Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2018 11:22 Á undanförnum tveimur til þremur mánuðum hafa Jón Viðar og hans menn lokað fimm húsum sem skilgreinast sem iðnaðarhúsnæði, en töluverður fjöldi fólks bjó í. Þáttur Helga Seljan í gær um íslenskt þrælahald hefur vakið mikil viðbrögð. Starfsmannaleigan Menn í vinnu lokaði Facebook-síðunni sinni í gærkvöldi eftir þátt Kveiks á Ríkissjónvarpinu í gær sem fjallaði um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi: Svarta hliðin á íslenskum vinnumarkaði. Myndin sem þar var dregin upp er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald. Samkvæmt heimildum Vísis búa starfsmenn á vegum leigunnar í iðnaðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi en eru skráðir með lögheimili á Bræðraborgarstíg. Lögum samkvæmt er þetta ólöglegt. Á undanförnum tveimur til þremur mánuðum hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lokað fimm húsum sem eru skilgreind sem iðnaðarhúsnæði en voru nýtt til búsetu.Jón Viðar slökkviliðsstjóri telur það færast mjög í aukana að fólki sé holað niður til búsetu í iðnaðarhúsnæði.frettablaðið/anton brinkTöluverður fjöldi fólks bjó í húsum sem lokað var Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að búseta verkafólks í iðnaðarhúsi hafi verið á borðum hjá þeim í yfir fimmtán ár. „Þetta var orðið þekkt dæmi fyrir hrun, en stefnan sem hefur verið tekin hjá okkur í þessum málum er að ef brunaöryggi í viðkomandi húsnæði er ásættanlegt þá erum við ekki að hrófla við því. Jú, formlega er ólöglegt að hafa í búsetu í iðnaðarhúsnæði og þvíumlíku en við höfum horft til, og höfum unnið samkvæmt þeirri meginreglu að miða við brunaöryggið. Aftur á móti ef brunaöryggi er ekki ásættanlegt höfum við gert tvennt; farið fram á úrbætur ef það er mögulegt eða hreinlega lokað húsnæði vegna staða brunamála var gersamlega út úr kortinu,“ segir Jón Viðar.Og, er það algengt að þið grípið til slíkra úrræða?Undanfarna tvo til þrjá mánuði höfum við lokað einum fimm slíkum húsum. Jón Viðar segir þau hjá Slökkviliðinu ekki hafa tölu á því hversu margir einstaklingar bjuggu í þeim húsum, en um sé að ræða töluverðan fjölda fólks. „Við fókuserum meira á brunavarnirnar en svo fer það auðvitað ekki fram hjá okkur hversu mörg fleti eru þarna inni. En, við höfum ekki verið með markvissa talningu á því.“Aukin búseta í iðnaðarhúsnæði Jón Viðar slökkviliðsstjóri segir spurður sér virðast að þetta færast í aukana, að fólki sé holað niður í iðnaðarhúsnæði.Myndin sem dregin var upp í Kveik í gærkvöldi, af kjörum erlends vinnuafls á Íslandi, er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald„Já, ef eitthvað þá hefur það frekar verið að gera það. En, við höfum verið að vinna samkvæmt ábendingum sem okkur berast,“ segir Jón Viðar slökkviliðsstjóri. Sjónvarpsþátturinn Kveikur, sá sem var á dagskrá í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli og virtist fólk vera slegið. Helgi Seljan, sem hafði meðal annarra umsjá með þættinum, og kynnti hann, segir þetta ekki hafa farið fram hjá sér. „Mér finnast viðbrögðin svo sem alveg hæfa efninu. Fólk virðist slegið. En á móti kemur það mér á óvart hversu hissa menn eru,“ segir Helgi Seljan í samtali við Vísi. Hann vísar þar til þess að þetta málefni, þrælahald og þrælasala á íslenskum vinnumarkaði, hefur verið til umfjöllunar reglulega nú í nokkur ár. Kjaramál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
Starfsmannaleigan Menn í vinnu lokaði Facebook-síðunni sinni í gærkvöldi eftir þátt Kveiks á Ríkissjónvarpinu í gær sem fjallaði um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi: Svarta hliðin á íslenskum vinnumarkaði. Myndin sem þar var dregin upp er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald. Samkvæmt heimildum Vísis búa starfsmenn á vegum leigunnar í iðnaðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi en eru skráðir með lögheimili á Bræðraborgarstíg. Lögum samkvæmt er þetta ólöglegt. Á undanförnum tveimur til þremur mánuðum hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lokað fimm húsum sem eru skilgreind sem iðnaðarhúsnæði en voru nýtt til búsetu.Jón Viðar slökkviliðsstjóri telur það færast mjög í aukana að fólki sé holað niður til búsetu í iðnaðarhúsnæði.frettablaðið/anton brinkTöluverður fjöldi fólks bjó í húsum sem lokað var Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að búseta verkafólks í iðnaðarhúsi hafi verið á borðum hjá þeim í yfir fimmtán ár. „Þetta var orðið þekkt dæmi fyrir hrun, en stefnan sem hefur verið tekin hjá okkur í þessum málum er að ef brunaöryggi í viðkomandi húsnæði er ásættanlegt þá erum við ekki að hrófla við því. Jú, formlega er ólöglegt að hafa í búsetu í iðnaðarhúsnæði og þvíumlíku en við höfum horft til, og höfum unnið samkvæmt þeirri meginreglu að miða við brunaöryggið. Aftur á móti ef brunaöryggi er ekki ásættanlegt höfum við gert tvennt; farið fram á úrbætur ef það er mögulegt eða hreinlega lokað húsnæði vegna staða brunamála var gersamlega út úr kortinu,“ segir Jón Viðar.Og, er það algengt að þið grípið til slíkra úrræða?Undanfarna tvo til þrjá mánuði höfum við lokað einum fimm slíkum húsum. Jón Viðar segir þau hjá Slökkviliðinu ekki hafa tölu á því hversu margir einstaklingar bjuggu í þeim húsum, en um sé að ræða töluverðan fjölda fólks. „Við fókuserum meira á brunavarnirnar en svo fer það auðvitað ekki fram hjá okkur hversu mörg fleti eru þarna inni. En, við höfum ekki verið með markvissa talningu á því.“Aukin búseta í iðnaðarhúsnæði Jón Viðar slökkviliðsstjóri segir spurður sér virðast að þetta færast í aukana, að fólki sé holað niður í iðnaðarhúsnæði.Myndin sem dregin var upp í Kveik í gærkvöldi, af kjörum erlends vinnuafls á Íslandi, er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald„Já, ef eitthvað þá hefur það frekar verið að gera það. En, við höfum verið að vinna samkvæmt ábendingum sem okkur berast,“ segir Jón Viðar slökkviliðsstjóri. Sjónvarpsþátturinn Kveikur, sá sem var á dagskrá í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli og virtist fólk vera slegið. Helgi Seljan, sem hafði meðal annarra umsjá með þættinum, og kynnti hann, segir þetta ekki hafa farið fram hjá sér. „Mér finnast viðbrögðin svo sem alveg hæfa efninu. Fólk virðist slegið. En á móti kemur það mér á óvart hversu hissa menn eru,“ segir Helgi Seljan í samtali við Vísi. Hann vísar þar til þess að þetta málefni, þrælahald og þrælasala á íslenskum vinnumarkaði, hefur verið til umfjöllunar reglulega nú í nokkur ár.
Kjaramál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira