Vegferðin frá hruni Ásta S. Helgadóttir skrifar 5. október 2018 07:00 Embætti umboðsmanns skuldara var stofnað um tveimur árum eftir efnahagshrunið en það tók til starfa þann 1. ágúst 2010. Í ljósi þess að fjárhagsstaða margra einstaklinga hafði versnað til muna frá hruni, var það mat stjórnvalda að brýn þörf væri fyrir ríkisstofnun sem myndi veita einstaklingum endurgjaldslausa aðstoð við úrlausn á fjárhagsvanda sínum. Með setningu laga um umboðsmann skuldara, fékk embættið ákveðin lögbundin hlutverk og átti stofnunin að byggja á grunni Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, sem hafði verið starfrækt frá árinu 1996. Samhliða stofnun embættisins var umboðsmanni skuldara falið að annast framkvæmd á nýju lagalegu úrræði, greiðsluaðlögun einstaklinga. Í greiðsluaðlögun er leitast við að ná frjálsum samningum við kröfuhafa með það að markmiði að koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu. Úrræðið var nýmæli á Íslandi en sambærilegt úrræði hefur staðið almenningi til boða annars staðar á Norðurlöndum um langt skeið og voru Íslendingar því seinastir Norðurlandaþjóða að innleiða slíkt úrræði. Fyrstu starfsár embættisins voru mjög krefjandi. Samhliða því að embættið var nýstofnað, þar sem ráða þurfti nýtt starfsfólk og vinna með nýja löggjöf, þurfti embættið að mæta gríðarlegum umsóknarfjölda og miklum væntingum umsækjenda. Sem dæmi má nefna að á fyrstu fimm mánuðum frá stofnun embættisins bárust hátt í 2.000 umsóknir um úrræði og á árinu 2011 bárust um 3.100 umsóknir, sem endurspeglaði þörfina á þessum tíma. Í dag er hægt að sækja um þrenns konar úrræði hjá embættinu, þ.e. ráðgjöf, greiðsluaðlögun og fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta. Alls hafa borist rúmlega 16.000 umsóknir um úrræði og hátt í 4.000 erindi. Þegar litið er yfir farinn veg og þær miklu áskoranir sem embættið hefur mætt í gegnum árin, er undirrituð stolt af þeim árangri sem hefur náðst. Nefna má ýmis dæmi til staðfestingar á honum. Fyrst ber að nefna að samningaviðræður við kröfuhafa í úrræði greiðsluaðlögunar hafa verið árangursríkar. Yfir 3.300 samningar um greiðsluaðlögun hafa tekið gildi og meðaleftirgjöf óveðtryggðra krafna hefur verið hátt í 90%. Þá má nefna það traust og viðurkenningu sem embættið hefur notið frá kröfuhöfum til að annast milligöngu við úrlausn á fjárhagsvanda einstaklinga og koma fram fyrir þeirra hönd í samningaviðræðum. Ein birtingarmynd árangursins er jafnframt sú sem lýsir stöðunni í dag, þ.e. að einstaklingar leita til embættisins til að fá aðstoð vegna fjárhagserfiðleika í þeirri viðleitni að fá úrlausn í stað þess að gefast upp. Ljóst er að embættið hefur ekki náð og mun ekki ná farsælli niðurstöðu fyrir alla sem til þess leita. Fyrir því eru margþættar ástæður, s.s. lagaskilyrði, afstaða kröfuhafa í samningaviðræðum, forsaga, mismunandi væntingar og greiðsluvilji einstaklinga o.fl. Skuldamál heimilanna eru eðli málsins samkvæmt flókinn málaflokkur, með sínum þrætueplum og ólíku skoðunum. Að mati undirritaðrar er mikilvægt, þegar litið er til framtíðar, að einstaklingar sem lenda í greiðsluerfiðleikum geti nálgast endurgjaldslausa þjónustu og fengið lausnir á borð við greiðsluaðlögun, sem hefur margsannað mikilvægi sitt. Embættið hefur lagt aukna áherslu á að veita fræðslu um starfsemina og þau úrræði sem standa einstaklingum til boða. Þá er mikilvægt að nýta þá greiningu sem embættið hefur á stöðu þeirra umsækjanda sem leita til þess á hverjum tíma, þegar lagt er mat á hvort einhver hættumerki séu til staðar í þjóðfélaginu. Í starfi mínu sem umboðsmaður skuldara, verður ekki fram hjá því litið, hve þörfin er mikil fyrir að efla fjármálalæsi í íslensku samfélagi. Gott fjármálalæsi er grunnur að fjárhagslegri velferð og því hyggst embættið leggja aukna áherslu á forvarnir og fræðslu um fjármál heimilanna en ljóst er að margir þurfa leggja sitt á vogarskálarnar í þeim efnum. Umboðsmaður skuldara býður fram þjónustu sína og þekkingu á þær vogarskálar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Embætti umboðsmanns skuldara var stofnað um tveimur árum eftir efnahagshrunið en það tók til starfa þann 1. ágúst 2010. Í ljósi þess að fjárhagsstaða margra einstaklinga hafði versnað til muna frá hruni, var það mat stjórnvalda að brýn þörf væri fyrir ríkisstofnun sem myndi veita einstaklingum endurgjaldslausa aðstoð við úrlausn á fjárhagsvanda sínum. Með setningu laga um umboðsmann skuldara, fékk embættið ákveðin lögbundin hlutverk og átti stofnunin að byggja á grunni Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, sem hafði verið starfrækt frá árinu 1996. Samhliða stofnun embættisins var umboðsmanni skuldara falið að annast framkvæmd á nýju lagalegu úrræði, greiðsluaðlögun einstaklinga. Í greiðsluaðlögun er leitast við að ná frjálsum samningum við kröfuhafa með það að markmiði að koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu. Úrræðið var nýmæli á Íslandi en sambærilegt úrræði hefur staðið almenningi til boða annars staðar á Norðurlöndum um langt skeið og voru Íslendingar því seinastir Norðurlandaþjóða að innleiða slíkt úrræði. Fyrstu starfsár embættisins voru mjög krefjandi. Samhliða því að embættið var nýstofnað, þar sem ráða þurfti nýtt starfsfólk og vinna með nýja löggjöf, þurfti embættið að mæta gríðarlegum umsóknarfjölda og miklum væntingum umsækjenda. Sem dæmi má nefna að á fyrstu fimm mánuðum frá stofnun embættisins bárust hátt í 2.000 umsóknir um úrræði og á árinu 2011 bárust um 3.100 umsóknir, sem endurspeglaði þörfina á þessum tíma. Í dag er hægt að sækja um þrenns konar úrræði hjá embættinu, þ.e. ráðgjöf, greiðsluaðlögun og fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta. Alls hafa borist rúmlega 16.000 umsóknir um úrræði og hátt í 4.000 erindi. Þegar litið er yfir farinn veg og þær miklu áskoranir sem embættið hefur mætt í gegnum árin, er undirrituð stolt af þeim árangri sem hefur náðst. Nefna má ýmis dæmi til staðfestingar á honum. Fyrst ber að nefna að samningaviðræður við kröfuhafa í úrræði greiðsluaðlögunar hafa verið árangursríkar. Yfir 3.300 samningar um greiðsluaðlögun hafa tekið gildi og meðaleftirgjöf óveðtryggðra krafna hefur verið hátt í 90%. Þá má nefna það traust og viðurkenningu sem embættið hefur notið frá kröfuhöfum til að annast milligöngu við úrlausn á fjárhagsvanda einstaklinga og koma fram fyrir þeirra hönd í samningaviðræðum. Ein birtingarmynd árangursins er jafnframt sú sem lýsir stöðunni í dag, þ.e. að einstaklingar leita til embættisins til að fá aðstoð vegna fjárhagserfiðleika í þeirri viðleitni að fá úrlausn í stað þess að gefast upp. Ljóst er að embættið hefur ekki náð og mun ekki ná farsælli niðurstöðu fyrir alla sem til þess leita. Fyrir því eru margþættar ástæður, s.s. lagaskilyrði, afstaða kröfuhafa í samningaviðræðum, forsaga, mismunandi væntingar og greiðsluvilji einstaklinga o.fl. Skuldamál heimilanna eru eðli málsins samkvæmt flókinn málaflokkur, með sínum þrætueplum og ólíku skoðunum. Að mati undirritaðrar er mikilvægt, þegar litið er til framtíðar, að einstaklingar sem lenda í greiðsluerfiðleikum geti nálgast endurgjaldslausa þjónustu og fengið lausnir á borð við greiðsluaðlögun, sem hefur margsannað mikilvægi sitt. Embættið hefur lagt aukna áherslu á að veita fræðslu um starfsemina og þau úrræði sem standa einstaklingum til boða. Þá er mikilvægt að nýta þá greiningu sem embættið hefur á stöðu þeirra umsækjanda sem leita til þess á hverjum tíma, þegar lagt er mat á hvort einhver hættumerki séu til staðar í þjóðfélaginu. Í starfi mínu sem umboðsmaður skuldara, verður ekki fram hjá því litið, hve þörfin er mikil fyrir að efla fjármálalæsi í íslensku samfélagi. Gott fjármálalæsi er grunnur að fjárhagslegri velferð og því hyggst embættið leggja aukna áherslu á forvarnir og fræðslu um fjármál heimilanna en ljóst er að margir þurfa leggja sitt á vogarskálarnar í þeim efnum. Umboðsmaður skuldara býður fram þjónustu sína og þekkingu á þær vogarskálar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun