Fundinn sekur um morðtilraunir á lestarstöðvum í London Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. október 2018 19:05 Hér má sjá skjáskot úr efni öryggismyndavéla þar sem Crossley sést ýta Malpas út á lestarteinana. Vísir/AP Enskur maður á fimmtugsaldri, að nafni Paul Crossley, hefur verið fundinn sekur um morðtilraun eftir að hafa ýtt Sir Paul Malpas, sem er 91 árs gamall, fram af brautarpalli og út á lestarteina á Marble Arch neðanjarðarlestarstöðinni í London. BBC greinir frá. Árásin átti sér stað þann 27. apríl síðastliðinn, en í upptökum öryggismyndavéla á Marble Arch lestarstöðinni má sjá Crossley ýta hinum rúmlega níræða Malpas út á lestarteina stöðvarinnar. Þá kom til sögunnar vitni að atburðinum, maður að nafni Riyad El Hussani, sem stökk út á teinana og koma Malpas aftur upp á brautarpallinn, réttri mínútu áður en næsta lest þaut á ógnarhraða yfir teinana sem Malpas lenti á. Þá var Crossley einnig fundinn sekur um aðra morðtilraun fyrr sama dag, þar sem hann reyndi að ýta öðrum manni, Tobias French, fyrir lest sem nálgaðist brautarpallinn. French tókst þó að halda jafnvægi sínu og lenti því ekki á lestarteinunum. Þegar réttað var yfir Crossley sagði hann fórnarlömb sín hafa verið valin af handahófi, auk þess sem hann hafi ekki ætlað að valda dauða mannanna. Þá sagðist hann aðeins hafa viljað hræða French, sem hann sagði hafa gefið sér „undarlegt augnaráð.“ Old Bailey dómstóllinn fann Crossley hins vegar sekan um tvær morðtilraunir og verður refsing hans kveðin upp þann 9. nóvember, að undangengnu mati á geðrænu ástandi hans. Erlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Enskur maður á fimmtugsaldri, að nafni Paul Crossley, hefur verið fundinn sekur um morðtilraun eftir að hafa ýtt Sir Paul Malpas, sem er 91 árs gamall, fram af brautarpalli og út á lestarteina á Marble Arch neðanjarðarlestarstöðinni í London. BBC greinir frá. Árásin átti sér stað þann 27. apríl síðastliðinn, en í upptökum öryggismyndavéla á Marble Arch lestarstöðinni má sjá Crossley ýta hinum rúmlega níræða Malpas út á lestarteina stöðvarinnar. Þá kom til sögunnar vitni að atburðinum, maður að nafni Riyad El Hussani, sem stökk út á teinana og koma Malpas aftur upp á brautarpallinn, réttri mínútu áður en næsta lest þaut á ógnarhraða yfir teinana sem Malpas lenti á. Þá var Crossley einnig fundinn sekur um aðra morðtilraun fyrr sama dag, þar sem hann reyndi að ýta öðrum manni, Tobias French, fyrir lest sem nálgaðist brautarpallinn. French tókst þó að halda jafnvægi sínu og lenti því ekki á lestarteinunum. Þegar réttað var yfir Crossley sagði hann fórnarlömb sín hafa verið valin af handahófi, auk þess sem hann hafi ekki ætlað að valda dauða mannanna. Þá sagðist hann aðeins hafa viljað hræða French, sem hann sagði hafa gefið sér „undarlegt augnaráð.“ Old Bailey dómstóllinn fann Crossley hins vegar sekan um tvær morðtilraunir og verður refsing hans kveðin upp þann 9. nóvember, að undangengnu mati á geðrænu ástandi hans.
Erlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira