Samhugur fólks bjargaði geitunum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. október 2018 10:00 Jóhanna Þorvaldsdóttir regur geitabúið á Háafelli. Fréttablaðið/Ernir Þetta er fyrsta árið í tuttugu ár sem við erum í plús,“ segir Jóhanna Þorvaldsdóttir um rekstrarstöðuna á geitabúinu á Háafelli. „Það er þrjóskan og hlýhugur fólks til okkar og geitanna sem hefur skilað okkur áleiðis. Bæði Íslendinga og útlendinga. Straumur ferðamanna til landsins hefur orðið okkur til hagsbóta,“ bætir hún við. Jóhanna selur afurðir sínar til veitingastaða í Reykjavík og Kra uma í Borgarfirði. Sem er eini veitingastaðurinn á landinu sem er með geitakjöt á matseðli. Þessir veitingastaðir leggja áherslu á hreinar afurðir. Þá selur hún sápur, krem, skinn (stökur), geitaost í kryddlegi og pylsur. Viðskiptavinir hennar eru bæði hér á landi og víða um heim. Árið 2014 stefndi í að jörðin að Háafelli yrði boðin upp vegna skulda eftir þungan rekstur eftir hrun. Geitunum hefði þurft að slátra. „Vinkona mín í Bandaríkjunum ákvað að koma mér til hjálpar og efndi til söfnunar á netinu til að reyna að afstýra uppboðinu. Það tókst. Ótrúlegur fjöldi fólks, hér á landi, í Bandaríkjunum og víðar um heim lagði okkur til fé,“ segir hún frá en um þrettán milljónir króna söfnuðust. „Það munaði ekki nema hænuskrefi að við töpuðum jörðinni. Það var ekki bara vegna þess að bankarnir féllu. Það var líka vegna þess að við stóðum í hugsjónastarfi. Við þurftum til að mynda að vera með jörðina í tíu ár í einangrun af því að við tókum kollóttu geiturnar. Það var meðal annars þess vegna sem við höfðum litla innkomu í byrjun. Eftir hrun kom Jón Bjarnason með tillögu að samningi við okkur og bankann. Svo var honum potað í burtu. Hann var í raun eini ráðherrann sem hefur sýnt okkur einhvern áhuga. Næsti ráðherra, það var ekki séns að ná í hann og ekki gefinn möguleiki á viðtali. Þeir vissu í ráðuneytinu að þeir báru ábyrgð á dýrategund í útrýmingarhættu en þótti það ekki mikilvægt á þessum tíma og fannst erfitt að réttlæta hjálp við einn bónda umfram aðra. Bankinn stóð samt við sinn hluta samningsins og frysti helming lána í þrjú ár. Þetta var gríðarlega þungt allt saman. Árið 2007 ætluðum við að reisa byggingu á jörðinni, ef við hefðum haft kjark til þess þá hefðum við líklega sloppið betur. Það ímynda ég mér að minnsta kosti því mér virðist að þeir sem skulduðu mikið hafi fengið afskrifaðar óheyrilegar upphæðir. Um þá giltu aðrar leikreglur. Við hin sem skulduðum minna skyldum borga hverja krónu og standa svo löskuð á eftir. Bankinn græddi ekkert á því að hjálpa þeim sem skulduðu lítið. Þetta var að ég held veruleiki margra í hruninu. Jóhanna segir hug þeirra standa til að hafa ostagerð á Háafelli. „Það fæst minni mjólk frá geitum en kúm, osturinn er því dýrari í framleiðslu. Hann er framleiddur fyrir okkur á Erpsstöðum sem er í klukkutíma fjarlægð. Það er áríðandi fyrir okkur að byggja þetta upp. Það er búið að teikna upp bygginguna og við erum komin með tilskilin leyfi.“ Jóhanna segir það aldrei munu koma til greina að gefast upp. Enn er fólk með geitur í fóstri til að létta undir með henni og styðja við íslenska geitastofninn. „Og án stuðnings fjölskyldu væri þetta ekki hægt. Ef maður hefur nógu mikla trú á því sem maður er að gera og baráttuvilja þá kemst maður áfram. Ég er stundum eins og trúboði, ég veit að það að rækta geitastofninn og halda honum við skiptir máli. Litafjölbreytileiki íslenska geitastofnsins er einstakur í heiminum og það er einnig heilbrigðið og hreinleiki afurðanna. Söfnunin og samhugur fólks með mér og geitunum er hins vegar það sem skilaði okkur í mark. Svo eru ýmis önnur ævintýri sem við geiturnar lentum í. Svo sem óvænt frægð þeirra í Game of Thrones. Hingað er enn að koma fólk sem er alveg veinandi yfir því að fá að klappa geitunum sem léku í þáttunum. Og fyrsta sumarið kom fólk l angan veg til þess að fá mynd af sér með hafrinum sem drekinn tók,“ segir Jóhanna. Þó að hugarfar landsmanna hafi að einhverju leyti breyst eftir hrun segir Jóhanna enn vanta skilning á mikilvægi íslensks landbúnaðar. „Um tíma varð algjör bylting í viðhorfi fólks. Fólk fór að skilja hversu mikilvæg íslensk framleiðsla á matvöru er. Eyjafjallagosið hjálpaði enn frekar til að ýta undir skilning. Enn finnst mér þó vanta dýpri skilning. Hér er flutt inn hráefni, tökum til dæmis rabarbara sem vex eins og gorkúlur um allt land. Hann er fluttur sérstaklega inn til þess að búa til sultur, þetta er ofboðslega skrýtið,“ segir Jóhanna. „Fólk hugsar enn ekki nægilega mikið um það hvaðan það fær matinn sinn og hvernig hann verður til.“ Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Þetta er fyrsta árið í tuttugu ár sem við erum í plús,“ segir Jóhanna Þorvaldsdóttir um rekstrarstöðuna á geitabúinu á Háafelli. „Það er þrjóskan og hlýhugur fólks til okkar og geitanna sem hefur skilað okkur áleiðis. Bæði Íslendinga og útlendinga. Straumur ferðamanna til landsins hefur orðið okkur til hagsbóta,“ bætir hún við. Jóhanna selur afurðir sínar til veitingastaða í Reykjavík og Kra uma í Borgarfirði. Sem er eini veitingastaðurinn á landinu sem er með geitakjöt á matseðli. Þessir veitingastaðir leggja áherslu á hreinar afurðir. Þá selur hún sápur, krem, skinn (stökur), geitaost í kryddlegi og pylsur. Viðskiptavinir hennar eru bæði hér á landi og víða um heim. Árið 2014 stefndi í að jörðin að Háafelli yrði boðin upp vegna skulda eftir þungan rekstur eftir hrun. Geitunum hefði þurft að slátra. „Vinkona mín í Bandaríkjunum ákvað að koma mér til hjálpar og efndi til söfnunar á netinu til að reyna að afstýra uppboðinu. Það tókst. Ótrúlegur fjöldi fólks, hér á landi, í Bandaríkjunum og víðar um heim lagði okkur til fé,“ segir hún frá en um þrettán milljónir króna söfnuðust. „Það munaði ekki nema hænuskrefi að við töpuðum jörðinni. Það var ekki bara vegna þess að bankarnir féllu. Það var líka vegna þess að við stóðum í hugsjónastarfi. Við þurftum til að mynda að vera með jörðina í tíu ár í einangrun af því að við tókum kollóttu geiturnar. Það var meðal annars þess vegna sem við höfðum litla innkomu í byrjun. Eftir hrun kom Jón Bjarnason með tillögu að samningi við okkur og bankann. Svo var honum potað í burtu. Hann var í raun eini ráðherrann sem hefur sýnt okkur einhvern áhuga. Næsti ráðherra, það var ekki séns að ná í hann og ekki gefinn möguleiki á viðtali. Þeir vissu í ráðuneytinu að þeir báru ábyrgð á dýrategund í útrýmingarhættu en þótti það ekki mikilvægt á þessum tíma og fannst erfitt að réttlæta hjálp við einn bónda umfram aðra. Bankinn stóð samt við sinn hluta samningsins og frysti helming lána í þrjú ár. Þetta var gríðarlega þungt allt saman. Árið 2007 ætluðum við að reisa byggingu á jörðinni, ef við hefðum haft kjark til þess þá hefðum við líklega sloppið betur. Það ímynda ég mér að minnsta kosti því mér virðist að þeir sem skulduðu mikið hafi fengið afskrifaðar óheyrilegar upphæðir. Um þá giltu aðrar leikreglur. Við hin sem skulduðum minna skyldum borga hverja krónu og standa svo löskuð á eftir. Bankinn græddi ekkert á því að hjálpa þeim sem skulduðu lítið. Þetta var að ég held veruleiki margra í hruninu. Jóhanna segir hug þeirra standa til að hafa ostagerð á Háafelli. „Það fæst minni mjólk frá geitum en kúm, osturinn er því dýrari í framleiðslu. Hann er framleiddur fyrir okkur á Erpsstöðum sem er í klukkutíma fjarlægð. Það er áríðandi fyrir okkur að byggja þetta upp. Það er búið að teikna upp bygginguna og við erum komin með tilskilin leyfi.“ Jóhanna segir það aldrei munu koma til greina að gefast upp. Enn er fólk með geitur í fóstri til að létta undir með henni og styðja við íslenska geitastofninn. „Og án stuðnings fjölskyldu væri þetta ekki hægt. Ef maður hefur nógu mikla trú á því sem maður er að gera og baráttuvilja þá kemst maður áfram. Ég er stundum eins og trúboði, ég veit að það að rækta geitastofninn og halda honum við skiptir máli. Litafjölbreytileiki íslenska geitastofnsins er einstakur í heiminum og það er einnig heilbrigðið og hreinleiki afurðanna. Söfnunin og samhugur fólks með mér og geitunum er hins vegar það sem skilaði okkur í mark. Svo eru ýmis önnur ævintýri sem við geiturnar lentum í. Svo sem óvænt frægð þeirra í Game of Thrones. Hingað er enn að koma fólk sem er alveg veinandi yfir því að fá að klappa geitunum sem léku í þáttunum. Og fyrsta sumarið kom fólk l angan veg til þess að fá mynd af sér með hafrinum sem drekinn tók,“ segir Jóhanna. Þó að hugarfar landsmanna hafi að einhverju leyti breyst eftir hrun segir Jóhanna enn vanta skilning á mikilvægi íslensks landbúnaðar. „Um tíma varð algjör bylting í viðhorfi fólks. Fólk fór að skilja hversu mikilvæg íslensk framleiðsla á matvöru er. Eyjafjallagosið hjálpaði enn frekar til að ýta undir skilning. Enn finnst mér þó vanta dýpri skilning. Hér er flutt inn hráefni, tökum til dæmis rabarbara sem vex eins og gorkúlur um allt land. Hann er fluttur sérstaklega inn til þess að búa til sultur, þetta er ofboðslega skrýtið,“ segir Jóhanna. „Fólk hugsar enn ekki nægilega mikið um það hvaðan það fær matinn sinn og hvernig hann verður til.“
Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira