Allir skipverjar voru komnir í flotgalla: Biðin eftir aðstoð var erfið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. október 2018 21:00 Sigmaður í áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sést hér síga niður um borð í Frosta ÞH-229 Landhelgisgæslan/Guðmundur Valdimarsson Tekist hefur að ná ljósavél togskipsins Frosta ÞH-229 í gang og unnið er að því að draga inn veiðarfæri skipsins en skipið var statt á veiðum 45 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi á Hornströndum um miðjan dag þegar eldur kom upp í vélarrúmi þess. Þegar var óskað aðstoðar Landhelgisgæslunnar, sem sendi tvær þyrlur af stað, TF-SYN og TF-GNÁ, auk varðskipsins Týs. Þá var björgunarskipið Gunnar Friðriksson sent á vettvang auk annarra skipa sem voru í grenndinni. Fréttastofa náði tali af Þorsteini Harðarsyni, skipstjóra á Frosta, en hann sagði að unnið væri að því að ná veiðarfærum skipsins inn. Hann sagði það hafa verið afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem komu upp í skipinu í dag og að biðin eftir aðstoð hafi verið löng. Skipverjum tókst að einangra eldinn í vélarrúmi með því að loka eldvarnarhurðum en þá var reykur kominn um allt skip, utan brúarinnar.Óskað var aðstoðar annars skipa sem voru nærri vettvangi. Frosti ÞH-229 sést hér fyrir miðjuLandhelgisgæslan/Guðmundur ValdimarssonÖryggisins vegna hafi allir skipverjar komið sér í flotgalla á meðan beðið væri aðstoðar og segir Þorsteinn að sú bið hafi verið erfið. Togarinn Sirrý kom fyrstur á vettvang en fyrri þyrla Langhelgisgæslunnar var komin yfir skipið um tveimur tímum eftir að neyðarkall barst. Áhöfn þyrlunnar tók einn úr tólf manna áhöfn skipsins og flaug með hann til Ísafjarðar, þar sem grunur lék á að hann hefði fengið reykeitrun. Aðrir í áhöfn skipsins eru óhultir. Þorsteinn sagði í samtali við fréttastofu að búið væri að slökkva allan eld sem var í vélarrúminu en erfitt væri að meta tjónið, sem líklega er þó bundið við aðalvél skipsins. Mikið sót er yfir öllu. Hann sagði ekkert skemmtilegt að lenda í aðstæðum sem þessum. Slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins reykræstu skipið og eru enn um borð, skipverjum til halds og trausts. Nú í kvöld var tekin ákvörðun um að skipið verði dregið til hafnar í Hafnarfirði. Áætlað er að siglingin taki um þrjátíu klukkustundir. Hornstrandir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Tekist hefur að ná ljósavél togskipsins Frosta ÞH-229 í gang og unnið er að því að draga inn veiðarfæri skipsins en skipið var statt á veiðum 45 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi á Hornströndum um miðjan dag þegar eldur kom upp í vélarrúmi þess. Þegar var óskað aðstoðar Landhelgisgæslunnar, sem sendi tvær þyrlur af stað, TF-SYN og TF-GNÁ, auk varðskipsins Týs. Þá var björgunarskipið Gunnar Friðriksson sent á vettvang auk annarra skipa sem voru í grenndinni. Fréttastofa náði tali af Þorsteini Harðarsyni, skipstjóra á Frosta, en hann sagði að unnið væri að því að ná veiðarfærum skipsins inn. Hann sagði það hafa verið afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem komu upp í skipinu í dag og að biðin eftir aðstoð hafi verið löng. Skipverjum tókst að einangra eldinn í vélarrúmi með því að loka eldvarnarhurðum en þá var reykur kominn um allt skip, utan brúarinnar.Óskað var aðstoðar annars skipa sem voru nærri vettvangi. Frosti ÞH-229 sést hér fyrir miðjuLandhelgisgæslan/Guðmundur ValdimarssonÖryggisins vegna hafi allir skipverjar komið sér í flotgalla á meðan beðið væri aðstoðar og segir Þorsteinn að sú bið hafi verið erfið. Togarinn Sirrý kom fyrstur á vettvang en fyrri þyrla Langhelgisgæslunnar var komin yfir skipið um tveimur tímum eftir að neyðarkall barst. Áhöfn þyrlunnar tók einn úr tólf manna áhöfn skipsins og flaug með hann til Ísafjarðar, þar sem grunur lék á að hann hefði fengið reykeitrun. Aðrir í áhöfn skipsins eru óhultir. Þorsteinn sagði í samtali við fréttastofu að búið væri að slökkva allan eld sem var í vélarrúminu en erfitt væri að meta tjónið, sem líklega er þó bundið við aðalvél skipsins. Mikið sót er yfir öllu. Hann sagði ekkert skemmtilegt að lenda í aðstæðum sem þessum. Slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins reykræstu skipið og eru enn um borð, skipverjum til halds og trausts. Nú í kvöld var tekin ákvörðun um að skipið verði dregið til hafnar í Hafnarfirði. Áætlað er að siglingin taki um þrjátíu klukkustundir.
Hornstrandir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira