Áralangar deilur um hávaða í fjöleignarhúsi enduðu fyrir dómi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. október 2018 06:15 Um áralanga deilu er að ræða en samkvæmt gögnum málsins hefur frá miðju ári 2006 verið hringt alls 74 sinnum í lögreglu vegna hávaða úr íbúðinni. Vísir/HARI Kona í Garðabæ var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tæpum hálfum mánuði sýknuð af kröfu húsfélags um að henni yrði gert skylt að flytja úr íbúð sinni í húsinu og að henni yrði gert að selja fasteignina. Ástæðan fyrir kröfu húsfélagsins var áralangt ónæði úr íbúð konunnar. Um áralanga deilu er að ræða en samkvæmt gögnum málsins hefur frá miðju ári 2006 verið hringt alls 74 sinnum í lögreglu vegna hávaða úr íbúðinni. Mikið ónæði hafi verið þaðan vegna tónlistar úr stórum hátölurum og þá hafi öðrum íbúum hússins stafað ógn af sambýlismanni konunnar. Sá á meðal annars að hafa hótað einum íbúa því að henda honum fram af annarri hæð hússins og að hann myndi missa stjórn á bíl sínum þegar viðkomandi íbúi væri nálægur. Þá báru aðrir íbúar hússins um að hann hefði átt það til að ganga í skrokk á konu sinni og hafði lögregla verið minnst einu sinni kölluð til vegna slíks ofbeldis. Málið var ítrekað tekið fyrir á húsfundum félagsins og konunni þar veitt áminning. Staðan var fyrst rædd á fundi árið 2008, aftur ári síðar og ítrekað síðan þá. Að endingu var dómsmál höfðað. „Verður háttsemi [konunnar og sambýlismannsins] með engu móti réttlætt hér. Hins vegar kom fram í skýrslum fyrir dómi, þegar spurt var hvernig háttsemi þeirra hefði verið upp á síðkastið, að ekkert ónæði hafi verið frá íbúð stefndu á þessu ári, fyrir utan að sambýlismaður stefndu hafi í janúar gengið ógnandi á milli íbúða í þeim tilgangi að fá eigendur til að falla frá þessari málsókn, en hann sé nú fluttur úr húsinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Ekki þótti sannað að skilyrði fjöleignarhúsalaga um bann við dvöl og skyldu til að selja íbúðina væru uppfyllt. Því var konan sýknuð af kröfunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Kona í Garðabæ var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tæpum hálfum mánuði sýknuð af kröfu húsfélags um að henni yrði gert skylt að flytja úr íbúð sinni í húsinu og að henni yrði gert að selja fasteignina. Ástæðan fyrir kröfu húsfélagsins var áralangt ónæði úr íbúð konunnar. Um áralanga deilu er að ræða en samkvæmt gögnum málsins hefur frá miðju ári 2006 verið hringt alls 74 sinnum í lögreglu vegna hávaða úr íbúðinni. Mikið ónæði hafi verið þaðan vegna tónlistar úr stórum hátölurum og þá hafi öðrum íbúum hússins stafað ógn af sambýlismanni konunnar. Sá á meðal annars að hafa hótað einum íbúa því að henda honum fram af annarri hæð hússins og að hann myndi missa stjórn á bíl sínum þegar viðkomandi íbúi væri nálægur. Þá báru aðrir íbúar hússins um að hann hefði átt það til að ganga í skrokk á konu sinni og hafði lögregla verið minnst einu sinni kölluð til vegna slíks ofbeldis. Málið var ítrekað tekið fyrir á húsfundum félagsins og konunni þar veitt áminning. Staðan var fyrst rædd á fundi árið 2008, aftur ári síðar og ítrekað síðan þá. Að endingu var dómsmál höfðað. „Verður háttsemi [konunnar og sambýlismannsins] með engu móti réttlætt hér. Hins vegar kom fram í skýrslum fyrir dómi, þegar spurt var hvernig háttsemi þeirra hefði verið upp á síðkastið, að ekkert ónæði hafi verið frá íbúð stefndu á þessu ári, fyrir utan að sambýlismaður stefndu hafi í janúar gengið ógnandi á milli íbúða í þeim tilgangi að fá eigendur til að falla frá þessari málsókn, en hann sé nú fluttur úr húsinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Ekki þótti sannað að skilyrði fjöleignarhúsalaga um bann við dvöl og skyldu til að selja íbúðina væru uppfyllt. Því var konan sýknuð af kröfunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira