Kveiksliðar hafna gagnrýni forstjóra Brimborgar Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2018 18:35 Forstjóri Brimborgar taldi að Kveiksliðar hefðu verið lævísar að setja fyrirtækið í samhengi við misnotkun og brot á réttindum erlendra starfsmanna. Fréttablaðið/Stefán Aldrei var haldið fram að bílaumboðið Brimborg hefði brotið á erlendum starfsmanni sem það leigði frá starfsmannaleigu í fréttaskýringarþættinum Kveik í vikunni, að sögn ritstjóra þáttarins og fréttamanns. Forstjóri Brimborgar fullyrti í dag að fréttamenn Kveiks hefðu brotið siðareglur með umfjöllun um fyrirtækið í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi á þriðjudag. Í yfirlýsingu sem Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, sendi frá sér í dag sakaði hann fréttamenn Kveiks um að hafa vísvitandi sjónvarpað röngum fullyrðingum þegar þeir fjölluðu um pólskan mann sem starfaði fyrir umboðið um tíma á vegum starfsmannaleigu. Maðurinn taldi sig fá lægri laun en samstarfsmenn á verkstæði Brimborgar fyrir sömu vinnu þrátt fyir sömu menntun og reynslu. Egill sagði manninn hins vegar ekki hafa sýnt fram á menntun sína og að hann hafi haft minni reynslu en þeir sem unnu með honum. Þetta hafi fréttamanni Kveiks verið kunnugt um áður en þátturinn var sendur út.Sjónarmið Brimborgar komu fram í þættinum Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og Helgi Seljan, fréttamaður þáttarins sem nú er kominn í frí, hafna gagnrýni Egils í yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í dag. Sjónarmiðin sem forstjóri Brimborgar hafi lýst í yfirlýsingu sinni hafi komið efnislega fyrir í þættinum. Því hafi aldrei verið haldið fram í þættinum að Brimborg hafi brotið lög sem kveða á um að starfsmenn starfsmannaleiga eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinni og samstarfsmenn hjá notendafyrirtækjum leiganna. Lög þess efnis hafi ekki verið til staðar þegar pólski maðurinn vann fyrir Brimborg. Þau segjast ekki síst hafa leitað eftir afstöðu Brimborgar til málsins til að fá að vita hvort vitneskja hafi verið hjá fyrirtækinu um kjör þeirra sem þangað hafa verið leigðir frá starfsmannaleigum og hvort þau laun sem starfsmannaleigurnar greiddu væri sanngjörn að mati forstjórans. „Hann taldi svo vera með vísan til þess að þau væru innan ramma lágmarkslauna verkafólks. Við eftirlátum öðrum að meta hvort þeir deili þeirri sýn forstjórans og myndu sætta sig við að starfa við bílaviðgerðir fyrir 1700 krónur á tímann,“ segir í yfirlýsingu Þóru og Helga.Yfirlýsing Kveiksliða vegna gagnrýni Brimborgar í heild sinni:Frá Kveik, að gefnu tilefni, vegna yfirlýsingar forstjóra Brimborgar, Egils Jóhannssonar.Fyrir það fyrsta var efnislega nákvæmlega það sem fram kemur í yfirlýsingu Brimborgar birt í þættinum.Í annan stað kannast Sandrius ekki við að hafa verið krafinn um réttindi, þvert á móti hafi hann verið látinn reyna sig við ákveðin verkefni og í framhaldinu hafið vinnu á verkstæðinu án þess að nokkurn tímann hafi verið gerðar athugasemdir við störf hans og honum að sögn falið að annast flóknari viðgerðir, meðal annars við rafmagn fljótlega eftir að hann hóf þar störf.Því var aldrei haldið fram að Brimborg hefði brotið lög sem kveða á um að starfsmenn starfsmannaleiga eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og samstarfsmenn hjá notendafyrirtækjum. Til þess hefðu lög um keðjuábyrgð þurft að vera til staðar, sem eins og kom fram í þættinum, voru það ekki fyrr en nýlega. Það var vinnuveitanda hans, Verkleigunnar, að sjá til þess að hann fengi laun á pari við samstarfsmenn sína.Í viðtalinu var Sandrius öðru fremur að lýsa því hvernig var fyrir útlendan starfsmann, ókunnugan íslenskum vinnumarkaði, að fà upplýsingar um þau kjör sem hér byðust almennt í sambærilegum störfum. Ástæðan fyrir því að leitað var eftir afstöðu Brimborgar til málsins var ekki síst sú að fá að vita hvort vitneskja hafi verið hjá fyrirtækinu um kjör þeirra sem þangað hafa verið leigðir frá starfsmannaleigum. Og þá ekki síst hvort þau laun sem starfsmannaleigurnar greiddu væri sanngjörn að mati forstjórans. Hann taldi svo vera með vísan til þess að þau væru innan ramma lágmarkslauna verkafólks. Við eftirlátum öðrum að meta hvort þeir deili þeirri sýn forstjórans og myndu sætta sig við að starfa við bílaviðgerðir fyrir 1700 krónur á tímann.Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri KveiksHelgi Seljan, fréttamaður í fríi Kjaramál Tengdar fréttir Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Aldrei var haldið fram að bílaumboðið Brimborg hefði brotið á erlendum starfsmanni sem það leigði frá starfsmannaleigu í fréttaskýringarþættinum Kveik í vikunni, að sögn ritstjóra þáttarins og fréttamanns. Forstjóri Brimborgar fullyrti í dag að fréttamenn Kveiks hefðu brotið siðareglur með umfjöllun um fyrirtækið í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi á þriðjudag. Í yfirlýsingu sem Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, sendi frá sér í dag sakaði hann fréttamenn Kveiks um að hafa vísvitandi sjónvarpað röngum fullyrðingum þegar þeir fjölluðu um pólskan mann sem starfaði fyrir umboðið um tíma á vegum starfsmannaleigu. Maðurinn taldi sig fá lægri laun en samstarfsmenn á verkstæði Brimborgar fyrir sömu vinnu þrátt fyir sömu menntun og reynslu. Egill sagði manninn hins vegar ekki hafa sýnt fram á menntun sína og að hann hafi haft minni reynslu en þeir sem unnu með honum. Þetta hafi fréttamanni Kveiks verið kunnugt um áður en þátturinn var sendur út.Sjónarmið Brimborgar komu fram í þættinum Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og Helgi Seljan, fréttamaður þáttarins sem nú er kominn í frí, hafna gagnrýni Egils í yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í dag. Sjónarmiðin sem forstjóri Brimborgar hafi lýst í yfirlýsingu sinni hafi komið efnislega fyrir í þættinum. Því hafi aldrei verið haldið fram í þættinum að Brimborg hafi brotið lög sem kveða á um að starfsmenn starfsmannaleiga eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinni og samstarfsmenn hjá notendafyrirtækjum leiganna. Lög þess efnis hafi ekki verið til staðar þegar pólski maðurinn vann fyrir Brimborg. Þau segjast ekki síst hafa leitað eftir afstöðu Brimborgar til málsins til að fá að vita hvort vitneskja hafi verið hjá fyrirtækinu um kjör þeirra sem þangað hafa verið leigðir frá starfsmannaleigum og hvort þau laun sem starfsmannaleigurnar greiddu væri sanngjörn að mati forstjórans. „Hann taldi svo vera með vísan til þess að þau væru innan ramma lágmarkslauna verkafólks. Við eftirlátum öðrum að meta hvort þeir deili þeirri sýn forstjórans og myndu sætta sig við að starfa við bílaviðgerðir fyrir 1700 krónur á tímann,“ segir í yfirlýsingu Þóru og Helga.Yfirlýsing Kveiksliða vegna gagnrýni Brimborgar í heild sinni:Frá Kveik, að gefnu tilefni, vegna yfirlýsingar forstjóra Brimborgar, Egils Jóhannssonar.Fyrir það fyrsta var efnislega nákvæmlega það sem fram kemur í yfirlýsingu Brimborgar birt í þættinum.Í annan stað kannast Sandrius ekki við að hafa verið krafinn um réttindi, þvert á móti hafi hann verið látinn reyna sig við ákveðin verkefni og í framhaldinu hafið vinnu á verkstæðinu án þess að nokkurn tímann hafi verið gerðar athugasemdir við störf hans og honum að sögn falið að annast flóknari viðgerðir, meðal annars við rafmagn fljótlega eftir að hann hóf þar störf.Því var aldrei haldið fram að Brimborg hefði brotið lög sem kveða á um að starfsmenn starfsmannaleiga eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og samstarfsmenn hjá notendafyrirtækjum. Til þess hefðu lög um keðjuábyrgð þurft að vera til staðar, sem eins og kom fram í þættinum, voru það ekki fyrr en nýlega. Það var vinnuveitanda hans, Verkleigunnar, að sjá til þess að hann fengi laun á pari við samstarfsmenn sína.Í viðtalinu var Sandrius öðru fremur að lýsa því hvernig var fyrir útlendan starfsmann, ókunnugan íslenskum vinnumarkaði, að fà upplýsingar um þau kjör sem hér byðust almennt í sambærilegum störfum. Ástæðan fyrir því að leitað var eftir afstöðu Brimborgar til málsins var ekki síst sú að fá að vita hvort vitneskja hafi verið hjá fyrirtækinu um kjör þeirra sem þangað hafa verið leigðir frá starfsmannaleigum. Og þá ekki síst hvort þau laun sem starfsmannaleigurnar greiddu væri sanngjörn að mati forstjórans. Hann taldi svo vera með vísan til þess að þau væru innan ramma lágmarkslauna verkafólks. Við eftirlátum öðrum að meta hvort þeir deili þeirri sýn forstjórans og myndu sætta sig við að starfa við bílaviðgerðir fyrir 1700 krónur á tímann.Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri KveiksHelgi Seljan, fréttamaður í fríi
Kjaramál Tengdar fréttir Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26