Innlent

Gegn tvöföldu lögheimili barna

Sveinn Arnarsson skrifar
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði er nýr formaður íslenskra sveitarfélaga og jafnframt  fyrsta konan til að gegna formennsku í 73 ára sögu félagsins.
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði er nýr formaður íslenskra sveitarfélaga og jafnframt fyrsta konan til að gegna formennsku í 73 ára sögu félagsins. Vísir/Tryggvi Páll Tryggvason
Samband íslenskra sveitarfélaga leggst enn og aftur gegn því að börn geti haft lögheimili hjá báðum foreldrum sínum eftir sambandsslit foreldra. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hefur lagt fram frumvarp á þingi þess efnis.

Hanna Katrín Friðriksson hefur lagt fram frumvarp um tvöfalt lögheimili barna.
Megintilgangur frumvarpsins er að jafna hlut foreldra. Frumvarpið gæfi þá foreldrum sem búa ekki saman en fara sameiginlega með forsjá val um að skrá lögheimili barnsins hjá báðum foreldrum og hafa þá jafna heimild til að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins

„Sambandið getur ekki stutt frumvarp sem gerir þá kröfu til sveitarfélaga að þau aðlagi sig að algjörlega nýju greiðslu- og þjónustufyrirkomulagi hjá þúsundum fjölskyldna þegar löggjafinn gerir þá kröfu að samvinna og gott samband milli foreldra sé forsenda þess að hægt sé að ræða um jafna búsetu barns,“ segir í umsögn sambandsins.

„Tvöföld lögheimilisskráning barna getur haft veruleg áhrif á þjónustu og útgjöld sveitarfélaga, ekki síst í skólamálum,“ segir í umsögn sambandsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×