Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2018 20:00 Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. Um borð í Engeynni, einu helsta skipi íslenska fiskiskipaflotans, er kona sem er til skiptis bæði háseti og kokkur. Hún vill breyta til í forystu Sjómannafélags Íslands og breyta áherslunum í málefnum sjómanna. Við hittum á Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem er viðskiptalögfræðingur að mennt, áður en Engey hélt úr höfn í vikunni, en hún vinnur nú að því að afla sér meðmælenda og fólki á lista með sér fyrir framboð til formanns Sjómannsfélagsins. Skila þarf framboðum fyrir 19. nóvember og kosning fer fram frá 24. nóvember til 10. janúar. „Mér finnst forystan hafa brugðist í síðasta verkfalli þótt sumir hafi staðið sig vel. Mér finnst ekki vera heildstæð samstaða á meðal allra félaganna, félögin ekki vera að skila hlutverki sínu, eða þetta félag er ekki að skila hlutverki sínu að mínu mati,” segir Heiðveig María. Á undanförnum árum hafa sjómenn um tíma verið samningslausir og oft hefur verið bundinn endi á verkföll þeirra með lagasetningu. Heiðveig María segir að sjómenn fái líka litlar upplýsingar frá félaginu frá því síðasta verkfalli lauk og þeir viti lítið um hvað sé að gerast í þeirra málum. „Sjómenn hafa alltaf verið að berjast við ofurefli. Útgerðin er með valdið og peningana og það er bara þannig. Þeir eru alltaf með heimsklassa lið af hagfræðingum og lögfræðingum og samningatækni og svo komum við alltaf einhvern veginn ekki vel undirbúin. Þessu vil ég breyta,” segir Heiðveig María. Skoða þurfi allt launakerfi sjómanna upp á nýtt og undirbúa kröfugerðina vel í samráði við félagsmenn. Þá fylgist forysta félagsins illa með aðdraganda laga sem snerta sjómenn og skili jafnvel ekki inn umsögnum. „Það er engin önnur stétt, þori ég næstum að fullyrða, sem er með kjör sín eins bundin með lögum og við sjómenn. Það er bara þannig og þá þarf að halda því við og veita því aðhald,” segir hásetinn og kokkurinn á Eldey. Hún segist finna góðan hljómgrunn fyrir framboði sínu og á að minnsta kosti stuðning félaga sinna á Engey vísan. „Og svo fá þeir ókeypis lögfræðing líka. Rándýrt,” sagði Kristinn Guðjónsson vélstjóri á Engey. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. Um borð í Engeynni, einu helsta skipi íslenska fiskiskipaflotans, er kona sem er til skiptis bæði háseti og kokkur. Hún vill breyta til í forystu Sjómannafélags Íslands og breyta áherslunum í málefnum sjómanna. Við hittum á Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem er viðskiptalögfræðingur að mennt, áður en Engey hélt úr höfn í vikunni, en hún vinnur nú að því að afla sér meðmælenda og fólki á lista með sér fyrir framboð til formanns Sjómannsfélagsins. Skila þarf framboðum fyrir 19. nóvember og kosning fer fram frá 24. nóvember til 10. janúar. „Mér finnst forystan hafa brugðist í síðasta verkfalli þótt sumir hafi staðið sig vel. Mér finnst ekki vera heildstæð samstaða á meðal allra félaganna, félögin ekki vera að skila hlutverki sínu, eða þetta félag er ekki að skila hlutverki sínu að mínu mati,” segir Heiðveig María. Á undanförnum árum hafa sjómenn um tíma verið samningslausir og oft hefur verið bundinn endi á verkföll þeirra með lagasetningu. Heiðveig María segir að sjómenn fái líka litlar upplýsingar frá félaginu frá því síðasta verkfalli lauk og þeir viti lítið um hvað sé að gerast í þeirra málum. „Sjómenn hafa alltaf verið að berjast við ofurefli. Útgerðin er með valdið og peningana og það er bara þannig. Þeir eru alltaf með heimsklassa lið af hagfræðingum og lögfræðingum og samningatækni og svo komum við alltaf einhvern veginn ekki vel undirbúin. Þessu vil ég breyta,” segir Heiðveig María. Skoða þurfi allt launakerfi sjómanna upp á nýtt og undirbúa kröfugerðina vel í samráði við félagsmenn. Þá fylgist forysta félagsins illa með aðdraganda laga sem snerta sjómenn og skili jafnvel ekki inn umsögnum. „Það er engin önnur stétt, þori ég næstum að fullyrða, sem er með kjör sín eins bundin með lögum og við sjómenn. Það er bara þannig og þá þarf að halda því við og veita því aðhald,” segir hásetinn og kokkurinn á Eldey. Hún segist finna góðan hljómgrunn fyrir framboði sínu og á að minnsta kosti stuðning félaga sinna á Engey vísan. „Og svo fá þeir ókeypis lögfræðing líka. Rándýrt,” sagði Kristinn Guðjónsson vélstjóri á Engey.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira