Slökun, sítrusávextir og hollur heimalagaður matur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. október 2018 11:00 Lax og egg eru matartegundir ríkar af d-vítamíni. Dr. Teitur Guðmundsson gefur lesendum góð ráð til að verjast pestum vetrarins. Flensur og kveisur?– Hvernig er best að verjast því að fá flensu og kveisur vetrarins?„Við vitum að það ganga mjög margar pestir yfir haust og vetrarmánuðina, inflúensan kemur iðulega um miðjan vetur og er þá bólusetning ágætis vörn. Það að bólusetja sig reglulega byggir upp ónæmi gegn flensuveiru sem er á hverju ári nýr stofn og þess vegna þarf að framkvæma bólusetninguna árlega. Almenna reglan er svo sú að fara vel með sig, fá nægan svefn og huga að streituþáttum og vellíðan, álag hefur dempandi áhrif á ónæmiskerfið og viðbragð þess.“Dr. Teitur Guðmundsson leggur áherslu á gott mataræði, slökun og hreyfingu.– Á hverju á fólk að vara sig? „Það er ágætt að hafa það í huga að flest smit eru dropa- og snertismit, þannig að mikil nálægð við veika einstaklinga getur valdið veikindum og smiti, handþvottur er ágæt regla líka til að draga úr líkum á smiti.“– Áttu einhver góð ráð um mataræði eða lífsstíl sem fólk ætti að fylgja? „Þetta er mjög einstaklingsbundið auðvitað en með vísan til þess sem segir hér að ofan er aðalatriðið að vera í góðu jafnvægi. Almennt má segja að næringarríkur matur, fjölbreyttur og ferskur sé lykilatriði. Skyndifæði og unnin matvara er ekki skynsamleg almennt burtséð frá því hvaða tími ársins er. Ávextir og grænmeti eru rík af vítamínum og bætiefnum, sérstaklega sítrusávextir.“Jóga styrkir og mýkir líkamann.– En bætiefni og vítamín? „Bætiefni og vítamín fáum við flest hver með réttu mataræði og ef upptaka í líkamanum er í lagi. Það má þó segja að líklega fáum við ekki nóg af D-vítamíni og það má bæta það upp sérstaklega. Ýmis bætiefni eru nefnd til sögunnar líkt og C-vítamín, sink, ýmis andoxunarefni og margt fleira. Flest eru vítamínin vatnsleysanleg svo það er erfitt að gera sér illt, B-vítamín hafa löngum verið notuð og við vitum að þau dempast við streitu og álag. Hin fituleysanlegu geta verið varhugaverðari og ætti ekki að taka inn í óhófi en það eru A-, D-, E- og K-vítamín.“– Hvernig styrkir fólk ónæmiskerfið ef það hefur hug á því? „Best er að hreyfa sig reglulega, borða hollan mat og ferskan, elda sjálfur og njóta, huga að svefninum sérstaklega, að fá nægan svefn, og draga úr streitu og álagi almennt ef hægt er eru svona þessi hefbundnu ráð. Það getur svo verið skynsamlegt að iðka slökun og hugleiðslu eða jóga til viðbótar.Heitt sítrónuvatn er afar mikil heilsubót að sögn Teits.Gott - Jóga og hugleiðsla - Sítrusávextir - Hollur heimalagaður matur - C-, B- og D-vítamín - Sink - Handþvottur - HreyfingSlæmt - Skyndifæði og unnin matvara - Streita og álag Það er ágætt að hafa það í huga að flest smit eru dropa- og snertismit, þannig að mikil nálægð við veika einstaklinga getur valdið veikindum og smiti. Meira á www.frettablaðið.is. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sjá meira
Dr. Teitur Guðmundsson gefur lesendum góð ráð til að verjast pestum vetrarins. Flensur og kveisur?– Hvernig er best að verjast því að fá flensu og kveisur vetrarins?„Við vitum að það ganga mjög margar pestir yfir haust og vetrarmánuðina, inflúensan kemur iðulega um miðjan vetur og er þá bólusetning ágætis vörn. Það að bólusetja sig reglulega byggir upp ónæmi gegn flensuveiru sem er á hverju ári nýr stofn og þess vegna þarf að framkvæma bólusetninguna árlega. Almenna reglan er svo sú að fara vel með sig, fá nægan svefn og huga að streituþáttum og vellíðan, álag hefur dempandi áhrif á ónæmiskerfið og viðbragð þess.“Dr. Teitur Guðmundsson leggur áherslu á gott mataræði, slökun og hreyfingu.– Á hverju á fólk að vara sig? „Það er ágætt að hafa það í huga að flest smit eru dropa- og snertismit, þannig að mikil nálægð við veika einstaklinga getur valdið veikindum og smiti, handþvottur er ágæt regla líka til að draga úr líkum á smiti.“– Áttu einhver góð ráð um mataræði eða lífsstíl sem fólk ætti að fylgja? „Þetta er mjög einstaklingsbundið auðvitað en með vísan til þess sem segir hér að ofan er aðalatriðið að vera í góðu jafnvægi. Almennt má segja að næringarríkur matur, fjölbreyttur og ferskur sé lykilatriði. Skyndifæði og unnin matvara er ekki skynsamleg almennt burtséð frá því hvaða tími ársins er. Ávextir og grænmeti eru rík af vítamínum og bætiefnum, sérstaklega sítrusávextir.“Jóga styrkir og mýkir líkamann.– En bætiefni og vítamín? „Bætiefni og vítamín fáum við flest hver með réttu mataræði og ef upptaka í líkamanum er í lagi. Það má þó segja að líklega fáum við ekki nóg af D-vítamíni og það má bæta það upp sérstaklega. Ýmis bætiefni eru nefnd til sögunnar líkt og C-vítamín, sink, ýmis andoxunarefni og margt fleira. Flest eru vítamínin vatnsleysanleg svo það er erfitt að gera sér illt, B-vítamín hafa löngum verið notuð og við vitum að þau dempast við streitu og álag. Hin fituleysanlegu geta verið varhugaverðari og ætti ekki að taka inn í óhófi en það eru A-, D-, E- og K-vítamín.“– Hvernig styrkir fólk ónæmiskerfið ef það hefur hug á því? „Best er að hreyfa sig reglulega, borða hollan mat og ferskan, elda sjálfur og njóta, huga að svefninum sérstaklega, að fá nægan svefn, og draga úr streitu og álagi almennt ef hægt er eru svona þessi hefbundnu ráð. Það getur svo verið skynsamlegt að iðka slökun og hugleiðslu eða jóga til viðbótar.Heitt sítrónuvatn er afar mikil heilsubót að sögn Teits.Gott - Jóga og hugleiðsla - Sítrusávextir - Hollur heimalagaður matur - C-, B- og D-vítamín - Sink - Handþvottur - HreyfingSlæmt - Skyndifæði og unnin matvara - Streita og álag Það er ágætt að hafa það í huga að flest smit eru dropa- og snertismit, þannig að mikil nálægð við veika einstaklinga getur valdið veikindum og smiti. Meira á www.frettablaðið.is.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið