Óánægja starfsmanna á Bakka með vinnustaðarmenninguna Sveinn Arnarsson skrifar 3. október 2018 07:30 Mikil starfsmannavelta er hjá kísilverksmiðju PCC á Bakka sem gangsett var í apríl í vor. Fréttablaðið/Anton Brink Ólga er meðal starfsmanna PCC á Bakka með stjórnarhætti yfirmanna, vinnuaðstöðu sína og launakjör. Framsýn, stéttarfélag í Þingeyjarsýslum, vinnur nú að samningaviðræðum við PCC og hefur áhyggjur af starfseminni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið mikil starfsmannavelta upp á síðkastið hjá kísilmálmfyrirtækinu og hefur fjöldi manns bæði hætt störfum sjálfviljugur hjá fyrirtækinu og nokkrum verið sagt upp. Af þeim nýju einstaklingum sem hafa komið til starfa er meirihlutinn frá Eistlandi. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar í Þingeyjarsýslum, segir málið alvarlegt og unnið sé að því að fá fund með starfsmönnum um miðjan mánuðinn. „Það er alveg rétt að það hefur verið mikil starfsmannavelta hjá fyrirtækinu. Við erum að fara að funda með starfsmönnum eftir rúma viku þar sem við förum yfir stöðuna. Við erum að undirbúa kjarasamningsgerð þar sem bráðabirgðakjarasamningur rennur út um áramótin,“ segir Aðalsteinn Árni. „Við höfum óskað eftir breytingum á kjarasamningnum. Einnig vitum við af starfsmannaveltu og óánægju sem hefur verið undirliggjandi og það þarf að laga.“ Þar vitnar Aðalsteinn Árni til óánægju starfsfólks með samskipti við yfirmenn og að nokkur kurr sé í starfsfólki. „Við höfum áhyggjur af þessu og þess vegna höfum við verið í sambandi við stjórnendur og óskað eftir því að það yrði tekið á ákveðnum málum til að búa til vinnufrið,“ segir hann. Fréttablaðið reyndi að ná í nýjan forstjóra PCC, Jökul Gunnarsson, en án árangurs. Hann tók við af Hafsteini Viktorssyni um miðjan mánuðinn. Ekki hefur gengið vel að gangsetja báða ofna kísilbræðslunnar og eru áform uppi um að fullum afköstum verði náð fyrir jól. Aðalsteinn Árni segir mikilvægt að bæta þá vinnustaðarmenningu sem hefur ráðið ríkjum hjá PCC. „Ef mannlegu samskiptin eru ekki í lagi þá er þetta í ólagi. Það hefur verið kurr í starfsmönnum yfir ýmsu og menn hafa viljað kalla eftir breytingum á vinnuaðstöðu, launakjörum og vaktafyrirkomulagi en einnig samskiptum við yfirmenn. Undanfarið hafa skjólstæðingar okkar verið ósáttir við stjórnunarstílinn,“ segir formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ólga er meðal starfsmanna PCC á Bakka með stjórnarhætti yfirmanna, vinnuaðstöðu sína og launakjör. Framsýn, stéttarfélag í Þingeyjarsýslum, vinnur nú að samningaviðræðum við PCC og hefur áhyggjur af starfseminni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið mikil starfsmannavelta upp á síðkastið hjá kísilmálmfyrirtækinu og hefur fjöldi manns bæði hætt störfum sjálfviljugur hjá fyrirtækinu og nokkrum verið sagt upp. Af þeim nýju einstaklingum sem hafa komið til starfa er meirihlutinn frá Eistlandi. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar í Þingeyjarsýslum, segir málið alvarlegt og unnið sé að því að fá fund með starfsmönnum um miðjan mánuðinn. „Það er alveg rétt að það hefur verið mikil starfsmannavelta hjá fyrirtækinu. Við erum að fara að funda með starfsmönnum eftir rúma viku þar sem við förum yfir stöðuna. Við erum að undirbúa kjarasamningsgerð þar sem bráðabirgðakjarasamningur rennur út um áramótin,“ segir Aðalsteinn Árni. „Við höfum óskað eftir breytingum á kjarasamningnum. Einnig vitum við af starfsmannaveltu og óánægju sem hefur verið undirliggjandi og það þarf að laga.“ Þar vitnar Aðalsteinn Árni til óánægju starfsfólks með samskipti við yfirmenn og að nokkur kurr sé í starfsfólki. „Við höfum áhyggjur af þessu og þess vegna höfum við verið í sambandi við stjórnendur og óskað eftir því að það yrði tekið á ákveðnum málum til að búa til vinnufrið,“ segir hann. Fréttablaðið reyndi að ná í nýjan forstjóra PCC, Jökul Gunnarsson, en án árangurs. Hann tók við af Hafsteini Viktorssyni um miðjan mánuðinn. Ekki hefur gengið vel að gangsetja báða ofna kísilbræðslunnar og eru áform uppi um að fullum afköstum verði náð fyrir jól. Aðalsteinn Árni segir mikilvægt að bæta þá vinnustaðarmenningu sem hefur ráðið ríkjum hjá PCC. „Ef mannlegu samskiptin eru ekki í lagi þá er þetta í ólagi. Það hefur verið kurr í starfsmönnum yfir ýmsu og menn hafa viljað kalla eftir breytingum á vinnuaðstöðu, launakjörum og vaktafyrirkomulagi en einnig samskiptum við yfirmenn. Undanfarið hafa skjólstæðingar okkar verið ósáttir við stjórnunarstílinn,“ segir formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira