Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2018 13:00 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur hefur unnið að mati á jarðvá á Reykjanesskaga undanfarin ár. Vísir/vilhelm Eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, sem rannsakað hefur náttúruvá á svæðinu undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsfólki sínu. Þorvaldur segir mikilvægt að hægt sé að bregðast við og meta hættuna sem fylgir yfirvofandi gosi. Viðbragðsaðilar munu aðeins hafa nokkra klukkutíma til stefnu eftir að eldgos hefst en byggðalög á Reykjanesskaga eru nær öll í grennd við „heit svæði“.Koma sér upp verkfærakistu til að bregðast við gosi Eldgosa- og náttúruvárhópur jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur unnið að reiknilíkani vegna jarðvár á Reykjanesi undanfarin þrjú ár og fékk hópurinn nýlega viðbótarstyrk frá Evrópusambandinu til áframhaldandi starfa. Fyrst var vakin athygli á starfi hópsins á vef Víkurfrétta, þar sem rætt var við Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing í ítarlegri umfjöllun um eldgosavá á Reykjanesi. Þorvaldur hefur unnið að verkefninu frá upphafi, ásamt Ármanni Höskuldssyni, Ingibjörgu Jónsdóttur og hópi meistaranema. Þorvaldur segir í samtali við Vísi að verkefnið felist fyrst og fremst í því að setja saman svokallaða „verkfærakistu“ fyrir eldgosavá. Þannig verði jarðfræðileg gögn notuð til að leggja mat á vána á ákveðnum svæðum. Hópurinn hefur einblínt á Reykjanesskagann og vinnur að því að meta hvar á svæðinu er líklegast að gjósi. „Þó svo það geti orðið eldgos á Reykjanesskaga þá er ekki þar með sagt að það muni endilega gjósa hvar sem er. Það eru meiri líkur á að það gjósi á ákveðnum stöðum sem tengjast jarðfræðilegu uppbyggingu svæðisins, eldstöðvakerfum og þar sem síðast kom upp gos,“ segir Þórarinn. Úrvinnslu gagnanna er svo hægt að nota á marga vegu, til að mynda við skipulag á byggð. „Og að sjálfsögðu getur þetta líka hjálpað okkur við að undirbúa okkur betur undir það hvernig á að bregðast við eldgosum.“Kort af vesturhluta Reykjanesskaga sem sýnir heit svæði (rauð) þar sem mestar líkur eru taldar á eldsuppkomu í náinni framtíð. Einnig eru sýndir helstu byggðarkjarnar svæðisins (Heimild: MS-ritgerð Þóru B. Andrésdóttur, 2018).Þá hefur verið unnið að gerð svokallaðra hermilíkana sem hægt er að nota til að spá fyrir um hvert hraun flæðir í tilteknu gosi, hvert gjóska dreifist og hvernig gas breiðist út. Þannig verði hægt að búa til viðbragðsáætlun í samræmi við þessar upplýsingar. Þorvaldur segir hópinn vilja koma á fót vefsíðu, þar sem upplýsingarnar og gögnin yrðu aðgengileg opinberum aðilum á borð við Almannavarnir, Veðurstofuna og fulltrúa sveitarfélaga. Bæjarstjórn Grindavíkur hefur þegar samþykkt að vísa áhættumati vegna jarðvár við bæinn til almannaverndar Grindavíkur, í framhaldi af mati Þorvalds og samstarfsfélaga hans. Frá þessu var greint á vef Víkurfrétta í lok september síðastliðnum. Höfuðborgarsvæðið ekki stikkfrí Vinna hópsins á Reykjanesskaga er að nokkru leyti almenns eðlis en ýmislegt hefur þó komið í ljós um eldvirkni og jarðhræringar á svæðinu. Þorvaldur segir til dæmis að verulegar líkur séu á því að hraungos verði á Reykjanesskaga í náinni framtíð. Ákveðnir staðir á Reykjanesi eru þó líklegri í því samhengi en aðrir. „Þeir staðir sem við teljum vera heitasta, miðað við þau gögn sem við höfum notað, eru staðir þar sem hafa orðið gos nýlega. Við höfum skoðað tvö tímabil. Annars vegar sögulega tímann og svo förum við þrjú þúsund ár aftur í tímann,“ segir Þorvaldur. Heitu svæðin á sögulegum tíma eru að sögn Þorvaldar alveg úti á Reykjanesi, þ.e. „hælnum“ á Reykjanesskaga, en þar voru til dæmis gos á 9. og 13. öld. Þá eru heit svæði við Svartsengi, í Krýsuvík, nánar tiltekið í Ögmundarhrauni og Kapelluhrauni, og í Bláfjöllum.Hvernig hafa jarðhræringar verið á svæðinu allra síðustu ár?„Þær hafa verið mest úti í sjó, út af Reykjanesi. Þá getum við fengið sprengigos, eða öskumyndandi gos. Slíkt gos gerði líka á þrettándu öld og bjó til gjóskulag sem heitir Miðaldalag og nær frá Reykjanesi og upp í Hvalfjörð, og ríflega það, og fór yfir Reykjavík. Þannig að Reykjavík er ekkert stikkfrí frá þessu.“Ármann Höskuldsson og Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingar rýna í gögn. Taldar eru verulegar líkur á því að eldgos verði á Reykjanesskaga í náinni framtíð.Vísir/VilhelmGæti byrjað að gjósa eftir 50 ár – eða á morgun Nokkur eldstöðvakerfi eru á Reykjanesskaga og hefur töluverð eldvirkni verið á svæðinu á nútíma. Virknin er lotubundin og gengur yfir á átta hundruð til þúsund ára fresti. „Í flestum tilfellum eru þetta hraungos og þau virðast koma í ákveðnum hrinum sem við köllum elda. Þessir eldar standa yfir í um tíu til þrjátíu ár og í þeim eru nokkur gos. Þetta er ekki samfelld virkni heldur er kannski pása í hundrað ár og svo byrjar aftur að gjósa. Þessar syrpur, þ.e. hrinur af eldum, þær virðast ganga yfir í bylgjum og koma á sirka átta hundruð til þúsund ára fresti og standa þá yfir í um fjögur hundruð ár,“ segir Þorvaldur. Langt er síðan síðasta eldahrina varð á Reykjanesskaga og því er gert ráð fyrir að von sé á gosi á svæðinu í náinni framtíð, hugtak sem þó ber að fara gætilega með í jarðvísindum. „Besta leiðin til að útskýra það, og svo geta menn dregið sínar ályktanir, er að það eru um átta hundruð ár síðan síðustu eldar voru á Reykjanesskaga. Og svona hrinur koma á átta hundruð til þúsund ára fresti.“Svo að gos gæti brostið á hvað úr hverju?„Það má alveg búast við því, já. Við vitum ekki nákvæmlega tímann en það virðist vera, miðað við það sem við þekkjum, að þá er Reykjanesskaginn „kominn á tíma“, eins og sagt er. Það geta náttúrulega liðið 50 ár þangað til næsta gos kemur en það gæti líka orðið á morgun.“ Nokkrir klukkutímar til að bregðast við Eins og áður sagði snýr vinna eldgosa- og náttúruvárhópsins að því að hægt sé að bregðast við yfirvofandi eldgosi, staðsetja það og notast við hermilíkönin þegar kemur að fólksflutningum og verndun á innviðum. Þannig muni strax fara í gang ferli til að lágmarka skaða, þar sem hlutirnir gerist afar hratt eftir að eldgos byrjar. Þorvaldur segir starf hópsins afar mikilvægt í því samhengi. „Við yrðum sennilega vör við óróa á svæðinu, skjálfta og annað, kannski vikum eða mánuðum áður en eitthvað skeður. En þegar kemur að gosi þá er nú sennilega ekki meiri viðvörun en upp í sólarhring, og hugsanlega styttra. Þegar við vitum að það er að koma gos, og að það verður á tilteknum stað, þá eru það einhverjir klukkutímar sem við höfum til að vinna með. Þá þurfum við að geta okkur til um hvernig gos það verður og nota hermilíkanið til að segja fyrir um hvert hraunið eða askan fer, og bregðast þá við samkvæmt því. Þess vegna er þetta svo mikilvægt, þetta hjálpar okkur að taka ákvarðanir um fólksflutninga, lokanir á vegum og svo framvegis. Það er þar sem þetta kemur inn í.“Kort frá Þorvaldi sem sýnir eldsupptök á Reykjaneshrygg á sögulegum tíma. Tölurnar gefa til kynna gosárið. Eldar í sjó undan Reykjanesi eru líklegir til þess að mynda sprengigos sem getur dreift gjósku og eldfjallagösum yfir stóran hluta Reykjanesskagans.Truflun á flugsamgöngum, öskufall og brennisteinsmengun Þorvaldur segir því að mörgu að huga þegar eldgos brestur á. Hraunflæði, öskufall og brennisteinsmengun geti valdið skaða og óþægindum, bæði á innviðum og fólki. Þá yrði að öllum líkindum stöðvun á flugsamgöngum enda eru stærstu flugvellir landsins, Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöllur, innan umrædds áhættusvæðis. „Þegar hraungos byrjar þá er oft mestur gangur á þeim í byrjun, þá flæða hraunin hraðast og þau geta farið nokkra kílómetra á klukkustund og eyðileggja allt sem fyrir þeim verður. Ef þetta kemur mjög nálægt byggð eða mannvirkjum þar sem fólk er þá þarf að koma því burtu einn tveir og þrír, þú hleypur ekkert undan þessu,“ segir Þorvaldur. „Ef verður öskufall, hvort sem það afmarkast við ysta hluta Reykjanesskagans eða nær alla leið til Reykjavíkur, þá myndi það loka flugvöllum í einhvern tíma. Gjóskufall getur valdið skaða og óþægindum, bæði skaða á innviðum og svo er óþægilegt fyrir fólk að anda því að sér. Verulegt gjóskufall er yfirleitt fyrstu klukkutímana eða dagana, en svo kemur brennisteinsmengunin og hún getur verið viðvarandi. Það fer eftir lengd gossins og hún getur þess vegna verið til staðar í vikur og mánuði ef gosið stendur það lengi.“ Þorvaldur nefnir einnig að eldgos á Reykjanesskaga geti haft áhrif á grunnvatnsgeyma og mengað drykkjarvatn. „Ef eitthvað svoleiðis kemur upp þá getum við verið í mjög alvarlegum málum. Ef drykkjarvatn svæðisins er ódrykkjarhæft þá þarf að bregðast við því á einhvern hátt, og það getur verið kostnaðarsamt.“Þrjú eldstöðvakerfi eru á Reykjanesskaga og hefur töluverð eldvirkni verið á svæðinu á nútíma. Skaginn er því þakinn ungu hrauni.Vísir/VilhelmGrindavík og Þorlákshöfn í mestri hættu Byggð á Reykjanesskaga er nær öll nálægt eldstöðvakerfum á svæðinu, og það er einkum þess vegna sem gos á umræddum slóðum gætu reynst hættuleg. Þorvaldur segir þó ákveðin byggðalög berskjaldaðri en önnur í þessu samhengi. „Þau eru öll náttúrulega mjög nálægt en þau sem eru berskjölduðust fyrir þessu eru kannski Grindavík og Þorlákshöfn. Svo eru Vogarnir, Keflavík og Reykjanesbær. Það fer líka eftir því hvort við erum að tala um hraun, ösku eða brennisteinsmengun en þessir bæir eru allir í þessari línu, svo og Reykjavíkursvæðið.“ Þorvaldur ítrekar jafnframt að höfuðborgarsvæðið sé ekki undanskilið í umræðu um hættu í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesskaga. „Það má benda á það að það eru hraun innan borgarmarka Reykjavíkur í Elliðaárdalnum sem koma þarna niður og þau geta komið aftur. Það eru mjög ung hraun á Völlunum, tvö söguleg hraun í Hafnarfirði, og svo náttúrulega erum við líka með hraun eins og Búrfellshraun, sem fólk þekkir betur sem Garðahraun og Hafnarfjarðarhraun, það kom niður dalina og fór alla leið niður á höfn. Það getur líka gerst aftur,“ segir Þorvaldur. „Mín skilaboð eru að það er miklu betra að læra að lifa með þessu og vera undirbúinn heldur en að vera að velta því fyrir sér hvar er öruggast að búa. Því við þurfum alltaf að bregðast við þessu hvort eð er.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Ölfus Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Meta hversu langt gjóskuflóð úr Öræfajökli gæti náð Jarðfræðingur segir að helsta hættan við gos í Öræfajökli sé gjóskuflóð sem eirir engu sem á vegi þess verður. 19. ágúst 2018 11:00 Skjálfti utan við Reykjanestá Jarðskjálfti af stærð 3,2 varð um sjö kílómetrum norð-norðaustur af Reykjanestá klukkan 18:10 í kvöld. 3. október 2018 19:00 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, sem rannsakað hefur náttúruvá á svæðinu undanfarin þrjú ár ásamt samstarfsfólki sínu. Þorvaldur segir mikilvægt að hægt sé að bregðast við og meta hættuna sem fylgir yfirvofandi gosi. Viðbragðsaðilar munu aðeins hafa nokkra klukkutíma til stefnu eftir að eldgos hefst en byggðalög á Reykjanesskaga eru nær öll í grennd við „heit svæði“.Koma sér upp verkfærakistu til að bregðast við gosi Eldgosa- og náttúruvárhópur jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur unnið að reiknilíkani vegna jarðvár á Reykjanesi undanfarin þrjú ár og fékk hópurinn nýlega viðbótarstyrk frá Evrópusambandinu til áframhaldandi starfa. Fyrst var vakin athygli á starfi hópsins á vef Víkurfrétta, þar sem rætt var við Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing í ítarlegri umfjöllun um eldgosavá á Reykjanesi. Þorvaldur hefur unnið að verkefninu frá upphafi, ásamt Ármanni Höskuldssyni, Ingibjörgu Jónsdóttur og hópi meistaranema. Þorvaldur segir í samtali við Vísi að verkefnið felist fyrst og fremst í því að setja saman svokallaða „verkfærakistu“ fyrir eldgosavá. Þannig verði jarðfræðileg gögn notuð til að leggja mat á vána á ákveðnum svæðum. Hópurinn hefur einblínt á Reykjanesskagann og vinnur að því að meta hvar á svæðinu er líklegast að gjósi. „Þó svo það geti orðið eldgos á Reykjanesskaga þá er ekki þar með sagt að það muni endilega gjósa hvar sem er. Það eru meiri líkur á að það gjósi á ákveðnum stöðum sem tengjast jarðfræðilegu uppbyggingu svæðisins, eldstöðvakerfum og þar sem síðast kom upp gos,“ segir Þórarinn. Úrvinnslu gagnanna er svo hægt að nota á marga vegu, til að mynda við skipulag á byggð. „Og að sjálfsögðu getur þetta líka hjálpað okkur við að undirbúa okkur betur undir það hvernig á að bregðast við eldgosum.“Kort af vesturhluta Reykjanesskaga sem sýnir heit svæði (rauð) þar sem mestar líkur eru taldar á eldsuppkomu í náinni framtíð. Einnig eru sýndir helstu byggðarkjarnar svæðisins (Heimild: MS-ritgerð Þóru B. Andrésdóttur, 2018).Þá hefur verið unnið að gerð svokallaðra hermilíkana sem hægt er að nota til að spá fyrir um hvert hraun flæðir í tilteknu gosi, hvert gjóska dreifist og hvernig gas breiðist út. Þannig verði hægt að búa til viðbragðsáætlun í samræmi við þessar upplýsingar. Þorvaldur segir hópinn vilja koma á fót vefsíðu, þar sem upplýsingarnar og gögnin yrðu aðgengileg opinberum aðilum á borð við Almannavarnir, Veðurstofuna og fulltrúa sveitarfélaga. Bæjarstjórn Grindavíkur hefur þegar samþykkt að vísa áhættumati vegna jarðvár við bæinn til almannaverndar Grindavíkur, í framhaldi af mati Þorvalds og samstarfsfélaga hans. Frá þessu var greint á vef Víkurfrétta í lok september síðastliðnum. Höfuðborgarsvæðið ekki stikkfrí Vinna hópsins á Reykjanesskaga er að nokkru leyti almenns eðlis en ýmislegt hefur þó komið í ljós um eldvirkni og jarðhræringar á svæðinu. Þorvaldur segir til dæmis að verulegar líkur séu á því að hraungos verði á Reykjanesskaga í náinni framtíð. Ákveðnir staðir á Reykjanesi eru þó líklegri í því samhengi en aðrir. „Þeir staðir sem við teljum vera heitasta, miðað við þau gögn sem við höfum notað, eru staðir þar sem hafa orðið gos nýlega. Við höfum skoðað tvö tímabil. Annars vegar sögulega tímann og svo förum við þrjú þúsund ár aftur í tímann,“ segir Þorvaldur. Heitu svæðin á sögulegum tíma eru að sögn Þorvaldar alveg úti á Reykjanesi, þ.e. „hælnum“ á Reykjanesskaga, en þar voru til dæmis gos á 9. og 13. öld. Þá eru heit svæði við Svartsengi, í Krýsuvík, nánar tiltekið í Ögmundarhrauni og Kapelluhrauni, og í Bláfjöllum.Hvernig hafa jarðhræringar verið á svæðinu allra síðustu ár?„Þær hafa verið mest úti í sjó, út af Reykjanesi. Þá getum við fengið sprengigos, eða öskumyndandi gos. Slíkt gos gerði líka á þrettándu öld og bjó til gjóskulag sem heitir Miðaldalag og nær frá Reykjanesi og upp í Hvalfjörð, og ríflega það, og fór yfir Reykjavík. Þannig að Reykjavík er ekkert stikkfrí frá þessu.“Ármann Höskuldsson og Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingar rýna í gögn. Taldar eru verulegar líkur á því að eldgos verði á Reykjanesskaga í náinni framtíð.Vísir/VilhelmGæti byrjað að gjósa eftir 50 ár – eða á morgun Nokkur eldstöðvakerfi eru á Reykjanesskaga og hefur töluverð eldvirkni verið á svæðinu á nútíma. Virknin er lotubundin og gengur yfir á átta hundruð til þúsund ára fresti. „Í flestum tilfellum eru þetta hraungos og þau virðast koma í ákveðnum hrinum sem við köllum elda. Þessir eldar standa yfir í um tíu til þrjátíu ár og í þeim eru nokkur gos. Þetta er ekki samfelld virkni heldur er kannski pása í hundrað ár og svo byrjar aftur að gjósa. Þessar syrpur, þ.e. hrinur af eldum, þær virðast ganga yfir í bylgjum og koma á sirka átta hundruð til þúsund ára fresti og standa þá yfir í um fjögur hundruð ár,“ segir Þorvaldur. Langt er síðan síðasta eldahrina varð á Reykjanesskaga og því er gert ráð fyrir að von sé á gosi á svæðinu í náinni framtíð, hugtak sem þó ber að fara gætilega með í jarðvísindum. „Besta leiðin til að útskýra það, og svo geta menn dregið sínar ályktanir, er að það eru um átta hundruð ár síðan síðustu eldar voru á Reykjanesskaga. Og svona hrinur koma á átta hundruð til þúsund ára fresti.“Svo að gos gæti brostið á hvað úr hverju?„Það má alveg búast við því, já. Við vitum ekki nákvæmlega tímann en það virðist vera, miðað við það sem við þekkjum, að þá er Reykjanesskaginn „kominn á tíma“, eins og sagt er. Það geta náttúrulega liðið 50 ár þangað til næsta gos kemur en það gæti líka orðið á morgun.“ Nokkrir klukkutímar til að bregðast við Eins og áður sagði snýr vinna eldgosa- og náttúruvárhópsins að því að hægt sé að bregðast við yfirvofandi eldgosi, staðsetja það og notast við hermilíkönin þegar kemur að fólksflutningum og verndun á innviðum. Þannig muni strax fara í gang ferli til að lágmarka skaða, þar sem hlutirnir gerist afar hratt eftir að eldgos byrjar. Þorvaldur segir starf hópsins afar mikilvægt í því samhengi. „Við yrðum sennilega vör við óróa á svæðinu, skjálfta og annað, kannski vikum eða mánuðum áður en eitthvað skeður. En þegar kemur að gosi þá er nú sennilega ekki meiri viðvörun en upp í sólarhring, og hugsanlega styttra. Þegar við vitum að það er að koma gos, og að það verður á tilteknum stað, þá eru það einhverjir klukkutímar sem við höfum til að vinna með. Þá þurfum við að geta okkur til um hvernig gos það verður og nota hermilíkanið til að segja fyrir um hvert hraunið eða askan fer, og bregðast þá við samkvæmt því. Þess vegna er þetta svo mikilvægt, þetta hjálpar okkur að taka ákvarðanir um fólksflutninga, lokanir á vegum og svo framvegis. Það er þar sem þetta kemur inn í.“Kort frá Þorvaldi sem sýnir eldsupptök á Reykjaneshrygg á sögulegum tíma. Tölurnar gefa til kynna gosárið. Eldar í sjó undan Reykjanesi eru líklegir til þess að mynda sprengigos sem getur dreift gjósku og eldfjallagösum yfir stóran hluta Reykjanesskagans.Truflun á flugsamgöngum, öskufall og brennisteinsmengun Þorvaldur segir því að mörgu að huga þegar eldgos brestur á. Hraunflæði, öskufall og brennisteinsmengun geti valdið skaða og óþægindum, bæði á innviðum og fólki. Þá yrði að öllum líkindum stöðvun á flugsamgöngum enda eru stærstu flugvellir landsins, Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöllur, innan umrædds áhættusvæðis. „Þegar hraungos byrjar þá er oft mestur gangur á þeim í byrjun, þá flæða hraunin hraðast og þau geta farið nokkra kílómetra á klukkustund og eyðileggja allt sem fyrir þeim verður. Ef þetta kemur mjög nálægt byggð eða mannvirkjum þar sem fólk er þá þarf að koma því burtu einn tveir og þrír, þú hleypur ekkert undan þessu,“ segir Þorvaldur. „Ef verður öskufall, hvort sem það afmarkast við ysta hluta Reykjanesskagans eða nær alla leið til Reykjavíkur, þá myndi það loka flugvöllum í einhvern tíma. Gjóskufall getur valdið skaða og óþægindum, bæði skaða á innviðum og svo er óþægilegt fyrir fólk að anda því að sér. Verulegt gjóskufall er yfirleitt fyrstu klukkutímana eða dagana, en svo kemur brennisteinsmengunin og hún getur verið viðvarandi. Það fer eftir lengd gossins og hún getur þess vegna verið til staðar í vikur og mánuði ef gosið stendur það lengi.“ Þorvaldur nefnir einnig að eldgos á Reykjanesskaga geti haft áhrif á grunnvatnsgeyma og mengað drykkjarvatn. „Ef eitthvað svoleiðis kemur upp þá getum við verið í mjög alvarlegum málum. Ef drykkjarvatn svæðisins er ódrykkjarhæft þá þarf að bregðast við því á einhvern hátt, og það getur verið kostnaðarsamt.“Þrjú eldstöðvakerfi eru á Reykjanesskaga og hefur töluverð eldvirkni verið á svæðinu á nútíma. Skaginn er því þakinn ungu hrauni.Vísir/VilhelmGrindavík og Þorlákshöfn í mestri hættu Byggð á Reykjanesskaga er nær öll nálægt eldstöðvakerfum á svæðinu, og það er einkum þess vegna sem gos á umræddum slóðum gætu reynst hættuleg. Þorvaldur segir þó ákveðin byggðalög berskjaldaðri en önnur í þessu samhengi. „Þau eru öll náttúrulega mjög nálægt en þau sem eru berskjölduðust fyrir þessu eru kannski Grindavík og Þorlákshöfn. Svo eru Vogarnir, Keflavík og Reykjanesbær. Það fer líka eftir því hvort við erum að tala um hraun, ösku eða brennisteinsmengun en þessir bæir eru allir í þessari línu, svo og Reykjavíkursvæðið.“ Þorvaldur ítrekar jafnframt að höfuðborgarsvæðið sé ekki undanskilið í umræðu um hættu í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesskaga. „Það má benda á það að það eru hraun innan borgarmarka Reykjavíkur í Elliðaárdalnum sem koma þarna niður og þau geta komið aftur. Það eru mjög ung hraun á Völlunum, tvö söguleg hraun í Hafnarfirði, og svo náttúrulega erum við líka með hraun eins og Búrfellshraun, sem fólk þekkir betur sem Garðahraun og Hafnarfjarðarhraun, það kom niður dalina og fór alla leið niður á höfn. Það getur líka gerst aftur,“ segir Þorvaldur. „Mín skilaboð eru að það er miklu betra að læra að lifa með þessu og vera undirbúinn heldur en að vera að velta því fyrir sér hvar er öruggast að búa. Því við þurfum alltaf að bregðast við þessu hvort eð er.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Ölfus Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Meta hversu langt gjóskuflóð úr Öræfajökli gæti náð Jarðfræðingur segir að helsta hættan við gos í Öræfajökli sé gjóskuflóð sem eirir engu sem á vegi þess verður. 19. ágúst 2018 11:00 Skjálfti utan við Reykjanestá Jarðskjálfti af stærð 3,2 varð um sjö kílómetrum norð-norðaustur af Reykjanestá klukkan 18:10 í kvöld. 3. október 2018 19:00 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59
Meta hversu langt gjóskuflóð úr Öræfajökli gæti náð Jarðfræðingur segir að helsta hættan við gos í Öræfajökli sé gjóskuflóð sem eirir engu sem á vegi þess verður. 19. ágúst 2018 11:00
Skjálfti utan við Reykjanestá Jarðskjálfti af stærð 3,2 varð um sjö kílómetrum norð-norðaustur af Reykjanestá klukkan 18:10 í kvöld. 3. október 2018 19:00