Bolsonaro kveðst ætla að taka hart á glæpum Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2018 09:08 Hægrimaðurinn Jair Bolsonaro hefur átt sæti á brasilíska þinginu frá árinu 1991. Vísir/Getty Forsetakosningar fara fram í Brasilíu í dag og benda kannanir til að hægrimaðurinn Jair Bolsonaro fái flesti atkvæði. Bolsonaro hefur oft verið líkt við Donald Trump og hefur heitið því að taka hart á vaxandi glæpatíðni í landinu og að fækka tíðni morða. Bolsonaro sagði í gærkvöldi, kvöldið fyrir kjördag, að stjórn hans myndi herða refsingar þannig að glæpamenn fengju þá refsingu sem þeir ættu raunverulega skilið.BBC segir frá því að skoðanakannanir bendi til að Bolsonaro, sem hefur setið á þingi frá árinu 1991, muni fá um 38 prósent atkvæða. Hann hefur barist fyrir að slakað verði á lögum og reglum sem snúa að skotvopaeign. Þá kveðst hann líta á pyndingar sem lögmætt tæki í baráttunni gegn glæpum. Hann vill ennfremur taka upp dauðarefsingar í landinu á ný. Andstæðingar Bolsonaro hafa sakað hann um kynþáttahatur og hatur í garð samkynhneigðra.Stunginn með hníf Nærri 150 milljónir Brasilíumanna eru á kjörskrá í kosningunum, en niðurstöðu þeirra er beðið með mikilli eftirvæntingu. Takist engum frambjóðanda að ná hreinum meirihluta í kosningunum í dag, verður kosið milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni að þremur vikum liðnum. Brasilíumenn munu einnig kjósa um ríkisstjóra, tvo þriðjuhluta öldungadeildarþingmanna, öll sæti í neðri deild þingsins, auk sæta til héraðsþinga. Bolsonaro missti af hluta lokaspretts kosningabaráttunnar eftir að hafa verið stunginn með hníf á kosningafundi í síðasta mánuði.Fernando Haddad.Vísir/GettyHaddad helsti andstæðingur Bolsonaro Búist er við að baráttan og hver verði næsti forseti Brasilíu muni standa á milli Bolsonaro og Fernando Haddad, frambjóðenda Verkamannaflokksins. Kannanir benda til að Haddad muni fá um fjórðungs fylgi. Síðari umferð kosninganna fer fram þann 28. október næstkomandi. Haddad er fyrrverandi borgarstjóri Sao Paulo og nýtur stuðnings forsetans fyrrverandi Luiz Inácio Lula da Silva. Lula lét af embætti árið 2011 og naut þá mikilla vinsælda. Hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrr á árinu eftir að hafa verið sakfelldur fyrir mútuþægni. Hann neitaði sök og segir málið sprottið undan rifjum pólitískra andstæðinga til að koma í veg fyrir að hann gæti boðið sig fram að nýju. Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Hnífstungurásin sögð tryggja Bolsonaro brasilíska forsetastólinn Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til dáða eftir að hann var stunginn í Ríó á fimmtudaginn. Hann þykir líklegur til afreka á kjördag. 8. september 2018 09:00 Mótmæla á götum Brasilíuborgar Þúsundir kvenna hafa safnast saman á götum Brasilíuborgar til þess að mótmæla framboði hægrimannsins Jair Bolsonaro. Konurnar hafa notað myllumerkið #EleNao (í. #ekkihann) í tenglum við mótmælin og skipulagningu þeirra. 30. september 2018 21:55 Brasilískir bændur vilja Bolsonaro í forsetastólinn Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. 3. október 2018 08:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Forsetakosningar fara fram í Brasilíu í dag og benda kannanir til að hægrimaðurinn Jair Bolsonaro fái flesti atkvæði. Bolsonaro hefur oft verið líkt við Donald Trump og hefur heitið því að taka hart á vaxandi glæpatíðni í landinu og að fækka tíðni morða. Bolsonaro sagði í gærkvöldi, kvöldið fyrir kjördag, að stjórn hans myndi herða refsingar þannig að glæpamenn fengju þá refsingu sem þeir ættu raunverulega skilið.BBC segir frá því að skoðanakannanir bendi til að Bolsonaro, sem hefur setið á þingi frá árinu 1991, muni fá um 38 prósent atkvæða. Hann hefur barist fyrir að slakað verði á lögum og reglum sem snúa að skotvopaeign. Þá kveðst hann líta á pyndingar sem lögmætt tæki í baráttunni gegn glæpum. Hann vill ennfremur taka upp dauðarefsingar í landinu á ný. Andstæðingar Bolsonaro hafa sakað hann um kynþáttahatur og hatur í garð samkynhneigðra.Stunginn með hníf Nærri 150 milljónir Brasilíumanna eru á kjörskrá í kosningunum, en niðurstöðu þeirra er beðið með mikilli eftirvæntingu. Takist engum frambjóðanda að ná hreinum meirihluta í kosningunum í dag, verður kosið milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni að þremur vikum liðnum. Brasilíumenn munu einnig kjósa um ríkisstjóra, tvo þriðjuhluta öldungadeildarþingmanna, öll sæti í neðri deild þingsins, auk sæta til héraðsþinga. Bolsonaro missti af hluta lokaspretts kosningabaráttunnar eftir að hafa verið stunginn með hníf á kosningafundi í síðasta mánuði.Fernando Haddad.Vísir/GettyHaddad helsti andstæðingur Bolsonaro Búist er við að baráttan og hver verði næsti forseti Brasilíu muni standa á milli Bolsonaro og Fernando Haddad, frambjóðenda Verkamannaflokksins. Kannanir benda til að Haddad muni fá um fjórðungs fylgi. Síðari umferð kosninganna fer fram þann 28. október næstkomandi. Haddad er fyrrverandi borgarstjóri Sao Paulo og nýtur stuðnings forsetans fyrrverandi Luiz Inácio Lula da Silva. Lula lét af embætti árið 2011 og naut þá mikilla vinsælda. Hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrr á árinu eftir að hafa verið sakfelldur fyrir mútuþægni. Hann neitaði sök og segir málið sprottið undan rifjum pólitískra andstæðinga til að koma í veg fyrir að hann gæti boðið sig fram að nýju.
Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Hnífstungurásin sögð tryggja Bolsonaro brasilíska forsetastólinn Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til dáða eftir að hann var stunginn í Ríó á fimmtudaginn. Hann þykir líklegur til afreka á kjördag. 8. september 2018 09:00 Mótmæla á götum Brasilíuborgar Þúsundir kvenna hafa safnast saman á götum Brasilíuborgar til þess að mótmæla framboði hægrimannsins Jair Bolsonaro. Konurnar hafa notað myllumerkið #EleNao (í. #ekkihann) í tenglum við mótmælin og skipulagningu þeirra. 30. september 2018 21:55 Brasilískir bændur vilja Bolsonaro í forsetastólinn Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. 3. október 2018 08:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26
Hnífstungurásin sögð tryggja Bolsonaro brasilíska forsetastólinn Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til dáða eftir að hann var stunginn í Ríó á fimmtudaginn. Hann þykir líklegur til afreka á kjördag. 8. september 2018 09:00
Mótmæla á götum Brasilíuborgar Þúsundir kvenna hafa safnast saman á götum Brasilíuborgar til þess að mótmæla framboði hægrimannsins Jair Bolsonaro. Konurnar hafa notað myllumerkið #EleNao (í. #ekkihann) í tenglum við mótmælin og skipulagningu þeirra. 30. september 2018 21:55
Brasilískir bændur vilja Bolsonaro í forsetastólinn Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. 3. október 2018 08:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila