Segir að sá sem sendi svikapóstana hafi einblínt á heimabanka fólks Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. október 2018 19:30 Vel skipulagðir svikapóstar voru sendir út í gær þar sem fólk er boðað í skýrslutöku til lögreglunnar. Rannsóknarlögreglumaður segir póstinn innihalda spilliforrit sem veitir hinum óprúttna aðila aðgang að öllum gögnum tölvunnar, meðal annars upplýsingar um heimabanka fólks. Umræddir póstar voru sendir út í gær en í þeim var fólk beðið um að hlaða niður málsgögnum sem innihalda vírus. Þá leit pósturinn út fyrir að hafa verið sendur úr pósthólfi lögreglunnar en í stað bókstafsins L var ritað i. „Við vitum að það var spilliforrit inni í póstinum. Það voru mjög margir sem lentu í þessu en við eigum eftir að komast að því hversu margir. Það verður að koma í ljós síðar,“ segir Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður. Þar sem pósturinn er mjög vel gerður og allt málfar rétt segir hann að ekki sé hægt að útiloka að á ferðinni hafi verið Íslendingur. Hann segir að hakkarinn hafi einbeitt sér að upplýsingum um heimabanka fólks.Hér má sjá hvernig hakkarinn blekkti fólk með bókstafnum iSkjáskot/Stöð2Nú talar þú um að þetta sé spilliforrit. Vitið þið hvaða upplýsingar þrjóturinn gæti hafa komist yfir?„Já forritið virkar þannig að það veitir algjört aðgengi að vélinni. Hann getur séð allt sem stimplað er inn á lyklaborðið. Í þessu tilfelli virðist árásinni vera beint inn á heimabanka fólks til þess að sjá hvað fólk er að gera þar,“ segir Daði. Þá er ekki vitað hversu margir fengu slíkan póst en lögreglan hefur sent spilliforritið til Europol til frekari rannsóknar. Lögreglan brýnir fyrir þeim sem fengu slíkan póst að ganga úr skugga um að vélarnar séu ekki sýktar. „Þetta er mjög alvarlegt. Þetta er mjög stórt og vel gert, enda virðast margir hafa fallið fyrir þessu. Síðan sem fólki er vísað inn á er hönnuð eins og hún sé frá lögreglunni, þannig þetta er mjög alvarlegt,“ segir Daði.Hér má sjá umræddan póst. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglufulltrúi segir svikahrappana hafa lagt mikla vinnu í gerð póstsins Lögreglan fékk ófáar ábendingar vegna póstsins í gær 7. október 2018 12:10 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Vel skipulagðir svikapóstar voru sendir út í gær þar sem fólk er boðað í skýrslutöku til lögreglunnar. Rannsóknarlögreglumaður segir póstinn innihalda spilliforrit sem veitir hinum óprúttna aðila aðgang að öllum gögnum tölvunnar, meðal annars upplýsingar um heimabanka fólks. Umræddir póstar voru sendir út í gær en í þeim var fólk beðið um að hlaða niður málsgögnum sem innihalda vírus. Þá leit pósturinn út fyrir að hafa verið sendur úr pósthólfi lögreglunnar en í stað bókstafsins L var ritað i. „Við vitum að það var spilliforrit inni í póstinum. Það voru mjög margir sem lentu í þessu en við eigum eftir að komast að því hversu margir. Það verður að koma í ljós síðar,“ segir Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður. Þar sem pósturinn er mjög vel gerður og allt málfar rétt segir hann að ekki sé hægt að útiloka að á ferðinni hafi verið Íslendingur. Hann segir að hakkarinn hafi einbeitt sér að upplýsingum um heimabanka fólks.Hér má sjá hvernig hakkarinn blekkti fólk með bókstafnum iSkjáskot/Stöð2Nú talar þú um að þetta sé spilliforrit. Vitið þið hvaða upplýsingar þrjóturinn gæti hafa komist yfir?„Já forritið virkar þannig að það veitir algjört aðgengi að vélinni. Hann getur séð allt sem stimplað er inn á lyklaborðið. Í þessu tilfelli virðist árásinni vera beint inn á heimabanka fólks til þess að sjá hvað fólk er að gera þar,“ segir Daði. Þá er ekki vitað hversu margir fengu slíkan póst en lögreglan hefur sent spilliforritið til Europol til frekari rannsóknar. Lögreglan brýnir fyrir þeim sem fengu slíkan póst að ganga úr skugga um að vélarnar séu ekki sýktar. „Þetta er mjög alvarlegt. Þetta er mjög stórt og vel gert, enda virðast margir hafa fallið fyrir þessu. Síðan sem fólki er vísað inn á er hönnuð eins og hún sé frá lögreglunni, þannig þetta er mjög alvarlegt,“ segir Daði.Hér má sjá umræddan póst.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglufulltrúi segir svikahrappana hafa lagt mikla vinnu í gerð póstsins Lögreglan fékk ófáar ábendingar vegna póstsins í gær 7. október 2018 12:10 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Lögreglufulltrúi segir svikahrappana hafa lagt mikla vinnu í gerð póstsins Lögreglan fékk ófáar ábendingar vegna póstsins í gær 7. október 2018 12:10
Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10