Sigur Khabib fellur í skuggann á ömurlegum hópslagsmálum Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. október 2018 06:45 Vísir/Getty UFC 229 fór fram í Las Vegas í nótt. Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor en eftir bardagann brutust út ömurleg hópslagsmál þar sem hornamenn Khabib réðust að Conor. Frammistaða Khabib var frábær og kláraði hann Conor með uppgjafartaki í 4. lotu. Um leið og bardaginn kláraðist hraunaði hann yfir Conor og hljóp svo að hornamönnum Írans. Khabib stökk yfir búrið og réðst á Dillon Danis, æfingafélaga Conor. Upp frá því brutust út hópslagsmál fyrir utan búrið og stukku liðsfélagar Khabib yfir búrið og réðust á Conor. Tveir liðsfélagar Khabib stukku yfir búrið og kýldu Conor. Öryggisgæslan stökk inn en nokkrir af liðsfélögum Khabib voru umsvifalaust handteknir. Conor ætlar hins vegar ekki að kæra og verður liðsfélögum Khabib sleppt. Bæði Khabib og Conor var fylgt úr höllinni skömmu síðar af öryggisgæslu og fékk Khabib ekki beltið um mittið eins og venjan er. Bruce Buffer tilkynnti Khabib sem sigurvegara en báðir bardagamenn voru fjarverandi. Hópslagsmálin setja stóran svartan blett á íþróttina og var hegðun Khabib og liðsmanna hans hreinlega til skammar. Ljóst er að einhverjir eftirmálar verða af hegðun Khabib og hans manna. Íþróttanefnd Nevada fylkis sem hafði yfirumsjón yfir viðburðinum mun taka málið til rannsóknar. Myndbönd af atvikunum og öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Eins og við mátti búast fór Conor McGregor mikinn á blaðamannafundi sínum með Khabib Nurmagomedov í kvöld. Conor mætti með vískíið sitt, fékk sér í glas og bauð Khabib í glas enda á Rússinn afmæli. 20. september 2018 22:30 Conor McGregor snýr aftur í búrið í kvöld UFC 229 fer fram í kvöld frá Las Vegas í Bandaríkjunum. Í aðalbardaga kvöldsins fáum við að sjá Conor McGregor aftur í búrinu eftir tveggja ára fjarveru. 6. október 2018 10:00 Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
UFC 229 fór fram í Las Vegas í nótt. Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor en eftir bardagann brutust út ömurleg hópslagsmál þar sem hornamenn Khabib réðust að Conor. Frammistaða Khabib var frábær og kláraði hann Conor með uppgjafartaki í 4. lotu. Um leið og bardaginn kláraðist hraunaði hann yfir Conor og hljóp svo að hornamönnum Írans. Khabib stökk yfir búrið og réðst á Dillon Danis, æfingafélaga Conor. Upp frá því brutust út hópslagsmál fyrir utan búrið og stukku liðsfélagar Khabib yfir búrið og réðust á Conor. Tveir liðsfélagar Khabib stukku yfir búrið og kýldu Conor. Öryggisgæslan stökk inn en nokkrir af liðsfélögum Khabib voru umsvifalaust handteknir. Conor ætlar hins vegar ekki að kæra og verður liðsfélögum Khabib sleppt. Bæði Khabib og Conor var fylgt úr höllinni skömmu síðar af öryggisgæslu og fékk Khabib ekki beltið um mittið eins og venjan er. Bruce Buffer tilkynnti Khabib sem sigurvegara en báðir bardagamenn voru fjarverandi. Hópslagsmálin setja stóran svartan blett á íþróttina og var hegðun Khabib og liðsmanna hans hreinlega til skammar. Ljóst er að einhverjir eftirmálar verða af hegðun Khabib og hans manna. Íþróttanefnd Nevada fylkis sem hafði yfirumsjón yfir viðburðinum mun taka málið til rannsóknar. Myndbönd af atvikunum og öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Eins og við mátti búast fór Conor McGregor mikinn á blaðamannafundi sínum með Khabib Nurmagomedov í kvöld. Conor mætti með vískíið sitt, fékk sér í glas og bauð Khabib í glas enda á Rússinn afmæli. 20. september 2018 22:30 Conor McGregor snýr aftur í búrið í kvöld UFC 229 fer fram í kvöld frá Las Vegas í Bandaríkjunum. Í aðalbardaga kvöldsins fáum við að sjá Conor McGregor aftur í búrinu eftir tveggja ára fjarveru. 6. október 2018 10:00 Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Eins og við mátti búast fór Conor McGregor mikinn á blaðamannafundi sínum með Khabib Nurmagomedov í kvöld. Conor mætti með vískíið sitt, fékk sér í glas og bauð Khabib í glas enda á Rússinn afmæli. 20. september 2018 22:30
Conor McGregor snýr aftur í búrið í kvöld UFC 229 fer fram í kvöld frá Las Vegas í Bandaríkjunum. Í aðalbardaga kvöldsins fáum við að sjá Conor McGregor aftur í búrinu eftir tveggja ára fjarveru. 6. október 2018 10:00
Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15
Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15