Allt að þrettán milljónir í úttekt í Árborg Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. október 2018 06:15 Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar. Fréttablaðið Tillaga um samning Árborgar við Harald Líndal Haraldsson, fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði, um gerð úttektar á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins var afgreidd úr bæjarráði í ágreiningi. Ekki var leitað tilboða áður en rætt var við Harald um vinnuna. Á fundi bæjarstjórnar í ágúst var lagt til að gengið yrði til samninga við Harald. Samningurinn var lagður fyrir bæjarráð fyrir helgi og samþykktur með tveimur atkvæðum meirihlutans gegn einu atkvæði Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að allt að 550 klukkustundir fari í úttektina og að henni verði lokið eigi síðar en um miðjan desember. Tímagjald Haralds verður 19.000 krónur auk virðisaukaskatts. Fái hann greitt fyrir allar stundirnar 550 mun verkið því kosta tæpar 13 milljónir króna. Við það bætast endurgreiðslur á aksturskostnaði. Tillaga bæjarstjórnar gerir ráð fyrir að kostnaður verði um 10 milljónir króna. Útboðsskylda sveitarfélaga stofnast við 15,5 milljónir, fyrir virðisaukaskatt, en sé áætlaður kostnaður undir því ber sveitarfélagi engu að síður að viðhafa samkeppni, til dæmis með verðfyrirspurn meðal helstu þjónustuveitenda. „Það er verið að leita til Haralds því hann hefur gríðarlega reynslu af sviðinu og er virtur í þessum bransa. Við teljum okkur vera að kaupa góða vinnu,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti bæjarráðs og fulltrúi S-lista. Aðspurður segir hann að tilboða hafi ekki verið leitað eða verðkönnun verið gerð. „Ég er ekki gegn úttektinni sem slíkri en það var ekki leitað eftir tilboðum. Það eru fleiri en Haraldur, þó hann sé vissulega mjög hæfur, sem vinna úttektir sem þessa en ég tel eðlilegt að þegar unnið er með almannafé sé leitað eftir tilboðum,“ segir Gunnar Egilsson, oddviti Sjálfstæðismanna. Hann bætir við að sambærileg úttekt í Þorlákshöfn hafi kostað margfalt minna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Tillaga um samning Árborgar við Harald Líndal Haraldsson, fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði, um gerð úttektar á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins var afgreidd úr bæjarráði í ágreiningi. Ekki var leitað tilboða áður en rætt var við Harald um vinnuna. Á fundi bæjarstjórnar í ágúst var lagt til að gengið yrði til samninga við Harald. Samningurinn var lagður fyrir bæjarráð fyrir helgi og samþykktur með tveimur atkvæðum meirihlutans gegn einu atkvæði Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að allt að 550 klukkustundir fari í úttektina og að henni verði lokið eigi síðar en um miðjan desember. Tímagjald Haralds verður 19.000 krónur auk virðisaukaskatts. Fái hann greitt fyrir allar stundirnar 550 mun verkið því kosta tæpar 13 milljónir króna. Við það bætast endurgreiðslur á aksturskostnaði. Tillaga bæjarstjórnar gerir ráð fyrir að kostnaður verði um 10 milljónir króna. Útboðsskylda sveitarfélaga stofnast við 15,5 milljónir, fyrir virðisaukaskatt, en sé áætlaður kostnaður undir því ber sveitarfélagi engu að síður að viðhafa samkeppni, til dæmis með verðfyrirspurn meðal helstu þjónustuveitenda. „Það er verið að leita til Haralds því hann hefur gríðarlega reynslu af sviðinu og er virtur í þessum bransa. Við teljum okkur vera að kaupa góða vinnu,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti bæjarráðs og fulltrúi S-lista. Aðspurður segir hann að tilboða hafi ekki verið leitað eða verðkönnun verið gerð. „Ég er ekki gegn úttektinni sem slíkri en það var ekki leitað eftir tilboðum. Það eru fleiri en Haraldur, þó hann sé vissulega mjög hæfur, sem vinna úttektir sem þessa en ég tel eðlilegt að þegar unnið er með almannafé sé leitað eftir tilboðum,“ segir Gunnar Egilsson, oddviti Sjálfstæðismanna. Hann bætir við að sambærileg úttekt í Þorlákshöfn hafi kostað margfalt minna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira