Flunkuný Nintendo Switch á leiðinni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2018 08:00 Mario Odyssey er einn vinsælasti leikurinn á Switch. Nordicphotos/Getty Japanski tölvuleikjarisinn Nintendo áformar að setja á markað uppfærða útgáfu af leikjatölvunni Nintendo Switch á næsta ári. Wall Street Journal greindi frá þessu í gær og sagði fyrirtækið með þessu vilja halda þeim meðbyr sem hefur verið með leikjatölvunni. Birgjar Nintendo og aðrir heimildarmenn miðilsins studdu þessa frásögn. Ekkert er þó orðið opinbert enn um hvernig tölvan verður frábrugðin þeirri upprunalegu. Það er óhætt að segja að Switch hafi selst vel. Betur en meira að segja Nintendo átti von á. Það má einna helst rekja til þess að tölvan er ólík öðrum leikjatölvum að því leyti að hana er bæði hægt að tengja við sjónvarp og einfaldlega halda á henni og spila. Góðir dómar leikja sem er eingöngu hægt að spila á Switch, til að mynda nýjustu leikirnir í Zelda- og Mario-söguheimunum, hafa sömuleiðis hjálpað Nintendo. Síðastu opinberu sölutölur sýndu að tuttugu milljónir eintaka hefðu selst hingað til, en tölvan kom á markað í mars 2017. Switch er sú leikjatölva Nintendo sem hefur selst hraðast. Hún á hins vegar langt í land með að ná söluhæstu leikjatölvu Nintendo, Nintendo DS, sem seldist í 154 milljónum eintaka. Hvað þá PlayStation 2 sem seldist enn betur. Nintendo Switch Online, kerfið utan um vefspilun á tölvunni, fór í loftið í vikunni. Fram að því hafði vefspilun verið gjaldfrjáls en takmörkuð. Nú þurfa Switch-eigendur að reiða af hendi tæpar 500 krónur á mánuði, sem er töluvert minna en vefspilunaráskrift fyrir Xbox One og PlayStation 4 kostar. Með fylgir app með tuttugu sígildum leikjum fyrir NES-leikjatölvuna, fyrstu leikjatölvu Nintendo sem kom út árið 1983. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Japanski tölvuleikjarisinn Nintendo áformar að setja á markað uppfærða útgáfu af leikjatölvunni Nintendo Switch á næsta ári. Wall Street Journal greindi frá þessu í gær og sagði fyrirtækið með þessu vilja halda þeim meðbyr sem hefur verið með leikjatölvunni. Birgjar Nintendo og aðrir heimildarmenn miðilsins studdu þessa frásögn. Ekkert er þó orðið opinbert enn um hvernig tölvan verður frábrugðin þeirri upprunalegu. Það er óhætt að segja að Switch hafi selst vel. Betur en meira að segja Nintendo átti von á. Það má einna helst rekja til þess að tölvan er ólík öðrum leikjatölvum að því leyti að hana er bæði hægt að tengja við sjónvarp og einfaldlega halda á henni og spila. Góðir dómar leikja sem er eingöngu hægt að spila á Switch, til að mynda nýjustu leikirnir í Zelda- og Mario-söguheimunum, hafa sömuleiðis hjálpað Nintendo. Síðastu opinberu sölutölur sýndu að tuttugu milljónir eintaka hefðu selst hingað til, en tölvan kom á markað í mars 2017. Switch er sú leikjatölva Nintendo sem hefur selst hraðast. Hún á hins vegar langt í land með að ná söluhæstu leikjatölvu Nintendo, Nintendo DS, sem seldist í 154 milljónum eintaka. Hvað þá PlayStation 2 sem seldist enn betur. Nintendo Switch Online, kerfið utan um vefspilun á tölvunni, fór í loftið í vikunni. Fram að því hafði vefspilun verið gjaldfrjáls en takmörkuð. Nú þurfa Switch-eigendur að reiða af hendi tæpar 500 krónur á mánuði, sem er töluvert minna en vefspilunaráskrift fyrir Xbox One og PlayStation 4 kostar. Með fylgir app með tuttugu sígildum leikjum fyrir NES-leikjatölvuna, fyrstu leikjatölvu Nintendo sem kom út árið 1983.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira