfið mál koma upp og lykillinn að árangri er að hafa frumkvæði í innri og ytri samskiptum við hagsmunaaðila. Samskipti við fjölmiðla Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa almenning um það sem á sér stað í samfélaginu. Það sem fjölmiðlar kjósa að fjalla um verður almenningseign og því hefur umfjöllun fjölmiðla áhrif á það hvernig atvinnulíf, stjórnmál og samfélög bregðast við og þróast. Orðræða almennings og fjölmiðla stigmagnast með tilkomu samfélagsmiðla. Stjórnendur fyrirtækja þurfa að vera meðvitaðir um þetta breytta landslag og tilbúnir að bregðast hratt við væntingum neytenda og hagsmunaaðila sem og spurningum fjölmiðla. Það er mikilvægt að stjórnendur og talsmenn fyrirtækja séu vel undirbúnir í samskiptum ef bregðast þarf við atburðum sem snúa að starfsemi fyrirtækisins. Þögn undirstrikar óvissu en útúrsnúningur og tilraun til þess að afvegaleiða umræðu skapar vantraust. Þá er mikilvægt að styðjast einungis við staðreyndir, segja rétt og satt frá og segja söguna alla sjálfur en ekki hálfkveðnar vísur. Það sem er ósagt eða ósatt verður oftar en ekki aðalatriðið í umfjöllun sem getur orðið kostnaðarsamt. Nýlegt dæmi af Elon Musk þar sem eitt tíst kostaði hann stjórnarformennsku í Tesla og hann og fyrirtækið samtals 40 milljónir dollara í sektir sýnir að orð geta verið dýr. Það felst lærdómur í því fyrir fyrirtæki og stjórnendur þeirra að takast á við krísur. Góður undirbúningur er sem fyrr segir lykilatriði og það er mikilvægt að huga að honum áður en til krísunnar kemur. Þannig eru fyrirtæki frekar í stakk búin til að takast á við erfiðleika . Við gerð skilvirkra samskiptaáætlana skapast einnig svigrúm til að koma auga á mögulegar hættur og fyrirbyggja á þann hátt áföll sem geta haft neikvæð áhrif á ímynd fyrirtækja – áður en það verður of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Friðjón Friðjónsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Öll fyrirtæki geta orðið fyrir áfalli eða farið í gegnum krísu vegna atvika sem ekki gera boð á undan sér. Með góðum undirbúningi og réttum viðbrögðum er þó hægt að koma í veg fyrir að orðspor fyrirtækisins skaðist til lengri tíma. Það hefur aldrei gefist vel að stinga höfðinu í sandinn og bíða eftir því að áfallið líði hjá. Væntingar til fyrirtækja eru miklar og viðbrögðin hraðari en nokkru sinni fyrr. Fjölmiðlar eru vel vakandi, einstaklingar eru óhræddir við að tjá skoðun sína á samfélagsmiðlum og á skömmum tíma getur lítið atvik orðið að stóru máli ef ekki er rétt brugðist við. Orðspor fyrirtækja er undir og því skiptir öllu máli að bregðast við með réttum hætti. Viðbragðsleysi rýrir traust Það felast mikil verðmæti í því að byggja upp og viðhalda góðri ímynd. Rannsóknir sýna fram á tengsl á milli ímyndar og velgengni fyrirtækja, óháð því hvort þau eru skráð á markað eða ekki. Greining á mögulegum krísum og orðsporsáhættu er því mikilvægur liður í rekstri fyrirtækja samhliða undirbúningi um það hvernig bregðast skuli við og miðla upplýsingum. Ef fyrirtæki er ekki búið undir það að takast á við verkefnið eru allar líkur á því að skaðinn verði meiri. Oftast eru það viðbrögð stjórnenda sem gera krísuna verri en þurfa þykir. Viðbragðsleysi, sem kemur til af því að fyrirtæki og stjórnendur þeirra eru ekki undirbúin, getur haft sömu áhrif. Þær eru óteljandi sögurnar af því þegar fyrirtæki hafa brugðist við krísum með vitlausum hætti – eða jafnvel haldið að allt muni líða hjá án þess að bregðast þurfi við. Oft skýrist það af því að fyrirtækin hafa ekki undirbúið sig, hafa ekki búið til samskiptaáætlun og vita ekki hvernig bregðast skuli við þegar á reynir. Þá verða krísur að klúðri og ímynd fyrirtækisins bíður hnekki sem erfitt er að bæta. Bestu fyrirtækin koma þó undirbúin til leiks. Þau hafa nýtt tímann vel með því að greina möguleg áföll og hvernig best er að takast á við aðstæður með skýrum skilaboðum og réttum verkferlum. Fyrir fram mótuð samskiptaáætlun kemur sér vel þegar erfið mál koma upp og lykillinn að árangri er að hafa frumkvæði í innri og ytri samskiptum við hagsmunaaðila. Samskipti við fjölmiðla Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa almenning um það sem á sér stað í samfélaginu. Það sem fjölmiðlar kjósa að fjalla um verður almenningseign og því hefur umfjöllun fjölmiðla áhrif á það hvernig atvinnulíf, stjórnmál og samfélög bregðast við og þróast. Orðræða almennings og fjölmiðla stigmagnast með tilkomu samfélagsmiðla. Stjórnendur fyrirtækja þurfa að vera meðvitaðir um þetta breytta landslag og tilbúnir að bregðast hratt við væntingum neytenda og hagsmunaaðila sem og spurningum fjölmiðla. Það er mikilvægt að stjórnendur og talsmenn fyrirtækja séu vel undirbúnir í samskiptum ef bregðast þarf við atburðum sem snúa að starfsemi fyrirtækisins. Þögn undirstrikar óvissu en útúrsnúningur og tilraun til þess að afvegaleiða umræðu skapar vantraust. Þá er mikilvægt að styðjast einungis við staðreyndir, segja rétt og satt frá og segja söguna alla sjálfur en ekki hálfkveðnar vísur. Það sem er ósagt eða ósatt verður oftar en ekki aðalatriðið í umfjöllun sem getur orðið kostnaðarsamt. Nýlegt dæmi af Elon Musk þar sem eitt tíst kostaði hann stjórnarformennsku í Tesla og hann og fyrirtækið samtals 40 milljónir dollara í sektir sýnir að orð geta verið dýr. Það felst lærdómur í því fyrir fyrirtæki og stjórnendur þeirra að takast á við krísur. Góður undirbúningur er sem fyrr segir lykilatriði og það er mikilvægt að huga að honum áður en til krísunnar kemur. Þannig eru fyrirtæki frekar í stakk búin til að takast á við erfiðleika . Við gerð skilvirkra samskiptaáætlana skapast einnig svigrúm til að koma auga á mögulegar hættur og fyrirbyggja á þann hátt áföll sem geta haft neikvæð áhrif á ímynd fyrirtækja – áður en það verður of seint.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun