Notaði kennitölu áhrifavalds til að kaupa lénið undir svikapóstana Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2018 20:19 Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. visir/getty Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. Rúv greindi fyrst frá. Í tölvupóstunum sem tölvuþrjóturinn sendi frá sér var að finna spilliforrit sem veitti honum aðgang að öllum gögnum tölvunnar, meðal annars að upplýsingum um heimabanka fólks. Hann notaði kennitölu áhrifavaldsins Thelmu til þess að kaupa lénið „logregian.is“ með það fyrir augum að tölvupósturinn liti út fyrir að hafa verið sendur úr pósthólfi lögreglunnar.Thelma segir málið óþægilegt „Mínar upplýsingar voru notaðar í þetta sem er mjög óþægilegt og krípí,“ útskýrir Thelma Dögg fyrir fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir að fyrir nokkrum dögum hafi viðkomandi hakkað sig inn í heimasíðuna hennar og síðan aftur í gær. Hann hafi þá einnig breytt notendanafninu hennar í „skugga sál“. „Þetta mál er víst bara í vinnslu og fékk ég að vita það að þetta er eitt stærsta mál sem lögreglu hefur borist tengt hakki. Þetta er víst frekar stórt og ég vonast til að þetta leysist sem fyrst. Ég verð samt að viðurkenna að þetta er mjög óþægilegt og ég er svona að pæla í af hverju ég var notuð í þetta,“ sagði Thelma á Instagram en henni var auðsjáanlega nokkuð brugðið. Einblíndi á heimabanka fólksÍ fréttum Stöðvar 2 greindi Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður frá því að margir hafi lent í netóværunni. Hann sagði að spilliforritið veiti algjört aðgengi að tölvunni. „Hann getur séð allt sem stimplað er inn á lyklaborðið. Í þessu tilfelli virðist árásinni vera beint inn á heimabanka fólks til þess að sjá hvað fólk er að gera þar.“ Hér er hægt að lesa sér nánar til um orðið áhrifavaldur: Áhrifavaldur er ekki tískuorð Tengdar fréttir Segir að sá sem sendi svikapóstana hafi einblínt á heimabanka fólks Málið er litið alvarlegum augum innan lögreglunnar 7. október 2018 19:30 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Sjá meira
Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. Rúv greindi fyrst frá. Í tölvupóstunum sem tölvuþrjóturinn sendi frá sér var að finna spilliforrit sem veitti honum aðgang að öllum gögnum tölvunnar, meðal annars að upplýsingum um heimabanka fólks. Hann notaði kennitölu áhrifavaldsins Thelmu til þess að kaupa lénið „logregian.is“ með það fyrir augum að tölvupósturinn liti út fyrir að hafa verið sendur úr pósthólfi lögreglunnar.Thelma segir málið óþægilegt „Mínar upplýsingar voru notaðar í þetta sem er mjög óþægilegt og krípí,“ útskýrir Thelma Dögg fyrir fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir að fyrir nokkrum dögum hafi viðkomandi hakkað sig inn í heimasíðuna hennar og síðan aftur í gær. Hann hafi þá einnig breytt notendanafninu hennar í „skugga sál“. „Þetta mál er víst bara í vinnslu og fékk ég að vita það að þetta er eitt stærsta mál sem lögreglu hefur borist tengt hakki. Þetta er víst frekar stórt og ég vonast til að þetta leysist sem fyrst. Ég verð samt að viðurkenna að þetta er mjög óþægilegt og ég er svona að pæla í af hverju ég var notuð í þetta,“ sagði Thelma á Instagram en henni var auðsjáanlega nokkuð brugðið. Einblíndi á heimabanka fólksÍ fréttum Stöðvar 2 greindi Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður frá því að margir hafi lent í netóværunni. Hann sagði að spilliforritið veiti algjört aðgengi að tölvunni. „Hann getur séð allt sem stimplað er inn á lyklaborðið. Í þessu tilfelli virðist árásinni vera beint inn á heimabanka fólks til þess að sjá hvað fólk er að gera þar.“ Hér er hægt að lesa sér nánar til um orðið áhrifavaldur: Áhrifavaldur er ekki tískuorð
Tengdar fréttir Segir að sá sem sendi svikapóstana hafi einblínt á heimabanka fólks Málið er litið alvarlegum augum innan lögreglunnar 7. október 2018 19:30 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Sjá meira
Segir að sá sem sendi svikapóstana hafi einblínt á heimabanka fólks Málið er litið alvarlegum augum innan lögreglunnar 7. október 2018 19:30
Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10