Vegferðin frá hruni Ásta S. Helgadóttir skrifar 5. október 2018 07:00 Embætti umboðsmanns skuldara var stofnað um tveimur árum eftir efnahagshrunið en það tók til starfa þann 1. ágúst 2010. Í ljósi þess að fjárhagsstaða margra einstaklinga hafði versnað til muna frá hruni, var það mat stjórnvalda að brýn þörf væri fyrir ríkisstofnun sem myndi veita einstaklingum endurgjaldslausa aðstoð við úrlausn á fjárhagsvanda sínum. Með setningu laga um umboðsmann skuldara, fékk embættið ákveðin lögbundin hlutverk og átti stofnunin að byggja á grunni Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, sem hafði verið starfrækt frá árinu 1996. Samhliða stofnun embættisins var umboðsmanni skuldara falið að annast framkvæmd á nýju lagalegu úrræði, greiðsluaðlögun einstaklinga. Í greiðsluaðlögun er leitast við að ná frjálsum samningum við kröfuhafa með það að markmiði að koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu. Úrræðið var nýmæli á Íslandi en sambærilegt úrræði hefur staðið almenningi til boða annars staðar á Norðurlöndum um langt skeið og voru Íslendingar því seinastir Norðurlandaþjóða að innleiða slíkt úrræði. Fyrstu starfsár embættisins voru mjög krefjandi. Samhliða því að embættið var nýstofnað, þar sem ráða þurfti nýtt starfsfólk og vinna með nýja löggjöf, þurfti embættið að mæta gríðarlegum umsóknarfjölda og miklum væntingum umsækjenda. Sem dæmi má nefna að á fyrstu fimm mánuðum frá stofnun embættisins bárust hátt í 2.000 umsóknir um úrræði og á árinu 2011 bárust um 3.100 umsóknir, sem endurspeglaði þörfina á þessum tíma. Í dag er hægt að sækja um þrenns konar úrræði hjá embættinu, þ.e. ráðgjöf, greiðsluaðlögun og fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta. Alls hafa borist rúmlega 16.000 umsóknir um úrræði og hátt í 4.000 erindi. Þegar litið er yfir farinn veg og þær miklu áskoranir sem embættið hefur mætt í gegnum árin, er undirrituð stolt af þeim árangri sem hefur náðst. Nefna má ýmis dæmi til staðfestingar á honum. Fyrst ber að nefna að samningaviðræður við kröfuhafa í úrræði greiðsluaðlögunar hafa verið árangursríkar. Yfir 3.300 samningar um greiðsluaðlögun hafa tekið gildi og meðaleftirgjöf óveðtryggðra krafna hefur verið hátt í 90%. Þá má nefna það traust og viðurkenningu sem embættið hefur notið frá kröfuhöfum til að annast milligöngu við úrlausn á fjárhagsvanda einstaklinga og koma fram fyrir þeirra hönd í samningaviðræðum. Ein birtingarmynd árangursins er jafnframt sú sem lýsir stöðunni í dag, þ.e. að einstaklingar leita til embættisins til að fá aðstoð vegna fjárhagserfiðleika í þeirri viðleitni að fá úrlausn í stað þess að gefast upp. Ljóst er að embættið hefur ekki náð og mun ekki ná farsælli niðurstöðu fyrir alla sem til þess leita. Fyrir því eru margþættar ástæður, s.s. lagaskilyrði, afstaða kröfuhafa í samningaviðræðum, forsaga, mismunandi væntingar og greiðsluvilji einstaklinga o.fl. Skuldamál heimilanna eru eðli málsins samkvæmt flókinn málaflokkur, með sínum þrætueplum og ólíku skoðunum. Að mati undirritaðrar er mikilvægt, þegar litið er til framtíðar, að einstaklingar sem lenda í greiðsluerfiðleikum geti nálgast endurgjaldslausa þjónustu og fengið lausnir á borð við greiðsluaðlögun, sem hefur margsannað mikilvægi sitt. Embættið hefur lagt aukna áherslu á að veita fræðslu um starfsemina og þau úrræði sem standa einstaklingum til boða. Þá er mikilvægt að nýta þá greiningu sem embættið hefur á stöðu þeirra umsækjanda sem leita til þess á hverjum tíma, þegar lagt er mat á hvort einhver hættumerki séu til staðar í þjóðfélaginu. Í starfi mínu sem umboðsmaður skuldara, verður ekki fram hjá því litið, hve þörfin er mikil fyrir að efla fjármálalæsi í íslensku samfélagi. Gott fjármálalæsi er grunnur að fjárhagslegri velferð og því hyggst embættið leggja aukna áherslu á forvarnir og fræðslu um fjármál heimilanna en ljóst er að margir þurfa leggja sitt á vogarskálarnar í þeim efnum. Umboðsmaður skuldara býður fram þjónustu sína og þekkingu á þær vogarskálar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Sjá meira
Embætti umboðsmanns skuldara var stofnað um tveimur árum eftir efnahagshrunið en það tók til starfa þann 1. ágúst 2010. Í ljósi þess að fjárhagsstaða margra einstaklinga hafði versnað til muna frá hruni, var það mat stjórnvalda að brýn þörf væri fyrir ríkisstofnun sem myndi veita einstaklingum endurgjaldslausa aðstoð við úrlausn á fjárhagsvanda sínum. Með setningu laga um umboðsmann skuldara, fékk embættið ákveðin lögbundin hlutverk og átti stofnunin að byggja á grunni Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, sem hafði verið starfrækt frá árinu 1996. Samhliða stofnun embættisins var umboðsmanni skuldara falið að annast framkvæmd á nýju lagalegu úrræði, greiðsluaðlögun einstaklinga. Í greiðsluaðlögun er leitast við að ná frjálsum samningum við kröfuhafa með það að markmiði að koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu. Úrræðið var nýmæli á Íslandi en sambærilegt úrræði hefur staðið almenningi til boða annars staðar á Norðurlöndum um langt skeið og voru Íslendingar því seinastir Norðurlandaþjóða að innleiða slíkt úrræði. Fyrstu starfsár embættisins voru mjög krefjandi. Samhliða því að embættið var nýstofnað, þar sem ráða þurfti nýtt starfsfólk og vinna með nýja löggjöf, þurfti embættið að mæta gríðarlegum umsóknarfjölda og miklum væntingum umsækjenda. Sem dæmi má nefna að á fyrstu fimm mánuðum frá stofnun embættisins bárust hátt í 2.000 umsóknir um úrræði og á árinu 2011 bárust um 3.100 umsóknir, sem endurspeglaði þörfina á þessum tíma. Í dag er hægt að sækja um þrenns konar úrræði hjá embættinu, þ.e. ráðgjöf, greiðsluaðlögun og fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta. Alls hafa borist rúmlega 16.000 umsóknir um úrræði og hátt í 4.000 erindi. Þegar litið er yfir farinn veg og þær miklu áskoranir sem embættið hefur mætt í gegnum árin, er undirrituð stolt af þeim árangri sem hefur náðst. Nefna má ýmis dæmi til staðfestingar á honum. Fyrst ber að nefna að samningaviðræður við kröfuhafa í úrræði greiðsluaðlögunar hafa verið árangursríkar. Yfir 3.300 samningar um greiðsluaðlögun hafa tekið gildi og meðaleftirgjöf óveðtryggðra krafna hefur verið hátt í 90%. Þá má nefna það traust og viðurkenningu sem embættið hefur notið frá kröfuhöfum til að annast milligöngu við úrlausn á fjárhagsvanda einstaklinga og koma fram fyrir þeirra hönd í samningaviðræðum. Ein birtingarmynd árangursins er jafnframt sú sem lýsir stöðunni í dag, þ.e. að einstaklingar leita til embættisins til að fá aðstoð vegna fjárhagserfiðleika í þeirri viðleitni að fá úrlausn í stað þess að gefast upp. Ljóst er að embættið hefur ekki náð og mun ekki ná farsælli niðurstöðu fyrir alla sem til þess leita. Fyrir því eru margþættar ástæður, s.s. lagaskilyrði, afstaða kröfuhafa í samningaviðræðum, forsaga, mismunandi væntingar og greiðsluvilji einstaklinga o.fl. Skuldamál heimilanna eru eðli málsins samkvæmt flókinn málaflokkur, með sínum þrætueplum og ólíku skoðunum. Að mati undirritaðrar er mikilvægt, þegar litið er til framtíðar, að einstaklingar sem lenda í greiðsluerfiðleikum geti nálgast endurgjaldslausa þjónustu og fengið lausnir á borð við greiðsluaðlögun, sem hefur margsannað mikilvægi sitt. Embættið hefur lagt aukna áherslu á að veita fræðslu um starfsemina og þau úrræði sem standa einstaklingum til boða. Þá er mikilvægt að nýta þá greiningu sem embættið hefur á stöðu þeirra umsækjanda sem leita til þess á hverjum tíma, þegar lagt er mat á hvort einhver hættumerki séu til staðar í þjóðfélaginu. Í starfi mínu sem umboðsmaður skuldara, verður ekki fram hjá því litið, hve þörfin er mikil fyrir að efla fjármálalæsi í íslensku samfélagi. Gott fjármálalæsi er grunnur að fjárhagslegri velferð og því hyggst embættið leggja aukna áherslu á forvarnir og fræðslu um fjármál heimilanna en ljóst er að margir þurfa leggja sitt á vogarskálarnar í þeim efnum. Umboðsmaður skuldara býður fram þjónustu sína og þekkingu á þær vogarskálar.
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar