Lögmaður Brimborgar kannar möguleg lögbrot af hálfu Kveiks Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2018 10:31 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Vísir Forstjóri bílaumboðsins Brimborgar krefur fréttamenn Kveiks og Ríkisútvarpið um afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar um fyrirtækið í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Hann segir að lögmaður umboðsins sé jafnframt að kanna hvort að Kveiksliðar hafi brotið lög. Rætt var við pólskan mann sem starfaði fyrir Brimborg á vegum starfsmannaleigu árið 2016. Hann taldi sig hafa verið hlunnfarinn þar og fengið minna greitt en samstarfsmenn fyrir sömu störf. Í yfirlýsingu á föstudag hafnaði Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, því. Menntun og reynsla starfsmannsins hafi ekki verið sannreynd. Fordæmdi hann vinnubrögð Kveiksliða og sakaði um brot á siðareglum fréttamanna. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og Helgi Seljan, fréttamaður þáttarins sem nú er kominn í leyfi, svöruðu yfirlýsingu Egils á föstudag. Bentu þau á að sjónarmið fyrirtækisins hefðu komið fram í þættinum. Það hafi ekki verið sakað um lögbrot enda hafi lög sem hefðu gert það ábyrgt fyrir kjörum starfsmannsins ekki verið í gildi á þeim tíma sem hann starfaði þar.Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks.Vísir/GVATelur fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni Í nýrri yfirlýsingu sem forstjóri Brimborgar sendi frá sér í dag sakar hann Kveiksliða enn um að hafa brotið siðareglur, bæði með umfjölluninni og með því sem Egill kallar „einhliða yfirlýsingu“ sinni á föstudag. Er hann afar ósáttur við að fyrirtækið hafi verið sett í samhengi við misnotkun og brot á réttindum erlendra starfsmanna, hælisleitenda og mansalsfórnarlamba sem einnig var fjallað um í þættinum í síðustu viku. Egill segist hafa sent ritstjóra Kveiks og útvarpsstjóra athugasemdir vegna yfirlýsingar þáttarins. Þá fullyrðir hann að lögmaður Brimborgar kanni nú hvort að fréttamenn þáttarins hafi brotið fjölmiðlalög eða mögulega ærumeiðingarákvæði hengingarlaga. Telur forstjórinn að allar líkur séu á því að umfjöllun Kveiks leiði til tjóns fyrir Brimborg þar sem orðspor og viðskiptavild sé ein helsta eign þess. Kveikur hafi fengið gögn sem staðfesti að umboðið hafi orðið fyrir álitshnekki vegna „óvandaðrar og ranglátrar“ umfjöllunar. „Brimborg hefur reynt og mun reyna áfram að takmarka tjón sitt vegna þess en nú er spurning hvað RÚV og Kveikur ætla að gera til þess að takmarka tjónið og þar með ábyrgð sína. Best er að það verði gert með opinberri afsökunarbeiðni, sem verður að vera gerð með viðeigandi og áberandi hætti,“ segir í yfirlýsingu forstjórans. Kjaramál Tengdar fréttir Kveiksliðar hafna gagnrýni forstjóra Brimborgar Þeir segja að sjónarmið bílaumboðsins um mál pólsks manns sem starfaði fyrir það á vegum starfsmannaþjónustu hafi komið fram í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi í vikunni. 5. október 2018 18:35 Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Forstjóri bílaumboðsins Brimborgar krefur fréttamenn Kveiks og Ríkisútvarpið um afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar um fyrirtækið í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Hann segir að lögmaður umboðsins sé jafnframt að kanna hvort að Kveiksliðar hafi brotið lög. Rætt var við pólskan mann sem starfaði fyrir Brimborg á vegum starfsmannaleigu árið 2016. Hann taldi sig hafa verið hlunnfarinn þar og fengið minna greitt en samstarfsmenn fyrir sömu störf. Í yfirlýsingu á föstudag hafnaði Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, því. Menntun og reynsla starfsmannsins hafi ekki verið sannreynd. Fordæmdi hann vinnubrögð Kveiksliða og sakaði um brot á siðareglum fréttamanna. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og Helgi Seljan, fréttamaður þáttarins sem nú er kominn í leyfi, svöruðu yfirlýsingu Egils á föstudag. Bentu þau á að sjónarmið fyrirtækisins hefðu komið fram í þættinum. Það hafi ekki verið sakað um lögbrot enda hafi lög sem hefðu gert það ábyrgt fyrir kjörum starfsmannsins ekki verið í gildi á þeim tíma sem hann starfaði þar.Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks.Vísir/GVATelur fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni Í nýrri yfirlýsingu sem forstjóri Brimborgar sendi frá sér í dag sakar hann Kveiksliða enn um að hafa brotið siðareglur, bæði með umfjölluninni og með því sem Egill kallar „einhliða yfirlýsingu“ sinni á föstudag. Er hann afar ósáttur við að fyrirtækið hafi verið sett í samhengi við misnotkun og brot á réttindum erlendra starfsmanna, hælisleitenda og mansalsfórnarlamba sem einnig var fjallað um í þættinum í síðustu viku. Egill segist hafa sent ritstjóra Kveiks og útvarpsstjóra athugasemdir vegna yfirlýsingar þáttarins. Þá fullyrðir hann að lögmaður Brimborgar kanni nú hvort að fréttamenn þáttarins hafi brotið fjölmiðlalög eða mögulega ærumeiðingarákvæði hengingarlaga. Telur forstjórinn að allar líkur séu á því að umfjöllun Kveiks leiði til tjóns fyrir Brimborg þar sem orðspor og viðskiptavild sé ein helsta eign þess. Kveikur hafi fengið gögn sem staðfesti að umboðið hafi orðið fyrir álitshnekki vegna „óvandaðrar og ranglátrar“ umfjöllunar. „Brimborg hefur reynt og mun reyna áfram að takmarka tjón sitt vegna þess en nú er spurning hvað RÚV og Kveikur ætla að gera til þess að takmarka tjónið og þar með ábyrgð sína. Best er að það verði gert með opinberri afsökunarbeiðni, sem verður að vera gerð með viðeigandi og áberandi hætti,“ segir í yfirlýsingu forstjórans.
Kjaramál Tengdar fréttir Kveiksliðar hafna gagnrýni forstjóra Brimborgar Þeir segja að sjónarmið bílaumboðsins um mál pólsks manns sem starfaði fyrir það á vegum starfsmannaþjónustu hafi komið fram í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi í vikunni. 5. október 2018 18:35 Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Kveiksliðar hafna gagnrýni forstjóra Brimborgar Þeir segja að sjónarmið bílaumboðsins um mál pólsks manns sem starfaði fyrir það á vegum starfsmannaþjónustu hafi komið fram í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi í vikunni. 5. október 2018 18:35
Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26