Heilu hverfin sukku í for Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. október 2018 07:00 Gríðarleg eyðilegging átti sér stað á eyjunni Súlavesí í Indónesíu. Vísir/Getty Óttast er að þúsundir hafi farist í tveimur hverfum hafnarborgarinnar Palu í Indónesíu 28. september síðastliðinn þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið. Hverfin – Petobo og Balaroa– sukku ofan í forarsvað sem myndaðist í hamförunum. „Samkvæmt upplýsingum frá hverfisfulltrúum í Balaroa og Petobo þá eru það um 5.000 manns sem enn hafa ekki fundist,“ sagði Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður indónesísku hamfarastofnunarinnar, á blaðamannafundi í gær. „Engu að síður eru fulltrúar okkar enn að reyna að staðfesta þetta. Það er ekki auðunnið verk að fá staðfest hversu margir eru grafnir undir aurskriðum og drullu.“ Jarðskjálftinn sem reið yfir Indónesíu í september mældist 7,5 stig en honum fylgdi tveggja metra há flóðbylgja sem skall af miklu afli á Palu. Í gær var staðfest tala látinna 1,763. Nugroho sagði á blaðamannafundinum að leit myndi halda áfram til 11. október. Á þeim tímapunkti verður leit hætt og þeir sem enn eru ófundnir verða taldir af. Þær fregnir sem borist hafa af hverfunum tveimur gefa til kynna að þau hafi nánast sokkið í heilu lagi ofan í jörðina. Það eina sem sést af hverfunum nú eru nokkur löskuð húsþök og steypustyrktarjárn sem standa upp úr forinni. Atburðurinn er rakinn til flókins ferlis vökvamyndunar sem á sér stað þegar titringur frá jarðskjálfta breytir votum jarðlögum í það sem líkja má við kviksyndi. Leitin að fólki á lífi heldur áfram. Yfirvöld í Indónesíu hafa þáð boð um alþjóðlega aðstoð, en litlar líkur eru taldar á að fleiri verði bjargað úr þessu. „Þetta er tíundi dagur leitar,“ sagði Muhammad Syaugi, yfirmaður leitar hjá björgunarstofnun Indónesíu. „Það væri kraftaverk að finna einhvern á lífi úr þessu.“ Fréttaveita AFP greindi frá því í gær að yfirvöld í Indónesíu hefðu nú til skoðunar að flokka hamfarasvæðin í Palu sem fjöldagröf og að ekki yrði hróflað frekar við þeim. „Hér ætti að reisa minnisvarða um þá sem fórust, svo að afkomendur okkar muni minnast þessara hamfara sem áttu sér stað árið 2018,“ sagði Muhlis, íbúi í Palu, í samtali við AFP. Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Óttast er að þúsundir hafi farist í tveimur hverfum hafnarborgarinnar Palu í Indónesíu 28. september síðastliðinn þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið. Hverfin – Petobo og Balaroa– sukku ofan í forarsvað sem myndaðist í hamförunum. „Samkvæmt upplýsingum frá hverfisfulltrúum í Balaroa og Petobo þá eru það um 5.000 manns sem enn hafa ekki fundist,“ sagði Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður indónesísku hamfarastofnunarinnar, á blaðamannafundi í gær. „Engu að síður eru fulltrúar okkar enn að reyna að staðfesta þetta. Það er ekki auðunnið verk að fá staðfest hversu margir eru grafnir undir aurskriðum og drullu.“ Jarðskjálftinn sem reið yfir Indónesíu í september mældist 7,5 stig en honum fylgdi tveggja metra há flóðbylgja sem skall af miklu afli á Palu. Í gær var staðfest tala látinna 1,763. Nugroho sagði á blaðamannafundinum að leit myndi halda áfram til 11. október. Á þeim tímapunkti verður leit hætt og þeir sem enn eru ófundnir verða taldir af. Þær fregnir sem borist hafa af hverfunum tveimur gefa til kynna að þau hafi nánast sokkið í heilu lagi ofan í jörðina. Það eina sem sést af hverfunum nú eru nokkur löskuð húsþök og steypustyrktarjárn sem standa upp úr forinni. Atburðurinn er rakinn til flókins ferlis vökvamyndunar sem á sér stað þegar titringur frá jarðskjálfta breytir votum jarðlögum í það sem líkja má við kviksyndi. Leitin að fólki á lífi heldur áfram. Yfirvöld í Indónesíu hafa þáð boð um alþjóðlega aðstoð, en litlar líkur eru taldar á að fleiri verði bjargað úr þessu. „Þetta er tíundi dagur leitar,“ sagði Muhammad Syaugi, yfirmaður leitar hjá björgunarstofnun Indónesíu. „Það væri kraftaverk að finna einhvern á lífi úr þessu.“ Fréttaveita AFP greindi frá því í gær að yfirvöld í Indónesíu hefðu nú til skoðunar að flokka hamfarasvæðin í Palu sem fjöldagröf og að ekki yrði hróflað frekar við þeim. „Hér ætti að reisa minnisvarða um þá sem fórust, svo að afkomendur okkar muni minnast þessara hamfara sem áttu sér stað árið 2018,“ sagði Muhlis, íbúi í Palu, í samtali við AFP.
Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira