Þreytir frumraun sína í uppistandi fyrir fullum sal á Hard Rock Sylvía Hall skrifar 8. október 2018 12:45 Jakob segir móttökurnar hafa verið vonum framar. Vignir Daði Valtýsson Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. Það þykir kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að sýningin er frumraun Jakobs í uppistandi og seldist upp á sýninguna á aðeins tveimur dögum. Fyrr í sumar vakti Jakob athygli þegar hann gaf út lagið sitt „Sumarsmellur“ sem hljómaði á hinum ýmsu útvarpsstöðvum og hefur verið spilað hátt í tíu þúsund sinnum á Spotify. Sjálfur segist hann þó hafa meiri áhuga á uppistandinu. „Ég hef skemmt í minni einkasamkvæmum og líka á viðburðum þegar ég var í menntaskóla. Mig hefur alltaf langað til þess að halda uppistand en ég hef nú aðallega bara talað um það frekar en að hrinda því í framkvæmd. Síðan ákvað ég í september að ég þyrfti að gera eitthvað í þessu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. „Þetta var frekar mikil skyndiákvörðun“. View this post on InstagramKaupið ykkur miða (link í bio)! Hlakka til að sjá ykkur! A post shared by Jakob Birgisson (@jakobbirgis) on Oct 3, 2018 at 4:18am PDT Móttökurnar vonum framar Jakob segir móttökurnar hafa gengið vonum framar, líkt og áður sagði seldist upp á sýninguna á tveimur dögum eftir að miðar fóru í sölu og því hefur verið ákveðið að setja aukasýningu í sölu í dag. Hann hafi þó sett markið töluvert lægra í upphafi. „Ég var búinn að ákveða að ég væri frekar sáttur með að selja hundrað miða en nú er ég búinn að selja tvöhundruð og aukasýning að fara í sölu,“ segir Jakob. Sýningin er með persónulegu sniði og mun hann reifa sínar helstu hversdagsáhyggjur og velta fyrir sér almennu dægurþrasi Íslendinga um strákana okkar, bankamenn og stjórnmálin líkt og kemur fram í auglýsingu fyrir viðburðinn. Þá er sýningunni lýst sem uppgjöri við áleitnar spurningar og æskuminningar. Sýningarnar verða þann 26. október og hægt verður að nálgast miða á aukasýningu Jakobs á tix.is. Menning Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Sjá meira
Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. Það þykir kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að sýningin er frumraun Jakobs í uppistandi og seldist upp á sýninguna á aðeins tveimur dögum. Fyrr í sumar vakti Jakob athygli þegar hann gaf út lagið sitt „Sumarsmellur“ sem hljómaði á hinum ýmsu útvarpsstöðvum og hefur verið spilað hátt í tíu þúsund sinnum á Spotify. Sjálfur segist hann þó hafa meiri áhuga á uppistandinu. „Ég hef skemmt í minni einkasamkvæmum og líka á viðburðum þegar ég var í menntaskóla. Mig hefur alltaf langað til þess að halda uppistand en ég hef nú aðallega bara talað um það frekar en að hrinda því í framkvæmd. Síðan ákvað ég í september að ég þyrfti að gera eitthvað í þessu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. „Þetta var frekar mikil skyndiákvörðun“. View this post on InstagramKaupið ykkur miða (link í bio)! Hlakka til að sjá ykkur! A post shared by Jakob Birgisson (@jakobbirgis) on Oct 3, 2018 at 4:18am PDT Móttökurnar vonum framar Jakob segir móttökurnar hafa gengið vonum framar, líkt og áður sagði seldist upp á sýninguna á tveimur dögum eftir að miðar fóru í sölu og því hefur verið ákveðið að setja aukasýningu í sölu í dag. Hann hafi þó sett markið töluvert lægra í upphafi. „Ég var búinn að ákveða að ég væri frekar sáttur með að selja hundrað miða en nú er ég búinn að selja tvöhundruð og aukasýning að fara í sölu,“ segir Jakob. Sýningin er með persónulegu sniði og mun hann reifa sínar helstu hversdagsáhyggjur og velta fyrir sér almennu dægurþrasi Íslendinga um strákana okkar, bankamenn og stjórnmálin líkt og kemur fram í auglýsingu fyrir viðburðinn. Þá er sýningunni lýst sem uppgjöri við áleitnar spurningar og æskuminningar. Sýningarnar verða þann 26. október og hægt verður að nálgast miða á aukasýningu Jakobs á tix.is.
Menning Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Sjá meira