Katrín Tanja: Annie Mist sýndi mér að þetta var ekki fjarlægur draumur Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. október 2018 12:00 Saman hafa þær unnið fjóra heimsmeistaratitla. MYND/INSTAGRAM/THEDAVECASTRO Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, segir Annie Mist Þórisdóttur, sem einnig er tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, helstu ástæðu þess að íslenskar stelpur eru svo öflugar í íþróttinni. Annie Mist skaust fram á stjörnuhiminninn árið 2011 þegar að hún varð fyrst heimsmeistari í CrossFit en á þeim tíma vissu fáir Íslendingar um hvað sportið snerist. Ári síðar varði Annie titilinn og varð strax eitt af óskabörnum þjóðarinnar. „Hún ruddi brautina fyrir okkur. Ég held að hún sé ástæðan fyrir því að við eigum svona sterkar crossfit-stelpur og stráka,“ segir Katrín Tanja í hlaðvarpsþætti Snorra Björnssonar en hún vissi hvað bjó að baki þessum heimsmeistaratitlum Anniear þar sem að þær æfðu á sama stað. „Ef þú horfir á einhvern á heimsmeistaramóti sem er bestur er mjög auðvelt að benda á að viðkomandi er fæddur fyrir þetta eins og Usain Bolt í sinni grein. Þetta lítur út fyrir að vera auðvelt þegar að maður er á vellinum og manni gengur vel og ljósin eru á manni,“ segir hún. Katrín Tanja segir frá því í spjallinu við Snorra að þó hún hafi strax verið góð í CrossFit bjóst nú enginn við því að hún yrði sú besta í heiminum. Katrín fylgdist með Annie komast á toppinn og það hvatti hana áfram. Sjálf vann Katrín Tanja heimsmeistaratitilinn árið 2015 og 2016 „Það veit enginn hvað eru margir klukkutímar þarna að baki, heilu árin, blóð, sviti og tár sem hver manneskja þarna er búin að ganga í gegnum,“ segir hún. „Þetta var ekki fjarlægur draumur því þarna var Annie Mist sem að ég sá á hverjum einasta degi. Ég sá í henni hvað þurfti til. Þetta var alls ekki auðvelt. Ég sá að þetta yrði erfitt en ég sá að þetta væri hægt. Það var ótrúlega mikilvægt,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. Allan hlaðvarpsþáttinn má sjá hér að neðan en umræðan um Annie Mist og leið Katrínar á toppinn hefst eftir 24 mínútur. CrossFit Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, segir Annie Mist Þórisdóttur, sem einnig er tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, helstu ástæðu þess að íslenskar stelpur eru svo öflugar í íþróttinni. Annie Mist skaust fram á stjörnuhiminninn árið 2011 þegar að hún varð fyrst heimsmeistari í CrossFit en á þeim tíma vissu fáir Íslendingar um hvað sportið snerist. Ári síðar varði Annie titilinn og varð strax eitt af óskabörnum þjóðarinnar. „Hún ruddi brautina fyrir okkur. Ég held að hún sé ástæðan fyrir því að við eigum svona sterkar crossfit-stelpur og stráka,“ segir Katrín Tanja í hlaðvarpsþætti Snorra Björnssonar en hún vissi hvað bjó að baki þessum heimsmeistaratitlum Anniear þar sem að þær æfðu á sama stað. „Ef þú horfir á einhvern á heimsmeistaramóti sem er bestur er mjög auðvelt að benda á að viðkomandi er fæddur fyrir þetta eins og Usain Bolt í sinni grein. Þetta lítur út fyrir að vera auðvelt þegar að maður er á vellinum og manni gengur vel og ljósin eru á manni,“ segir hún. Katrín Tanja segir frá því í spjallinu við Snorra að þó hún hafi strax verið góð í CrossFit bjóst nú enginn við því að hún yrði sú besta í heiminum. Katrín fylgdist með Annie komast á toppinn og það hvatti hana áfram. Sjálf vann Katrín Tanja heimsmeistaratitilinn árið 2015 og 2016 „Það veit enginn hvað eru margir klukkutímar þarna að baki, heilu árin, blóð, sviti og tár sem hver manneskja þarna er búin að ganga í gegnum,“ segir hún. „Þetta var ekki fjarlægur draumur því þarna var Annie Mist sem að ég sá á hverjum einasta degi. Ég sá í henni hvað þurfti til. Þetta var alls ekki auðvelt. Ég sá að þetta yrði erfitt en ég sá að þetta væri hægt. Það var ótrúlega mikilvægt,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. Allan hlaðvarpsþáttinn má sjá hér að neðan en umræðan um Annie Mist og leið Katrínar á toppinn hefst eftir 24 mínútur.
CrossFit Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Sjá meira