Evrópusambandið íhugar refsiaðgerðir gegn Búrma vegna ofsókna gegn róhingjum Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2018 17:51 Landamæravörður í Búrma nærri flóttamannabúðum róhingja í Bangaldess. Hundruð þúsunda þeirra flúðu yfir landamærin undan ofsóknum stjórnarhers Búrma. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skoðar nú að beita Búrma viðskiptaþvingunum vegna meðferðar þarlendra stjórnvalda á þjóðarbroti róhingjamúslima. Búrma gæti þannig misst aðgang að evrópskum mörkuðum.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að skýrsla Sameinuðu þjóðanna þar sem her Búrma, stundum einnig þekkt sem Mjanmar, var sakaður um að hafa myrt róhingja með það fyrir augum að þurrka þá út hafi orðið framkvæmdastjórn ESB tilefni til að íhuga refsiaðgerðirnar. Hún vonast til þess að með þeim geti hún fengið stjórnvöld í Búrma til að láta af ofsóknum sínum í garð róhingja. Talið er að refsiaðgerðirnar gætu kostað þúsundir manna starfið í Búrma, ekki síst í vefnaðariðnaði sem landið reiðir sig að miklu leyti á. „Við höfum áhyggjur af áhrifum mögulega aðgerða okkar á þjóðina en við getum ekki hunsað skýrslu SÞ sem lýsir hernaðaraðgerð sem þjóðarmorði,“ hefur Reuters eftir einum evrópskum embættismanni. Áður hefur ESB beitt ferðabönnum og fryst eignir nokkurra forsvarsmanna hers Búrma. Þær ná ekki til æðsta yfirmanns herafla landsins, Min Aung Hlaing herforingja, sem Sameinuðu þjóðirnar telja að ákæra ætti fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu ásamt fimm öðrum. Stjórnvöld í Búrma hafa hafnað niðurstöðum skýrslu SÞ og kallað þær „einhliða“. Hernaðaraðgerðir þeirra í héraði róhingja hafi beinst að uppreisnarmönnum í kjölfar árása þeirra. Evrópusambandið Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Saka Mjanmar um skipulögð ódæði Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. 24. september 2018 23:24 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skoðar nú að beita Búrma viðskiptaþvingunum vegna meðferðar þarlendra stjórnvalda á þjóðarbroti róhingjamúslima. Búrma gæti þannig misst aðgang að evrópskum mörkuðum.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að skýrsla Sameinuðu þjóðanna þar sem her Búrma, stundum einnig þekkt sem Mjanmar, var sakaður um að hafa myrt róhingja með það fyrir augum að þurrka þá út hafi orðið framkvæmdastjórn ESB tilefni til að íhuga refsiaðgerðirnar. Hún vonast til þess að með þeim geti hún fengið stjórnvöld í Búrma til að láta af ofsóknum sínum í garð róhingja. Talið er að refsiaðgerðirnar gætu kostað þúsundir manna starfið í Búrma, ekki síst í vefnaðariðnaði sem landið reiðir sig að miklu leyti á. „Við höfum áhyggjur af áhrifum mögulega aðgerða okkar á þjóðina en við getum ekki hunsað skýrslu SÞ sem lýsir hernaðaraðgerð sem þjóðarmorði,“ hefur Reuters eftir einum evrópskum embættismanni. Áður hefur ESB beitt ferðabönnum og fryst eignir nokkurra forsvarsmanna hers Búrma. Þær ná ekki til æðsta yfirmanns herafla landsins, Min Aung Hlaing herforingja, sem Sameinuðu þjóðirnar telja að ákæra ætti fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu ásamt fimm öðrum. Stjórnvöld í Búrma hafa hafnað niðurstöðum skýrslu SÞ og kallað þær „einhliða“. Hernaðaraðgerðir þeirra í héraði róhingja hafi beinst að uppreisnarmönnum í kjölfar árása þeirra.
Evrópusambandið Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Saka Mjanmar um skipulögð ódæði Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. 24. september 2018 23:24 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Saka Mjanmar um skipulögð ódæði Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. 24. september 2018 23:24