Allir skipverjar voru komnir í flotgalla: Biðin eftir aðstoð var erfið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. október 2018 21:00 Sigmaður í áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sést hér síga niður um borð í Frosta ÞH-229 Landhelgisgæslan/Guðmundur Valdimarsson Tekist hefur að ná ljósavél togskipsins Frosta ÞH-229 í gang og unnið er að því að draga inn veiðarfæri skipsins en skipið var statt á veiðum 45 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi á Hornströndum um miðjan dag þegar eldur kom upp í vélarrúmi þess. Þegar var óskað aðstoðar Landhelgisgæslunnar, sem sendi tvær þyrlur af stað, TF-SYN og TF-GNÁ, auk varðskipsins Týs. Þá var björgunarskipið Gunnar Friðriksson sent á vettvang auk annarra skipa sem voru í grenndinni. Fréttastofa náði tali af Þorsteini Harðarsyni, skipstjóra á Frosta, en hann sagði að unnið væri að því að ná veiðarfærum skipsins inn. Hann sagði það hafa verið afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem komu upp í skipinu í dag og að biðin eftir aðstoð hafi verið löng. Skipverjum tókst að einangra eldinn í vélarrúmi með því að loka eldvarnarhurðum en þá var reykur kominn um allt skip, utan brúarinnar.Óskað var aðstoðar annars skipa sem voru nærri vettvangi. Frosti ÞH-229 sést hér fyrir miðjuLandhelgisgæslan/Guðmundur ValdimarssonÖryggisins vegna hafi allir skipverjar komið sér í flotgalla á meðan beðið væri aðstoðar og segir Þorsteinn að sú bið hafi verið erfið. Togarinn Sirrý kom fyrstur á vettvang en fyrri þyrla Langhelgisgæslunnar var komin yfir skipið um tveimur tímum eftir að neyðarkall barst. Áhöfn þyrlunnar tók einn úr tólf manna áhöfn skipsins og flaug með hann til Ísafjarðar, þar sem grunur lék á að hann hefði fengið reykeitrun. Aðrir í áhöfn skipsins eru óhultir. Þorsteinn sagði í samtali við fréttastofu að búið væri að slökkva allan eld sem var í vélarrúminu en erfitt væri að meta tjónið, sem líklega er þó bundið við aðalvél skipsins. Mikið sót er yfir öllu. Hann sagði ekkert skemmtilegt að lenda í aðstæðum sem þessum. Slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins reykræstu skipið og eru enn um borð, skipverjum til halds og trausts. Nú í kvöld var tekin ákvörðun um að skipið verði dregið til hafnar í Hafnarfirði. Áætlað er að siglingin taki um þrjátíu klukkustundir. Hornstrandir Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Tekist hefur að ná ljósavél togskipsins Frosta ÞH-229 í gang og unnið er að því að draga inn veiðarfæri skipsins en skipið var statt á veiðum 45 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi á Hornströndum um miðjan dag þegar eldur kom upp í vélarrúmi þess. Þegar var óskað aðstoðar Landhelgisgæslunnar, sem sendi tvær þyrlur af stað, TF-SYN og TF-GNÁ, auk varðskipsins Týs. Þá var björgunarskipið Gunnar Friðriksson sent á vettvang auk annarra skipa sem voru í grenndinni. Fréttastofa náði tali af Þorsteini Harðarsyni, skipstjóra á Frosta, en hann sagði að unnið væri að því að ná veiðarfærum skipsins inn. Hann sagði það hafa verið afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem komu upp í skipinu í dag og að biðin eftir aðstoð hafi verið löng. Skipverjum tókst að einangra eldinn í vélarrúmi með því að loka eldvarnarhurðum en þá var reykur kominn um allt skip, utan brúarinnar.Óskað var aðstoðar annars skipa sem voru nærri vettvangi. Frosti ÞH-229 sést hér fyrir miðjuLandhelgisgæslan/Guðmundur ValdimarssonÖryggisins vegna hafi allir skipverjar komið sér í flotgalla á meðan beðið væri aðstoðar og segir Þorsteinn að sú bið hafi verið erfið. Togarinn Sirrý kom fyrstur á vettvang en fyrri þyrla Langhelgisgæslunnar var komin yfir skipið um tveimur tímum eftir að neyðarkall barst. Áhöfn þyrlunnar tók einn úr tólf manna áhöfn skipsins og flaug með hann til Ísafjarðar, þar sem grunur lék á að hann hefði fengið reykeitrun. Aðrir í áhöfn skipsins eru óhultir. Þorsteinn sagði í samtali við fréttastofu að búið væri að slökkva allan eld sem var í vélarrúminu en erfitt væri að meta tjónið, sem líklega er þó bundið við aðalvél skipsins. Mikið sót er yfir öllu. Hann sagði ekkert skemmtilegt að lenda í aðstæðum sem þessum. Slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins reykræstu skipið og eru enn um borð, skipverjum til halds og trausts. Nú í kvöld var tekin ákvörðun um að skipið verði dregið til hafnar í Hafnarfirði. Áætlað er að siglingin taki um þrjátíu klukkustundir.
Hornstrandir Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira