Hakkarar Kim sakaðir um fjölda stafrænna bankarána Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2018 14:51 Hakkararnir eru sagðir hafa ráðist á minnst sextán banka í ellefu ríkjum frá 2014. Vísir/Getty Útsendarar Norður-Kóreu eru sagðir hafa stolið hundruð milljónum dala í tölvuárásum á banka á undanförnum árum. Þetta kemur fram í skýrslu öryggisfyrirtækisins FireEye sem segir að um hóp tölvuhakkara á vegum ríkisins sé um að ræða en hann er kallaður APT38 og starfar innan stærri hóps hakkara einræðisríkisins sem kallast Lazarus. Forsvarsmenn FireEye segja árásirnar ná aftur til 2014. Þeir hafi ráðist á minnst sextán banka í ellefu ríkjum. APT38 eru sagðir vera virkir enn í dag og af þeim stafi töluverð ógn. Þeir beiti þróuðum leiðum til að ráðast á banka og stela þaðan háum upphæðum. Þeir hafa reynt að ná minnst 1,1 milljarði dala en þeim hefur ekki alltaf tekist ætlunarverk sitt. Sandra Joyce, aðstoðarforstjóri upplýsingamála hjá FirEye, segir meðlimi APT38 gefa sér langan tíma og þá allt að tvö ár, til þess að læra það sem þeir geta um þá aðila sem þeir ráðast á og læra á kerfi þeirra. Takist þeim að flytja fé úr bönkunum nota þeir vírusa til að valda miklum skaða áður en þeir slíta tengingum við kerfin sem um ræðir. Það gera þeir til að gera rannsakendum erfiðara að leita þá uppi og komast að því hve miklu var stolið.FireEye kom að ákvörðun Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna um að kæra Park Jin Hyok frá Norður-Kóreu en hann er talinn vera meðlimur APT38. Meðal þess sem hann er sakaður um er að hafa ráðist á Sony og fyrir að hafa komið að WannaCry vírusnum sem sýkti tölvur um allan heim í fyrra. Öryggissérfræðingar annarra fyrirtækja segja AP fréttaveitunni að þeir hafi einnig séð vísbendingar um að hakkarar frá Norður-Kóreu séu að beita tölvuárásum til að safna fé. Þeir séu einnig að kanna hvað þeir komist upp með en hingað til hafi afleiðingarnar af aðgerðum þeirra ekki verið miklar. Tölvuárásir Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Útsendarar Norður-Kóreu eru sagðir hafa stolið hundruð milljónum dala í tölvuárásum á banka á undanförnum árum. Þetta kemur fram í skýrslu öryggisfyrirtækisins FireEye sem segir að um hóp tölvuhakkara á vegum ríkisins sé um að ræða en hann er kallaður APT38 og starfar innan stærri hóps hakkara einræðisríkisins sem kallast Lazarus. Forsvarsmenn FireEye segja árásirnar ná aftur til 2014. Þeir hafi ráðist á minnst sextán banka í ellefu ríkjum. APT38 eru sagðir vera virkir enn í dag og af þeim stafi töluverð ógn. Þeir beiti þróuðum leiðum til að ráðast á banka og stela þaðan háum upphæðum. Þeir hafa reynt að ná minnst 1,1 milljarði dala en þeim hefur ekki alltaf tekist ætlunarverk sitt. Sandra Joyce, aðstoðarforstjóri upplýsingamála hjá FirEye, segir meðlimi APT38 gefa sér langan tíma og þá allt að tvö ár, til þess að læra það sem þeir geta um þá aðila sem þeir ráðast á og læra á kerfi þeirra. Takist þeim að flytja fé úr bönkunum nota þeir vírusa til að valda miklum skaða áður en þeir slíta tengingum við kerfin sem um ræðir. Það gera þeir til að gera rannsakendum erfiðara að leita þá uppi og komast að því hve miklu var stolið.FireEye kom að ákvörðun Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna um að kæra Park Jin Hyok frá Norður-Kóreu en hann er talinn vera meðlimur APT38. Meðal þess sem hann er sakaður um er að hafa ráðist á Sony og fyrir að hafa komið að WannaCry vírusnum sem sýkti tölvur um allan heim í fyrra. Öryggissérfræðingar annarra fyrirtækja segja AP fréttaveitunni að þeir hafi einnig séð vísbendingar um að hakkarar frá Norður-Kóreu séu að beita tölvuárásum til að safna fé. Þeir séu einnig að kanna hvað þeir komist upp með en hingað til hafi afleiðingarnar af aðgerðum þeirra ekki verið miklar.
Tölvuárásir Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira