Ekki verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2018 20:00 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, bendir á að ekki hafi verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár. Verkalýðshreyfinging hefur lengi kallað eftir aðgerðaáætlun en segir pólitískan vilja vanta. Dómsmálaráðherra hafnar gagnrýninni og segir þessi mál tekin alvarlega. Í þætti Kveiks sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu í gær var fjallað um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir aðgerðum í málaflokknum og segir á heimasíðu Starfsgreinasambandsins að mansal, sem stundum kann að fylgja þessari brotastarfsemi, sé grófasta birtingarmynd mannréttindabrota og nauðsynlegt sé að stéttarfélög, stjórnvöld og almenningur sé meðvitaður um þá vaxandi ógn sem mansal sé hér á landi. Þetta sé þrælahald nútímans. „Það sem hefur sárlega skort er að einhver sé með yfirsýnina sem samhæfir aðgerðir og vald til að skilgreina hvað mansal er. Sárlega vantar peninga inn í málaflokkinn bæði hjá lögreglu og víðar og við erum ekki með aðgerðaáætlun gegn mansali hér á Íslandi," bendir Drífa á. Aðspurð hver beri ábyrgðina á að þessi vinna fari af stað segir hún liggja hjá dómsmálaráðuneytinu. „Dómsmálaráðherra hefur ekki sýnt vilja til þess að ganga í þessi mál,” segir hún.Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir aðgerðaráætlun í vinnslu.vísir/ernirÁætlun í vinnslu frá árinu 2017Frá árinu 2016 hefur Verkalýðshreyfingin þrýst á að aðgerðaáætlun verði virkjuð en þá rann formleg áætlun úr gildi. Í upphafi árs 2017 var Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra spurð hvaða áform væru um áætlunina. Samkvæmt svari hófst vinna við hana um mitt sama ár og segir Sigríður áætlunina enn vera í vinnslu. „Drög að þeirri áætlun mun liggja fyrir nú í haust. Þau verða send í víðtækt umsagnarferli í framhaldi. Ég býst við að áætlunin verði tilbúin í upphafi næsta árs. Ég vil þó árétta það að jafnvel þó að aðgerðaráætlun er lýtur að mansali hafi náð til 2017 þá er ekki þar með sagt að menn séu ekki að vinna samkvæmt þeirri áætlun eða það sé ekki verið að vinna gegn mansali í stjórnkerfinu,” segir Sigríður.ViðbótSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tjáði sig frekar um málið á Facebook eftir að fréttin fór í loftið á Stöð 2. Kjaramál Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, bendir á að ekki hafi verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár. Verkalýðshreyfinging hefur lengi kallað eftir aðgerðaáætlun en segir pólitískan vilja vanta. Dómsmálaráðherra hafnar gagnrýninni og segir þessi mál tekin alvarlega. Í þætti Kveiks sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu í gær var fjallað um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir aðgerðum í málaflokknum og segir á heimasíðu Starfsgreinasambandsins að mansal, sem stundum kann að fylgja þessari brotastarfsemi, sé grófasta birtingarmynd mannréttindabrota og nauðsynlegt sé að stéttarfélög, stjórnvöld og almenningur sé meðvitaður um þá vaxandi ógn sem mansal sé hér á landi. Þetta sé þrælahald nútímans. „Það sem hefur sárlega skort er að einhver sé með yfirsýnina sem samhæfir aðgerðir og vald til að skilgreina hvað mansal er. Sárlega vantar peninga inn í málaflokkinn bæði hjá lögreglu og víðar og við erum ekki með aðgerðaáætlun gegn mansali hér á Íslandi," bendir Drífa á. Aðspurð hver beri ábyrgðina á að þessi vinna fari af stað segir hún liggja hjá dómsmálaráðuneytinu. „Dómsmálaráðherra hefur ekki sýnt vilja til þess að ganga í þessi mál,” segir hún.Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir aðgerðaráætlun í vinnslu.vísir/ernirÁætlun í vinnslu frá árinu 2017Frá árinu 2016 hefur Verkalýðshreyfingin þrýst á að aðgerðaáætlun verði virkjuð en þá rann formleg áætlun úr gildi. Í upphafi árs 2017 var Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra spurð hvaða áform væru um áætlunina. Samkvæmt svari hófst vinna við hana um mitt sama ár og segir Sigríður áætlunina enn vera í vinnslu. „Drög að þeirri áætlun mun liggja fyrir nú í haust. Þau verða send í víðtækt umsagnarferli í framhaldi. Ég býst við að áætlunin verði tilbúin í upphafi næsta árs. Ég vil þó árétta það að jafnvel þó að aðgerðaráætlun er lýtur að mansali hafi náð til 2017 þá er ekki þar með sagt að menn séu ekki að vinna samkvæmt þeirri áætlun eða það sé ekki verið að vinna gegn mansali í stjórnkerfinu,” segir Sigríður.ViðbótSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tjáði sig frekar um málið á Facebook eftir að fréttin fór í loftið á Stöð 2.
Kjaramál Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22
Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00
Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30