Góður dagur hjá Theresu May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. október 2018 08:00 May dansaði inn á sviðið við lag ABBA, Dancing Queen. Nordicphotos/AFP Bretland Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þykir hafa átt góðan dag í gær eftir erfiðleika undanfarinna mánaða. May hélt ræðu sína á lokadegi landsfundar breska Íhaldsflokksins sem fram fór í Birmingham. Bjartsýnis- og vonartónn var í ræðunni og hvatti hún flokkinn til þess að standa þétt saman. Forsætisráðherrann sagði að Íhaldsflokkurinn þyrfti að vera flokkur allra. Nú, áratug eftir kreppu, væru betri tímar fram undan. Nefndi hún til dæmis að eldsneytisskattar yrðu ekki hækkaðir, að niðurskurðaraðgerðum yrði alfarið hætt og að lánaþak sveitarfélaga yrði afnumið svo hægt væri að ráðast í byggingu fleiri íbúða. En útgangan úr Evrópusambandinu var það sem flestir höfðu áhuga á. May varði stefnu sína í útgöngumálum, svokallaða Chequers-stefnu sem gengur meðal annars út á að Bretar fái áfram aðild að tollabandalagi ESB og innri markaðnum að hluta en fái samt sem áður að gera sína eigin fríverslunarsamninga. Stefnan er afar umdeild. Forseti leiðtogaráðs ESB sagði hana einfaldlega ekki ganga upp. Vegna þess hversu langt er í land í samningaviðræðum um framtíðarsamband ESB og Bretlands er óttast að enginn samningur náist. Brexitmálaráðherrann David Davis og utanríkisráðherrann Boris Johnson sögðu af sér vegna stefnunnar og þingmenn hafa gagnrýnt stefnuna mjög. Sagt hana svik við kjósendur sem kusu að yfirgefa ESB. Orðið „Chequers“ var þó hvergi að finna í ræðu May. Ráðherrann sagði að fríverslun væri leiðarstef stefnunnar og varaði við því að ef þingmenn hættu ekki að krefjast sinnar „eigin fullkomnu sýnar á Brexit“ gæti það leitt til þess að ekkert yrði af útgöngunni. Ræðu May var almennt vel tekið. Matt Hancock heilbrigðismálaráðherra sagði ræðuna stórkostlega, May hefði sýnt að hún byggi yfir miklum persónutöfrum. Viðmælendur BBC á fundinum voru almennt á sömu línu. „Þetta var besta ræða sem Theresa May hefur flutt. Hún setti fram frábær stefnumál og sýndi að flokkurinn er sameinaður,“ sagði einn fundargesta. Sameinaður er lykilorð í þessu samhengi. Allt frá því May setti fram svokallaða Chequers-áætlun í Brexitmálinu hefur allt logað í deilum innan flokksins. Boris Johnson hélt sömuleiðis ræðu á landsfundinum. Auk þess að skjóta á Verkamannaflokkinn og lofa Thatcher sagði hann að Chequers-áætlunin væri mistök. „Hún er ekki raunhæf. Hún er ekki málamiðlun. Hún er hættuleg, jafnt pólitískt sem efnahagslega. Þetta er ekki það sem Bretar greiddu atkvæði með,“ sagði Johnson. Stjórnmálaskýrandi The Sun sagði svo í gær að einn þingmanna flokksins hefði bent honum á að Iain Duncan Smith, fyrrverandi leiðtogi flokksins, hafi fengið mikið lófaklapp og lof fyrir landsfundarræðu sína árið 2003. Honum hafi engu að síður verið sparkað þremur vikum seinna. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Bretland Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þykir hafa átt góðan dag í gær eftir erfiðleika undanfarinna mánaða. May hélt ræðu sína á lokadegi landsfundar breska Íhaldsflokksins sem fram fór í Birmingham. Bjartsýnis- og vonartónn var í ræðunni og hvatti hún flokkinn til þess að standa þétt saman. Forsætisráðherrann sagði að Íhaldsflokkurinn þyrfti að vera flokkur allra. Nú, áratug eftir kreppu, væru betri tímar fram undan. Nefndi hún til dæmis að eldsneytisskattar yrðu ekki hækkaðir, að niðurskurðaraðgerðum yrði alfarið hætt og að lánaþak sveitarfélaga yrði afnumið svo hægt væri að ráðast í byggingu fleiri íbúða. En útgangan úr Evrópusambandinu var það sem flestir höfðu áhuga á. May varði stefnu sína í útgöngumálum, svokallaða Chequers-stefnu sem gengur meðal annars út á að Bretar fái áfram aðild að tollabandalagi ESB og innri markaðnum að hluta en fái samt sem áður að gera sína eigin fríverslunarsamninga. Stefnan er afar umdeild. Forseti leiðtogaráðs ESB sagði hana einfaldlega ekki ganga upp. Vegna þess hversu langt er í land í samningaviðræðum um framtíðarsamband ESB og Bretlands er óttast að enginn samningur náist. Brexitmálaráðherrann David Davis og utanríkisráðherrann Boris Johnson sögðu af sér vegna stefnunnar og þingmenn hafa gagnrýnt stefnuna mjög. Sagt hana svik við kjósendur sem kusu að yfirgefa ESB. Orðið „Chequers“ var þó hvergi að finna í ræðu May. Ráðherrann sagði að fríverslun væri leiðarstef stefnunnar og varaði við því að ef þingmenn hættu ekki að krefjast sinnar „eigin fullkomnu sýnar á Brexit“ gæti það leitt til þess að ekkert yrði af útgöngunni. Ræðu May var almennt vel tekið. Matt Hancock heilbrigðismálaráðherra sagði ræðuna stórkostlega, May hefði sýnt að hún byggi yfir miklum persónutöfrum. Viðmælendur BBC á fundinum voru almennt á sömu línu. „Þetta var besta ræða sem Theresa May hefur flutt. Hún setti fram frábær stefnumál og sýndi að flokkurinn er sameinaður,“ sagði einn fundargesta. Sameinaður er lykilorð í þessu samhengi. Allt frá því May setti fram svokallaða Chequers-áætlun í Brexitmálinu hefur allt logað í deilum innan flokksins. Boris Johnson hélt sömuleiðis ræðu á landsfundinum. Auk þess að skjóta á Verkamannaflokkinn og lofa Thatcher sagði hann að Chequers-áætlunin væri mistök. „Hún er ekki raunhæf. Hún er ekki málamiðlun. Hún er hættuleg, jafnt pólitískt sem efnahagslega. Þetta er ekki það sem Bretar greiddu atkvæði með,“ sagði Johnson. Stjórnmálaskýrandi The Sun sagði svo í gær að einn þingmanna flokksins hefði bent honum á að Iain Duncan Smith, fyrrverandi leiðtogi flokksins, hafi fengið mikið lófaklapp og lof fyrir landsfundarræðu sína árið 2003. Honum hafi engu að síður verið sparkað þremur vikum seinna.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent