Græn orka tvöfaldast á aðeins tveimur árum Sveinn Arnarsson skrifar 5. október 2018 07:30 Bílar sem keyptir eru nýir nú munu að öllum líkindum rata inn í Parísartölfræðina. Fréttablaðið/Ernir Endurnýjanlegt eldsneyti til samgangna á Íslandi hefur tvöfaldast á aðeins tveimur árum. Er nú svo komið að 5,7 prósent orkunotkunar í samgöngum koma frá endurnýjanlegu eldsneyti. Þetta kemur fram í skýrslu Orkustofnunar um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum hér á landi í fyrra sem birtist nýlega. Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir mikilvægt að menn hugi nú þegar að samsetningu bílaflotans vegna Parísarsamkomulagsins. Fyrir loftslagsráðstefnuna í París settu þjóðir heims fram aðgerðaloforð þar sem hver þjóð leggur fram drög að því hversu mikið hún ætlar að draga úr losun til 2030. Hreinir rafmagnsbílar eða annars konar ökutæki sem nota græna orku þurfa að verða orðin um hundrað þúsund eftir tólf ár, ætlum við okkur að standa við skuldbindingar okkar. „Eina leiðin til að ná skuldbindingum okkar er að rafvæða samgöngur,“ segir Sigurður Ingi. „Við erum komnir inn á þá tíma að bílar sem keyptir eru nýir munu líklega verða inni í Parísartölfræðinni árið 2030. Þess vegna er orðið mjög mikilvægt að hægja á því að troða glænýjum bensín- og dísilbílum inn á markaðinn. Nú erum við byrjaðir að raða inn í flotann sem mun svo telja í bókhaldinu okkar við Parísarsamkomulagið.“ Í fyrra voru notaðar fimm tegundir græns eldsneytis í samgöngum á landi. Það eru lífdísil, etanól, metanól, metan og raforka. Þrír hinir síðastnefndu eru eingöngu innlendir orkugjafar, það er, aðeins framleiddir hér á landi. Hins vegar er svo komið að olíunotkun bíla er aftur farin að aukast eftir hrunárin. Ástæðuna má vafalaust rekja til fjölgunar erlendra ferðamanna. „Ástæða þess að endurnýjanlegt eldsneyti hefur aukist svo mikið er að rafbílar eru afar orkunýtnir. Hver rafbíll nýtir orku mun betur en bensínbíll. Þegar raforka er þannig reiknuð sem olíuígildi þá fær rafbíllinn hærri margfeldisstuðul,“ segir Sigurður Ingi. „Því getum við sagt að þegar allir bílar eru orðnir rafvæddir mun heildarorkunotkun í samgöngum snarminnka þótt fjöldi ekinna kílómetra verði sá sami og áður. Rafbílar hafa verið að taka flugið og eru nú að verða um tíu þúsund talsins. Við erum því komin áleiðis að orkuskiptum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Endurnýjanlegt eldsneyti til samgangna á Íslandi hefur tvöfaldast á aðeins tveimur árum. Er nú svo komið að 5,7 prósent orkunotkunar í samgöngum koma frá endurnýjanlegu eldsneyti. Þetta kemur fram í skýrslu Orkustofnunar um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum hér á landi í fyrra sem birtist nýlega. Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir mikilvægt að menn hugi nú þegar að samsetningu bílaflotans vegna Parísarsamkomulagsins. Fyrir loftslagsráðstefnuna í París settu þjóðir heims fram aðgerðaloforð þar sem hver þjóð leggur fram drög að því hversu mikið hún ætlar að draga úr losun til 2030. Hreinir rafmagnsbílar eða annars konar ökutæki sem nota græna orku þurfa að verða orðin um hundrað þúsund eftir tólf ár, ætlum við okkur að standa við skuldbindingar okkar. „Eina leiðin til að ná skuldbindingum okkar er að rafvæða samgöngur,“ segir Sigurður Ingi. „Við erum komnir inn á þá tíma að bílar sem keyptir eru nýir munu líklega verða inni í Parísartölfræðinni árið 2030. Þess vegna er orðið mjög mikilvægt að hægja á því að troða glænýjum bensín- og dísilbílum inn á markaðinn. Nú erum við byrjaðir að raða inn í flotann sem mun svo telja í bókhaldinu okkar við Parísarsamkomulagið.“ Í fyrra voru notaðar fimm tegundir græns eldsneytis í samgöngum á landi. Það eru lífdísil, etanól, metanól, metan og raforka. Þrír hinir síðastnefndu eru eingöngu innlendir orkugjafar, það er, aðeins framleiddir hér á landi. Hins vegar er svo komið að olíunotkun bíla er aftur farin að aukast eftir hrunárin. Ástæðuna má vafalaust rekja til fjölgunar erlendra ferðamanna. „Ástæða þess að endurnýjanlegt eldsneyti hefur aukist svo mikið er að rafbílar eru afar orkunýtnir. Hver rafbíll nýtir orku mun betur en bensínbíll. Þegar raforka er þannig reiknuð sem olíuígildi þá fær rafbíllinn hærri margfeldisstuðul,“ segir Sigurður Ingi. „Því getum við sagt að þegar allir bílar eru orðnir rafvæddir mun heildarorkunotkun í samgöngum snarminnka þótt fjöldi ekinna kílómetra verði sá sami og áður. Rafbílar hafa verið að taka flugið og eru nú að verða um tíu þúsund talsins. Við erum því komin áleiðis að orkuskiptum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira