Demókratar eru ósáttir við Kavanaugh-skýrslu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2018 07:30 Brett Kavanaugh. Vísir/EPA Bandaríkin Öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum fengu í gær að skoða skýrslu um afrakstur bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á dómaranum Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. Bakgrunnsrannsóknin var opnuð á ný eftir að Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar kröfðust þess við yfirheyrslur yfir Kavanaugh og sálfræðiprófessornum Christine Blasey Ford, sem sakar Kavanaugh um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi á níunda áratugnum, að rannsóknin yrði opnuð á ný í ljósi ásakana Ford og annarra kvenna. Repúblikaninn Jeff Flake tók svo undir kröfuna, og kom þannig í veg fyrir að Kavanaugh hefði meirihluta á bak við sig. Í kröfu Flakes á þeim tíma kom fram að hann vildi að rannsóknin yrði ekki lengri en vika og að umfang hennar yrði takmarkað. Við það var staðið og samþykktu Demókratar þá málamiðlun. Dianne Feinstein, æðsti þingmaður Demókrata í nefndinni, og Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata, héldu blaðamannafund um hina nýju skýrslu í gær. „Það merkilegasta við skýrsluna er það sem er ekki í henni. FBI hafði hvorki tal af Brett Kavanaugh né Blasey Ford,“ sagði Feinstein og bætti við: „Það sem við fengum að skoða í dag […] virðist vera afrakstur ókláraðrar rannsóknar. Ef til vill gerði forsetaembættið þessar takmarkanir, ég veit það ekki.“ Feinstein sagði Demókrata hafa samþykkt að umfang rannsóknarinnar yrði takmarkað. „En við samþykktum ekki að forsetaembættið ætti að tjóðra FBI,“ sagði hún. Schumer tók í sama streng og gagnrýndi takmarkanir á umfangi skýrslunnar. „Við ítrekum ákall okkar um það, í ljósi takmarkana á rannsókninni, að þessi skjöl verði gerð opinber. Af hverju ætti almenningur ekki að fá að sjá þetta?“ spurði Schumer en skýrslan var ekki gerð opinber í gær né var henni lekið í fjölmiðla. Bæði gagnrýndu þau að öldungadeildarþingmennirnir, hundrað talsins, hafi einungis fengið eitt eintak til að skoða saman. Repúblikanar eru öllu sáttari við skýrsluna og segja málflutning Demókrata einungis til þess gerðan að tefja. Chuck Grassley, formaður dómsmálanefndarinnar, sagði ekkert í skýrslunni sem nefndin vissi ekki áður. „Rannsóknin leiddi ekki í ljós neinar vísbendingar um illgjörðir og það sama má segja um fyrri sex bakgrunnsrannsóknir sem gerðar hafa verið á Kavanaugh á 25 ára starfsferli hans fyrir hið opinbera,“ sagði formaðurinn. Schumer sagðist hins vegar ósammála orðum hans en útskýrði það ekki frekar. John Kennedy, Repúblikani í dómsmálanefndinni [sem er ekki hluti af hinni frægu Kennedy-fjölskyldu], tók undir með Grassley. „Ég kom ekki auga á neitt sem styður ásakanir á hendur Kavanaugh og sé ekki hvernig nokkur sanngjörn manneskja getur komist að annarri niðurstöðu.“ Forsetinn tjáði sig einnig um rannsóknina á Twitter. „Þetta er í sjöunda skipti sem FBI rannsakar Kavanaugh dómara. Jafnvel þótt rannsóknirnar yrðu hundrað talsins væri það samt ekki nógu gott fyrir Demókrata sem vilja ekkert gera nema tefja og hindra. Atkvæðagreiðsla fer fram í öldungadeildinni í heild í dag um að taka málið til umfjöllunar. Mitch McConnell, þingflokksformaður Repúblikana í öldungadeildinni, hefur svo sagt að atkvæðagreiðslan um sjálfa tilnefninguna fari fram á morgun. Ekki er öruggt að þingmenn greiði atkvæði á sama hátt í atkvæðagreiðslunum tveimur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Bandaríkin Öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum fengu í gær að skoða skýrslu um afrakstur bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á dómaranum Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. Bakgrunnsrannsóknin var opnuð á ný eftir að Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar kröfðust þess við yfirheyrslur yfir Kavanaugh og sálfræðiprófessornum Christine Blasey Ford, sem sakar Kavanaugh um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi á níunda áratugnum, að rannsóknin yrði opnuð á ný í ljósi ásakana Ford og annarra kvenna. Repúblikaninn Jeff Flake tók svo undir kröfuna, og kom þannig í veg fyrir að Kavanaugh hefði meirihluta á bak við sig. Í kröfu Flakes á þeim tíma kom fram að hann vildi að rannsóknin yrði ekki lengri en vika og að umfang hennar yrði takmarkað. Við það var staðið og samþykktu Demókratar þá málamiðlun. Dianne Feinstein, æðsti þingmaður Demókrata í nefndinni, og Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata, héldu blaðamannafund um hina nýju skýrslu í gær. „Það merkilegasta við skýrsluna er það sem er ekki í henni. FBI hafði hvorki tal af Brett Kavanaugh né Blasey Ford,“ sagði Feinstein og bætti við: „Það sem við fengum að skoða í dag […] virðist vera afrakstur ókláraðrar rannsóknar. Ef til vill gerði forsetaembættið þessar takmarkanir, ég veit það ekki.“ Feinstein sagði Demókrata hafa samþykkt að umfang rannsóknarinnar yrði takmarkað. „En við samþykktum ekki að forsetaembættið ætti að tjóðra FBI,“ sagði hún. Schumer tók í sama streng og gagnrýndi takmarkanir á umfangi skýrslunnar. „Við ítrekum ákall okkar um það, í ljósi takmarkana á rannsókninni, að þessi skjöl verði gerð opinber. Af hverju ætti almenningur ekki að fá að sjá þetta?“ spurði Schumer en skýrslan var ekki gerð opinber í gær né var henni lekið í fjölmiðla. Bæði gagnrýndu þau að öldungadeildarþingmennirnir, hundrað talsins, hafi einungis fengið eitt eintak til að skoða saman. Repúblikanar eru öllu sáttari við skýrsluna og segja málflutning Demókrata einungis til þess gerðan að tefja. Chuck Grassley, formaður dómsmálanefndarinnar, sagði ekkert í skýrslunni sem nefndin vissi ekki áður. „Rannsóknin leiddi ekki í ljós neinar vísbendingar um illgjörðir og það sama má segja um fyrri sex bakgrunnsrannsóknir sem gerðar hafa verið á Kavanaugh á 25 ára starfsferli hans fyrir hið opinbera,“ sagði formaðurinn. Schumer sagðist hins vegar ósammála orðum hans en útskýrði það ekki frekar. John Kennedy, Repúblikani í dómsmálanefndinni [sem er ekki hluti af hinni frægu Kennedy-fjölskyldu], tók undir með Grassley. „Ég kom ekki auga á neitt sem styður ásakanir á hendur Kavanaugh og sé ekki hvernig nokkur sanngjörn manneskja getur komist að annarri niðurstöðu.“ Forsetinn tjáði sig einnig um rannsóknina á Twitter. „Þetta er í sjöunda skipti sem FBI rannsakar Kavanaugh dómara. Jafnvel þótt rannsóknirnar yrðu hundrað talsins væri það samt ekki nógu gott fyrir Demókrata sem vilja ekkert gera nema tefja og hindra. Atkvæðagreiðsla fer fram í öldungadeildinni í heild í dag um að taka málið til umfjöllunar. Mitch McConnell, þingflokksformaður Repúblikana í öldungadeildinni, hefur svo sagt að atkvæðagreiðslan um sjálfa tilnefninguna fari fram á morgun. Ekki er öruggt að þingmenn greiði atkvæði á sama hátt í atkvæðagreiðslunum tveimur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira